Fúlegg verða forsíðufrétt-er þetta góð blaðamennska?

Ég var á Austurvelli í dag. Þar voru fluttar mjög góðar og innihaldsríkar ræður. Fólk stóð og hlustaði með athygli og tók vel undir með klappi og húrrahrópum. Síðan var fundi slitið. Fólk hvarf til síns heima eða annarrar iðju. Nokkrir tóku upp á þeim óskunda að kasta eggjum í Alþingishúsið. Gjörsamlega tilgangslaus gjörningur-það var nefnilega enginn heima.

Nokkur fúlegg á gömlu mannlausu húsi í Reykjavík verður síðan aðal yrkisefni blaðamanna. Þvílíkt fréttamat, þetta er hneisa. Auðvitað er það mun merkilegra að almennir borgarar gefi sér tíma til að iðka lýðræðið, það er frétt. Hvað sögðu ræðumenn, það er frétt. Hver vill láta útifundinn líta út sem skrílslæti. Hjá hverjum vinna þessir blaðamenn, eða hafa þeir bara ekki kveikt á perunni-við krefjumst þess að vera viðmælendur. Takk fyrir.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort heldur þú að vekji meiri athygli, einhverjir sjálfskipaðir yfirmótmælendur með þumalinn upp í rassinum á sér, eða fólk sem sýnir hversu reitt það er??

Hvaða máli skiptir hvort húsið var tómt eða ekki, hversvegna var allt þetta fólk þá að halda ræðurnar sínar þarna?

Og hvaða máli skiptir hvað þetta fólk sagði í ræðunum sínum? Hverju breytir það? Hverju kemur það til leiða?  Þú hefðir kannski átt að lesa aðeins minna um sjúkdóma í skóla í gamla daga og lesa aðeins meiri mannkynssögu...?

Það að fólk hafi eggjað húsið segir okkur svart á hvítu að fólk er reitt og er tilbúið til að grípa til þess konar aðgerða.  Og þetta fólk er ekki sátt við störf Alþingis, sem á nú kannski ekki mestu sökina á ýmsu sem hefur gerst hérna, einfaldlega vegna þess að Alþingi er haldið í gíslingu af ríkisstjórninni, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, sem er gjörsamlega búinn að skíta upp á bak!!

Ísland virðist æ meira að verða fasistaríki Sjálfstæðisflokksómyndarinnar...

Illugi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Illugi,

takk fyrir hressandi athugasemd. Það er alveg rétt hjá þér að í sjálfu sér skiptir það engu máli hvort húsið var mannlaust eða ekki. Hvað viðkemur sjálfskipuðum mótmælendum. Þá getur vel hugsast að það krefjist mun meira hugrekkis og undirbúnings að halda góða ræðu en að kasta eggjum. Góð ræða er mun hættulegri ríkjandi stjórnvöldum en eggjakast. Góð ræða gefur fjöldanum orð, hugmyndir og tengingar við mannkynssöguna, skýrir út samhengi hlutana. Afklæðir skrípaleikinn og gerir stjórnvöld berskjölduð og nakin. Því skiptir það öllu máli að hlutar af ræðunum komist inn í fréttatímana en ekki eggjakast. Sjálfstæðisflokkurinn ræður Ríkisfjölmiðlunum og eggjakastið gaf tindátum þeirra þar tækifæri til að láta ósagt hvað ræðumenn sögðu.

Hvað varðar mannkynsöguna, þá var það mín uppáhaldsnámsgrein í menntaskóla.Hvað varðar fullyrðingu þína um að Ísland virðist vera að verða fasistaríki þá ráðlegg ég þér að kynna þér örlög Íslendinga sem voru í Sósíalistanum skömmu eftir seinna stríð. Ég þekki dæmi um menn sem sögðu sig úr flokknum til að eiga þess kost að fá vinnu í Reykjavík svo fjölskyldan hefði í sig og á. Ég myndi frekar orða þetta sem mismikla ráðstjórn þeirra.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.11.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?

Megum við búast við þessu næsta laugardag?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ævar,

ef reynt verður að hefta tjáningafrelsi okkar í því ástandi sem við erum í núna mun 1932 endurtaka sig. Þá munum við pakka lögreglunni inn, og það sorglega við það að þeir eru vinir okkar og venjulegir launamenn, sitja í sömu súpunni og við hin. Því er svo nauðsynlegt að ganga fram af stillingu og vera einbeitt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.11.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ja, nóg var reiðin á borgarafundinum. Ég hef verulegar áhyggjur af næsta laugardag.  Ástandið er orðið eldfimt og ráðamenn ekki í sama veruleika og við hin. Það hljómar líka fáránlega þegar fólk með 600000-1200000kr. mánaðarlaunin segir okkur hinum orðnum atvinnulausum að allir þurfi að standa saman og taka á sig auknar byrðar. Ég kúgast við að sjá aulaglottið á forsætisráðherraluðrunni þegar hann lætur svona út úr sér.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband