Björgólfur-úlfur-Ísbjörg-spilling-samspilling....The never ending story...

Tvær kannanir hafa sýnt 70% andstöðu við Icesave. Núna kemur sama niðurstaða úr fyrstu netkosningu Íslands. Það má gagnrýna skoðanakannanir fyrir lítið úrtak og því mögulega ómarktækni. Netkosningin er mjög merkileg. Allir sem áhuga höfðu á gátu smalað. Ég var viss um að Samfylkingin myndi smala öllum netfærum einstaklingum til að kjósa og ég er viss um að þau hafa gert það. Það sem kemur mér mest á óvart að þeim skyldi ekki taksat betur upp. Þessi staðreynd gerir netkosninguna mjög trúverðuga. Samtímis gefur niðurstaðan sterka vísbendingu um að Samfylkingarmenn eru upp til hópa andsnúnir Icesave, annars hefðu þeir flykkst á kjörstað.

Iðnaðarráðherra er kominn í mikið klandur. Hún er að gera samning við einn af aðalleikurum hrunsins. Sama hvaðan gott kemur er stefna Samfylkingarinnar. Í Kastljósinu í kvöld kom fram sérkennileg tengsl. Vilhjálmur Þorsteinsson er stjórnarformaður í Verne Holding, hann er líka stjórnarformaður í CCP. Að auki er hann formaður stýrihóps um orkustefnu Íslands sem Iðnaðarráherra skipaði í ágúst s.l. Stýrihópurinn á sérstaklega að kanna orkunotkun til fyrirtækja í vistvæna geiranum, eins og CCP og Verner. Ætli Vilhjálmur óski fyrst eftir skattaafslætti fyrir Verner og síðan svarar Vilhjálmur þeirri ósk játandi hjá Iðnaðarráðuneytinu. Það er klárt að Katrín er ekki starfi sínu vaxin. Þetta er spilling og pilsfaldakapítalismi. 

Það er greinilegt að Björgólfur Thor á mikið inni hjá Samfylkingunni. Þau vilja borga fyrir hann Icesave mistökin. Þau vilja gera honum mögulegt að auðgast á gagnaveri. Hluti af þeim hagnaði kemur í formi skattaafsláttar sem við borgum. Það er ekki skrítið að þessi flokkur er stundum uppnefndur "samspillingin". 


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju orði sannara.  Það er með ólíkindum að fylgjast með Icesave sinnuðum Samfylkingarmönnum engjast undan niðurstöðunni úr þessari könnun og hinum, sem allar hafa skilað 70% niðurstöðu þeirra sem hafna samningnum í þessari mynd og um 30% sem vilja endilega hafa hann óbreyttan.  Auðvitað eru allar aðferðirnar ómarktækar, þó svo að nákvæmlega sömu aðferðafræði eru í gangi hjá stórþjóðum og þykja góðar og gildar.  Hér tortryggja stjórnarsinnar menn allt og alla og allir hljóta að hafa rangt við.  Það eru jú þeir sem eru með allt niðrum sig í Icesave málinu, og nokkuð augljóst að þeim tekst ekki að gera sér að nokkru gagni lygaáróðrinum nema fyrir sig sjálfa.  Minnist ekki að að fylgismenn stjórnarflokkana hafi efast um aðferðafræði og niðurstöður kosningakannana í vor þegar niðurstöðurnar sýndu að þeir myndu vinna stóra kosningasigra.  Sömu aðferðir og sömu aðilarnir voru þar að verki. 

"Sama hvaðan gott kemur" sagði páfagaukur forsætisráðherra eins og hún hafði kennt honum svo vel.  Nú skal verðlauna Björgólf Thor fyrir hans framlög til kosningasjóðs Samfylkingarinnar.  Nýbúið að bjarga Baugsfeðgunum, þó svo að pukrið með það eigi að duga ansi lengi.  Athyglisvert að sjá Vilhjálm Þorsteinsson kominn upp úr kafinu, eftir að hafa farið mikinn í bloggdjúpinu við að dásama allt sem stjórnaróhroðinn hefur aðhafst og dýrðlegheit Björgólfanna.  Stutt hlýtur að vera í fyrrum Samfylkingarþingmanninn Ásgeir Friðgeirsson, hirðfífl Björgólfanna, sem stökk af þingi til að getað gerst það sem kallað er í útlandinu "Liars for Hire", fyrir þá "merktar menn".  Eins og skáldið sagði:  "Samspillingin sér um sína".

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Samfylkingarfólk er í afneitun. Þeim er sama hvaðan gott kemur. Líklegast er fátt um fína drætti. Samt er bara lognið á undan storminum. Rannsóknarskýrsla Alþingis á eftir að vera erfiður biti að kyngja. Af hverju í ósköpunum eru 3 ráðherrar úr Þingvallastjórninni enn við völd? Hefur þetta fólk enga siðferðisvitund?

Sigurður Hrellir, 18.12.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Athyglisvert, hvað segja kjósendur Samfylkingar og Vinstri grænna núna ? Veit það einhver ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband