Stólafíklar og við-BURT MEÐ SPILLINGALIÐIÐ.

Hvernig á maður að haga sér núna. Á maður að ræða um eftirlaun ráðherra sem skipta engu máli í stóru myndinni. Á maður að velta sér upp úr því hvort Davíð Oddson hefði átt að ræða um eitthvað annað en sjálfan sig. Á maður að velta fyrir sér einhverjum öðrum smámálum. Nei, við eigum að einbeita okkur að aðalatriðunum, því sem skiptir máli.

Lýðræðið; það skiptir máli. Valdhafar hlusta ekki á þjóðina þessa dagana. Valdhafar hafa menn í fullri vinnu til að kasta ryki í augun á okkur borgurunum. Allt til að fegra sinn hlut. Hér er um mjög alvarlegan misskilning að ræða milli okkar og valdhafa. Þeir þurfa ekki að vera í neinni kosningabaráttu gegn okkur. Þeir eiga bara að vinna vinnuna sína og sína af sér heiðarleika og gott siðferði. Því áttu valdhafar að segja af sér strax í upphafi kreppunnar og skipa utanþingsstjórn. Að lafa í stólunum rúin öllu trausti er ekki nokkrum manni til gagns.

Réttlætið; Að endurráða spillingarliðið aftur inn í bankana og viðhalda óhæfum embættismönnum hjá eftirlitsstofnunum ríkisins er ekki bara heimskulegt heldur einnig spilling. Síðan þega ráðherrar hlægja góðlátlega að okkur, almúganum, og í þokkabót fara með rangt mál, þ.e. ljúga, eins og kom fram í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld, þá á okkur að vera nóg boðið. Enda er okkur nóg boðið, við viljum lýðræði, ekki alræði stólafíkla.

Framtíðin; hvernig bregðumst við við þessum erfiðu aðstæðum sem við erum í? Hver einstaklingur vill ekki verða gjaldþrota. Því er verðtrygging lána stórt mál. Hana þarf að afnema, núna. Ef einhverjar stofnanir eða lífeyrissjóðir fara illa út úr því getum við tekið á því seinna. Núna þarf að bjarga heimilunum.

Við þurfum að endurlífga Alþingi Íslendinga og virkni hins almenna borgara í þjóðmálum. 

Mætum á Austurvöll á morgun og í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Verum ábyrg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband