Unaðsleg helgi.

Helgin hefur verið frábær. Veðrið unaðslegt. Íslenskt sumar er toppurinn, það jafnast ekkert á við það. 

Maður hefur verið að sýsla í garðinum og fór á Kaffi Reykjavík á laugardagskvöldið með frúnni. Borðuðum góða máltíð, hittum vini okkar á eftir og settumst inn á Litla ljóta Andarungann. Fengum okkur léttvín og bjór. Spjölluðum margt gott og skemmtilegt. Dásamlegt að umgangast fólk, framkvæma mannleg samskipti og njóta.

Samt sem áður þá hafa sumir það ekki jafn gott hér Íslandi. Sumir hafa ekki efni á góðum mat. Sumir eiga engan garð til að sýsla í. Sumir eiga kvóta sem þeir vita að þeir munu missa. Sumir munu eignast þann kvóta sem þeir munu þurfa að hafa áhyggjur af hvernig eigi að nota. Sumir eiga hitaveitu sem þeir eiga ekki. Það er ekki víst að sumir hafi notið helgarinnar sem skyldi.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband