Lýðræðið okkar-burt með spillingaliðið.

Ástandið er ekki gott á okkur Íslendingum þessa dagana. Við erum lítið, fámennt land sem öðrum stórum ríkjum finnst sjálfsagt að valta yfir. Hingað til höfum við treyst á stuðning Bandaríkjanna vegna þess að þeir þurftu á okkur að halda vegna varna sinna. Nú er öldin önnur. Bandaríkin þurfa ekki á okkur að halda og þar með er melluhlutverki okkar lokið. Nú ráfum við um öngstræti veraldarinnar og leitum að nýjum melludólg. Við upplifum okkur eins og mellu sem man fífil sinn fegurri. Hlutskipti okkar er ömurlegt, vægast sagt. Það er sorglegt að við höfum slitið barnskónum sem lýðveldi í hlutverki mellu Bandaríkjamanna, við vorum dama meðan við höfðum borðfélagann. Nú er hann farinn og eftir sitjum við bjargalaus.

Sem lýðræðisþjóð þroskuðumst við lítið. Mest pólitísk orka fór í togstreitu mellunnar, halltu mér, sleppti mér. Ýmissa fíkniefna var neytt til að deyfa sársaukann og niðurstaðan er skertur fíkill sem skynjar ekki tilveruna rétt.

Þjóðfélag okkar er svo vanþroskað. Lýðræðið takmarkað, upplýsingar  lokaðar í viðeigandi skúffum. Almennum borgurum er ekki treystandi fyrir slíku. Við höfum ekki réttar forsendur til að skilja hlutina rétt. Réttarvitundin er eins og í litlu sveitaþorpi þar sem fjölskyldurnar ráða enn öllu. Rétt og rangt miðast við hag fjölskyldunnar, þ.e. mafíunnar, ekki þeirra laga sem gilda í þjóðfélögum þroskaðara þjóða.

Borgarlegt lýðræði gengur út á afskiftasemi okkar á milli kosninga. Við verðum að vera meðvitaðir og virkir borgarar.  Við verðum að veita okkar kjörnu fulltrúum mikið aðhald og leiðsögn. Hefðbundnar aðferðir stjórnsýslunnar virka illa þessa dagana og því þarf virka alþýðu til að hleypa krafti í stjórnsýsluna. Við verðum að þroskast hratt sem lýðræðisþjóð og rífa okkur upp úr þessum öldudal. Ég held ég mæti bara í bæinn á morgun og rífi kjaft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mjög góður pistill.

Er sammála þér, við verðum að fara láta rödd okkar heyrast og það sem meira er; standa saman.

Sendi baráttukveðjur, ég verð fjarri góðu gamni. Vona að menn fjölmenni.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband