Neskaupsstaður-IV.

Núna er ég kominn úr útlegðinni á Neskaupsstað. Hef orðið margs vísari. Ekki voru svæfingarnar margar, bara örfáar, veit ekki hvort tilvist mín skipti einhverjum sköpum. Gerðum þó einn keisara, sennilega hefði það verið verra að þurfa senda hana frá okkur. Hvað veit ég, kemur ekki í ljós fyrr en krakkinn tekur stúdentspróf að 20 árum liðnum hvort nærvera mín skipti einhverju máli. Þá verða börnin mín sennilega að reyna að hola mér niður á einhverft hjúkrunarheimilið.

Svo lærði ég annað skondið og sorglegt. Ef þú vilt fá ýsu í soðið, ég tala ekki um ferska, þá þurfa íbúar í Neskaupsstað á Norðfirði að aka 75 km. til Egilsstaða og kaupa ýsuna þar í Bónus. Neskaupsstaður er ÚTVEGSSTAÐUR þ.e. þar er bryggja, sjómenn, apparöt sem fljóta á vatni og veiða fisk, kallast bátar eða togarar eftir atvikum en það er ekki hægt að fá ýsu í soðið. Þetta er klikkun!!!!! Þegar ég bjó á Patró í den þá voru það stór hlunnindi að hafa fisk 3-4 x í viku, þess vegna eru börnin mín svona gáfuð. Að fara niður í fiskverkunarhús og velja mátulega litla Lúðu, feita og í andarslitrunum úr hrúgunni voru lífsgæði. Hlaupa svo með hana spriklandi á pönnuna var nautn. Að borða hana var unun.

Hvað er að gerast? Er firringin orðin algjör? Ef ekki er hægt að fá ferskan fisk í Íslensku sjávarplássi án þess að fara í Bónus þá er eitthvað mikið að. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband