Hvað gerum við nú?

Fékk útreikning frá Lífeyrissjóðnum mínum í dag. Gerðum ráð fyrir 15% verðbólgu. Liðlega tuttugu milljónir eru orðnar rúmlega fjörutíu milljónir 2014, þ.e. eftir bara fimm ár. Miðað við þetta verð ég orðinn eignalaus maður árið 2014. Þessi fórn mín vegna bankahrunsins bætist ofaná allar skuldirnar sem við Íslendingar erum að taka á okkur. Ég á ekki að vera að kvarta, það eru margir í þessari stöðu í dag. Mitt dæmi bendir þó til þess að mjög margir verði komnir í algjör þrot eftir nokkur ár. Hækkun á bensíni og áfengi eykur enn á vandann, en það var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi.

Verkalýðsforustan segir að það sé ekki sitt hlutverk að taka pólitíska afstöðu til málanna!! Það er eins og allir séu sammála um það að valta yfir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er eins og það sé stjórnvöldum ofviða að finna sanngirni í stöðunni. Þau geta ekki einu sinni sett á hátekjuskatt þeirra sem þó gefa upp réttar tekjur. Ég hefði verið sáttur við að lenda í slíkum skatti miðað við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.

Hvernig er staðan hjá okkur núna? Það eru ekki kosningar í vændum því stjórnarflokkarnir hafa ekki hug á því og meðan þeir sammælast um að halda stjórnmálasamstarfinu áfram, verða engar kosningar. Jafnvel þó að Sjálfstæðismenn gefi skít í Evrópusambandið mun Samfylkingin liggja utan í þeim því aðrir flokkar ætla ekki inn í EU. Verkalýðsforustan ætlar ekki að taka afstöðu, bara að jarma, því hún er sammála Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að láta þá sem minna mega sín borga kreppuna og Samfylkingin ætlar að ganga inn í EU. Niðurstaðan er sú sama. Við borgum alltaf að lokum, eða hvað? 

Spurningin er hvort maður eigi að skrá sig í VinstriGræna eða flytja bara til útlanda og gleyma því að maður hafi verið Íslendingur.

http://www.gayecameron.com.au/images/Dominos%2002.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég fékk í dag upplýsingar um lífeyrislán sem við tókum 1986 þá var það 2.500.000 en núna er það 2.500.000 enn eftir að vera búin að greiða af því í 22 ár

Kýktu annars á bloggið mitt það er svolítið krafsandi núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jamm, og nú heyrast alltaf háværari og háværari raddir um að lífeyrissjóðirnir muni fara næstir á eftir bönkunum. Þar sem ekkert er uppi á borðinu verða bara til sögur þannig að maður segir bara sögur og kannski eru þær bara eftir Gróu á Leiti

Þannig heyrði ég líka að verkalýðsforystan hefði sammælst um að láta ríkisstjórnina í friði gegn því að þeir björguðu lífeyrisstjóðunum, sbr. verðtrygginguna sem skv. útreikningum toppanna er lykilatriði til að forða þeim frá tapi. Skyldi aldur þessarar forystu skipta máli í þessari forgangsröðun? Kann að vera. Ég held að það sé líka ákveðin tegund af þröngsýni eða heitir það bara einfaldlega heimska?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband