Það verður mjög sérstakt að vera búsettur á Íslandi eftir að Ivesave verður samþykkt á mánudaginn.

Það verður mjög sérstakt að vera búsettur á Íslandi eftir að Ivesave verður samþykkt á mánudaginn.

Allar kannanir á skoðunum Íslendinga sýna að 70% eru andvígir Icesave. 35000 manns skora á Ólaf Ragnar forseta að senda lögin til þjóðaratkvæðis. Þrátt fyrir þessar sterku vísbendingar, um að stjórnarmeirihlutinn sé ekki að ganga í takt við þjóð sína, skal þjösnast áfram. Fulltrúarlýðræðið skal nýtt til hins ýtrasta og ekki er það gert fyrir skattgreiðendur þessa lands. Að þjónkast erlendum hagsmunum sem skaða hagsmuni íslenskra borgara er ekki það sem kjósendur þessarar stjórnar kusu þá til. Því miður er töluverður skortur á virkri neytendavernd þegar kemur að gallaðri eða úreltri vöru á Alþingi Íslendinga.

Ein stærsta ástæðan fyrir því að margir Íslendingar telja það rétt að borga Icesave er samviskubit. Við erum flest alin upp við heiðarleika og skilvísi. Okkur finnst rangt að standa ekki í skilum. Þessi skoðun kemur fram í ýmsum myndum. Bæði beint og óbeint eins og þegar rætt er um að tilheyra aftur alþjóðasamfélaginu eða vera aftur þjóð meðal þjóða. Fyrir utan að þetta stenst ekki nánari skoðun þá er stærsta spurningin hversu mikið má leggja á eina þjóð, má rústa blómlegu þjóðfélagi bara vegna samviskubits?

Þetta samviskubit, þessi viðurkenning skuldar er meginorsök fátæktar í heiminum. Fátækustu lönd heimsins skulda langt innan við 1% af öllum skuldum heimsins. Í þessum löndum deyr fólk, 300 manns á hverjum 15 mínútum, vegna sjúkdóma sem hægt er auðveldlega að koma í veg fyrir. Ekki hefur verið tekið í mál að afskrifa þessar skuldir. Gordon Brown hefur þar verið ötull talsmaður lánveitenda við að koma í veg fyrir afskriftir. Hann kann sitt fag og ekki virðist núverandi Ríkisstjórn á Íslandi hafa þvælst mikið fyrir honum.

Það verður mjög sérstakt að vera búsettur á Íslandi eftir að Icesave hefur verið samþykkt á mánudaginn, að vera kominn í fátækragildru lánadrottnanna. Kannski mun Samfylkingunni takast að verða okkur út um fátækrahjálp, það er að segja, fyrir þá Íslendinga sem eftir verða á landinu.

http://egoist.blogspot.com/uploaded_images/05.06.30.IndependenceDay-X-768716.gif


mbl.is Icesave tekið út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Gunnar Skúli !

Mjög sönn - sem og; myndræn lýsing á þeirri atburðarás, hver í hönd kynni að fara, yrðu þessar fyrirætlanir kratanna, og kratavinafélagsins (VG), að veruleika.

Beztu þakkir; fyrir raunsæja lýsingu - sem oftar.

Úr Árnesþingi skrifað; með kveðjum, góðum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir Óskar Helgi, vonandi verður einhver dugur í þjóðinni á mánudaginn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.12.2009 kl. 00:55

3 identicon

nú verður fólk að hysja sig úr sófanum og láta í sér heyra......þetta má ekki gerast

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður áfram gott að búa á Íslandi eins og verið hefur. Ég er ánægð með að loksins verði lokið þessu endalausa þrefi og þar með verði bægt frá þeirri skelfilegu ógn að þetta mál verði til þess að fella ríkisstjórnina.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár með endurreysn og nýjum gildum fyrir okkur öll

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.12.2009 kl. 18:05

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

það hefur aldrei verið nein hætta á því að Icesave málið felli ríkisstjórnina, ekki hin minnsta. 

Borðar þú skötu?

Gleðileg jól og guð gefi oss gáfulegt nýtt ár

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.12.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband