Þorskastríð.

Hér á árum áður voru háð þorskastríð. Þau voru endurtekin og háð af miklum hetjuskap. Sérstaklega var framganga varðskipsmanna glæsileg og lögðu þeir oft líf sitt í hættu við sín skyldustörf. Sigur Íslendinga í þorskastríðunum varð þess valdandi að við réðum yfir okkar fiskimiðum. Við gátum skammtað öðrum þjóðum veiðiheimildum innan lögsögu okkar. Breskir sjómenn voru ekki kátir með niðurstöðuna.

Nú hafa Bretar tekið kæti sína á nýjan leik. Næsta vetur mun vera leyfilegt að flytja óunninn fisk frá Íslandsmiðum. Forystumenn íslenskra fiskverkenda telja að þá muni fiskur verða unninn á breskri grund-eins og í den. 

"Höfum við gengið veginn til góðs" orti hann um árið.

Ég held að sigur Bretanna sé fullkominn. Þeir sitja heima í rólegheitum en við hoppum og skoppum á miðunum og veiðum fiskinn fyrir þá.

Hver er orsökin fyrir því að það er orðið svo "púkó" í dag að vinna fisk á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband