Tyrkland-vatnsrennibrautagarður.

Nú jæja, að sjálf sögðu urðum við að fara í vatnarennibrautargarð með stelpurnar. Sérstaklega þá 11 ára.Munurinn á Marmaris og Florida í þessu samhengi er mikill. Það er bara 5 mínútna rölttúr á garðinn frá hótelinu okkar. Ekki klukkustundar akstur eins og í Florida og þar að auki verður ,maður að læsa bílhurðunum þar til að verða ekki rændur á rauðu ljósi eða jafnvel stútað. Hér röltir maður í rólegheitum og óttast ekki um líf sitt. Inngangseyrinn er bara brot af því sem það kostar í Florida. Maturinn á staðnum er mun ódýrari og þar að auki mun hollari. Og það besta af öllu er að allir skemmtu sér konunglega og komu nánast óþreyttir heim. En í Florida var maður algjörlega búinn á sál og líkama eftir einn dag í skemmtigarði og mjög mikið fátækari. "Fólks" skellið ykkur bara til Marmaris!!!!.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Áhugavert þetta með Tyrkland. Ég hef aldrei verið hrifin af Tyrkjum.  Samt væri nú gaman að fara þangað. Fóru þið á eigin vegum eða með ferðaskrifstofu ?

Þóra Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við fórum til Tyrklands fyrir nokkrum árum, það var virkilega gaman að heimsækja Tyrki.  Elskulegt fólk, flott að sigla yfir Bosborussund yfir til Asíu.  Sjá alla karlana sem voru með birni í eftirdragi, og skóburstarar á hverju götuhorni.  En stórhættulegt að fara yfir umferðargötur, ekki hægt að treysta á götuljós, heldur bara að fylgja traffikinni.  Góða skemmtun í Tyrklandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Þóra, nei við erum með ÚrvalÚtsýn og það hefur gengið mjög vel hingað til.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.7.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband