UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ HIÐ ÍSLENSKA.

Mér fannst ég heyra það í útvarpsfréttunum um helgina að Utanríkisráðuneytið væri þyngst á fóðrum af öllum ráðuneytum íslenska ríkisins. Mig rak í rogastans. Hvernig getur það kostað meira að kenna öllum Íslendingum að lesa eða halda heilsu allra Íslendinga við en að reka eitt Utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðuneytið sér um samskipti við útlönd. Mörg stórfyrirtæki, sum mun stærri en Ísland, sjá um slíka hluti bara með einni netsíðu. Hvað er því til fyrirstöðu að Utanríkisráðuneytið sé bara ein netsíða eða svo? Til þess þarf ekki nema örfáa starfsmenn og öngvan ráðherra. Hvað er allt hitt fólkið að gera? Sjálfsagt bara að senda póst á milli sín.

Ég held að við Íslendingar þurfum að komast niður á jörðina. Mér er mjög minnisstætt þegar Ráðuneytisstjóri í Utanríkisráðuneytinu var spurður hvort ekki þyrfti að spara þar eins og annars staðar í blöðunum hér um árið. Flestir ráðuneytisstjórar hefðu farið í varnarstöðu en viðkomandi svaraði fullum hálsi að " ef við í utanríkisráðuneytinu sjáum einhverja þörf í náinni framtíð að spara þá munum við hugleiða það".

Ég held að Utanríkisráðuneytið sé orðið Ríki í Ríkinu. Þá fellur það undir skilgreiningu á krabbameini, það vex án tillits til heildarinnar. Þá þarf að skera það burt eins og aðrar meinsemdir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband