Færsluflokkur: Fjármál

Hvenær mótmæla Íslendingar??

Mér finnst þessi frétt athyglisverð. Hún vekur upp spurninguna hvenær mótmæla Íslendingar?

Í þessu tilfelli er um verktaka og iðnaðarmenn að ræða. Þeim hefur orðið ljóst að vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera verður enga vinnu að fá á næsta ári. Þar með skerðast kjör þeirra mjög. Um er að ræða nokkuð einslitan hóp sem skilur vel hlutskipti sitt. Við þessar aðstæður er mjög eðlilegt að menn sameinist um kröfur og veki athygli á þeim. Ef fram fer sem menn óttast munu mjög margir í þessum hópi missa vinnuna. Þar að auki eru margir með rekstur og þar með skuldbindingar. Gjaldþrot fjölda manns og heimila blasir við. Allt þetta hæfileikaríka fólk mun flytja búferlum til annarra landa, því miður. Ástæðan er sú að stefna núverandi valdhafa og AGS gefur þeim ekki kost á öðru. Það verða engar framkvæmdir á næsta ári hversu margar verktakalestir verða farnar. Ég tel þær þó mikilvægar og hvet til þeirra.

Í fyrrnefndu tilfelli mótmæla menn allt of seint. Skaðinn er skeður.

Þúsundir heimila skulda meira en virði fasteignarinnar er. Það er kallað neikvæð eiginfjárstaða. Með vaxandi kreppu munu æ fleiri heimili komast í þrot. Gjaldþrot heimila blasir við. Vanskila foreldrar munu verða borin út, á götu. Eingöngu par hundrað mótmæla þessu á Austurvelli á laugardögum. Munu almenn mótmæli vegna gjaldþrota heimila líka koma allt of seint?

Hvenær mótmæla Íslendingar?

Hverju mótmæla Íslendingar?

Hvað viljum við?

Ég bara spyr...


mbl.is Verktakalest skorar á þingheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur-úlfur-Ísbjörg-spilling-samspilling....The never ending story...

Tvær kannanir hafa sýnt 70% andstöðu við Icesave. Núna kemur sama niðurstaða úr fyrstu netkosningu Íslands. Það má gagnrýna skoðanakannanir fyrir lítið úrtak og því mögulega ómarktækni. Netkosningin er mjög merkileg. Allir sem áhuga höfðu á gátu smalað. Ég var viss um að Samfylkingin myndi smala öllum netfærum einstaklingum til að kjósa og ég er viss um að þau hafa gert það. Það sem kemur mér mest á óvart að þeim skyldi ekki taksat betur upp. Þessi staðreynd gerir netkosninguna mjög trúverðuga. Samtímis gefur niðurstaðan sterka vísbendingu um að Samfylkingarmenn eru upp til hópa andsnúnir Icesave, annars hefðu þeir flykkst á kjörstað.

Iðnaðarráðherra er kominn í mikið klandur. Hún er að gera samning við einn af aðalleikurum hrunsins. Sama hvaðan gott kemur er stefna Samfylkingarinnar. Í Kastljósinu í kvöld kom fram sérkennileg tengsl. Vilhjálmur Þorsteinsson er stjórnarformaður í Verne Holding, hann er líka stjórnarformaður í CCP. Að auki er hann formaður stýrihóps um orkustefnu Íslands sem Iðnaðarráherra skipaði í ágúst s.l. Stýrihópurinn á sérstaklega að kanna orkunotkun til fyrirtækja í vistvæna geiranum, eins og CCP og Verner. Ætli Vilhjálmur óski fyrst eftir skattaafslætti fyrir Verner og síðan svarar Vilhjálmur þeirri ósk játandi hjá Iðnaðarráðuneytinu. Það er klárt að Katrín er ekki starfi sínu vaxin. Þetta er spilling og pilsfaldakapítalismi. 

Það er greinilegt að Björgólfur Thor á mikið inni hjá Samfylkingunni. Þau vilja borga fyrir hann Icesave mistökin. Þau vilja gera honum mögulegt að auðgast á gagnaveri. Hluti af þeim hagnaði kemur í formi skattaafsláttar sem við borgum. Það er ekki skrítið að þessi flokkur er stundum uppnefndur "samspillingin". 


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009

Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009.

Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.

Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.

Fundurinn sem stóð í tæpar tvær klukkustundir var að sumu leyti upplýsandi og þökkum við fulltrúum AGS fyrir hann.

Eftirfarandi grundvallaratriði voru tekin fyrir. Farið var kerfisbundið í gegnum neðantalin atriði á fundinum. Lögð voru fram gögn máli okkar til stuðnings. Reynt var með öllum ráðum að fá fram skýr svör byggð á staðreyndum.

1. Að vöruskiptajöfnuður Íslands verði jákvæður um það bil 160 milljarða á ári næstu tíu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum hvernig þetta gæti orðið að veruleika.

2. Að tekjur ríkisins aukist um 50 milljarða á ári næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.

3. Að landsframleiðsla aukist næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.

4. Hversu hátt skuldaþol Íslands af vergri landsframleiðsu getur orðið? Flanagan snéri sig út úr því og gaf ekki skýrt svar.

Fyrrnefnd grundvallaratriði eru forsendur þess að áætlun AGS gangi upp. Okkar mat er að engar forsendur séu til staðar svo viðkomandi grundvallaratrið verði að raunveruleika. Af því leiðir að áætlun AGS er brostin. Flanagan tókst ekki að hnika til sannfæringu okkar. Því miður þá sjáum við ekki neina vitglóru í áætlun AGS.

Flanagan tókst ekki að hrekja gagnrýni okkar á sannfærandi hátt ‚óþægilegar spurningar leiddi hann hjá sér.

1. Vöruskiptajöfnuður.

Við bentum á að í sögulegu samhengi væru engin fordæmi fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði í þessu magni í svo langan tíma. Eini raunhæfi möguleikinn er að minnka innflutning verulega.

Flanagan taldi ekki gagnlegt að bera fortíðina saman við framtíðina. Flanagan telur fortíðina ekki í raun ekki marktæka vegna hinna miklu breytinga sem hrunið hefði í för með sér á tekjustoðum landsins. Við bentum honum á að fyrir bankabólu þá hefðum við verið með hagkerfi sem líktist því sem hann væri að lýsa, hann virtist ekki telja það eiga við. Hann taldi að kreppan myndi leiða til langvarandi jákvæðs viðskiptajöfnuðar, sem stenst ekki í sögulegu samhengi. Hann gat ekki bent á neinar áætlanir sem gætu skapað þennan vöruskiptajöfnuð. Hann ræddi ekki um minnkun á innflutningi. Hann taldi kvótakerfið koma í veg fyrir aukin útflutning á fiski í tonnum talið. Einhver óljós orð hafði hann um orkufrekan iðnað.

Niðurstaðan eftir að hafa hlustað á hann var sú að hann taldi þetta gerast, en gat ekki skýrt hvernig.

Síðar á fundinum hrökk upp úr Flanagan hvernig vöruskiptajöfnuðurinn er fenginn. Skuldir Íslands voru lagðar saman og síðan var vöruskiptajöfnuðurinn stilltur af þannig að Ísland gæti staðið í skilum. Þetta er vel þekkt aðgerð í Excel forritinu og kallast „goalseeking"

2. Tekjur ríkisins.

Flanagan nefndi auknar skatttekjur. Við bentum honum á að árið 2008 hefði verið eitt besta skattaár Íslands sögunnar. Forsendur til að afla mikilla skatta á árinu 2008 voru einstaklega hagstæðar. Þær forsendur eru brostnar að okkar mati í dag. Bankarnir hrundu, laun hafa lækkað, atvinnustarfsemi í lágmarki o.sv.fr. Hvernig við getum gert ráð fyrir að fá jafngóðar skatttekjur árið 2010 og árið 2008? Þar að auki hvernig eiga skatttekjur að aukast um 50 milljarða á hverju ári í mörg ár. Flanagan hafði ekkert svar við því. Hann gat ekki skýrt út fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu.

3. Landsframleiðslan.

Flanagan var spurður út í áætlanir þeirra varðandi vöxt landsframleiðslu, hann taldi þær varlegar. Hann var spurður út í hvernig þessar áætlanir voru gerðar, svör virðast benda til þess að þar sé um svipaða „EXCEL" aðferðafræði og í öðrum áætlunum þeirra. Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðslu þjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessu mundi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins.

4. Skuldaþol sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Var rætt nokkuð og taldi hann möguleika á að Ísland stæðist hærra skuldaþol að gefnum vissum forsendum. Sú forsenda var að eignir væru fyrir hendi, virtist í máli hans litlu skipta þó þær eignir væri ekki endilega í eigu þeirra sem skulda. Bentum við honum á að td eignir lífeyrissjóðanna væru ekki aðgengilegar, lífeyrissjóðirnir væru eignir fólksins en ekki eignir ríkis né fyrirtækja. Þessi ábending virtist skaprauna Flanagan. Hvort það er vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar fyrir honum eða þá að hann vissi að ekki væru til neinar eignir hjá lífeyrissjóðunum til ráðstöfunar upp í skuldir, var ekki ljóst. Hann taldi að erlendar eignir lífeyrissjóðanna væru gjaldeyrisskapandi, og virtist telja að sá gjaldeyrir væri til ráðstöfunar fyrir ríkið. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er óljóst.

Önnur atriði sem komu fram á fundinum:

Mjög mikil hætta á fólksflótta, Flanagan hafði áhyggjur af því. Hann telur að ekki sé hægt sé að gera mikið við því.

Flanagan sagði að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skera ekki niður norræna velferðarkerfið. Það kom fram að það væri ekki stefna AGS.

Hann taldi að gengi íslensku krónunnar myndi ekki batna næstu tíu árin. Af því leiðir að lán Íslendinga í erlendum gjaldeyri munu ekki skána neitt næstu 10 árin. Af því leiðir líka að sú kjaraskerðing sem til er kominn vegna gengisfalls er kominn til að vera. Sem gæti leitt til þess að Ísland verði láglaunaríki sem framleiði hráefni og lítt unna vöru fyrir betur stæð lönd til fullvinnslu. Svolítið svona þriðja heims dæmi...

Það er á dagskrá stjórnar AGS að koma til Íslands.

Flanagan fullyrti það að niðurstaða Icesave deilunnar væri ekki forsenda aðstoðar AGS.

Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin hafi krafist of hárra vaxta á of skömmum tíma. Flanagan hélt því fram að AGS hefði komið þar að málum og fengið þessa aðila til að stilla kröfum sínum í hóf.

Flanagan fullyrti einnig að Svíar væru í forsvari Norðulandanna þegar kemur að málefnum Íslands og að þeir hefðu sett lausn Icesave-deilunnar á oddinn sem forsendu lánafyrirgreiðslu og aðstoðar.

Flanagan fullyrti að ríkisstjórnin ákveði sjálf hvernig niðurskurði og skattahækkunum sé háttað. Einnig ákveður ríkisstjórnin sjálf hversu langan tíma hún tekur í skatta- og niðurskurðaraðgerðir.

Einnig kom fram á fundinum að ef hægt væri að hnekkja neyðarlögunum þá yrðum Íslendingar opinberlega gjaldþrota sem ríki.

Þegar Flanagan var spurður hvar áætlun AGS hefði gefist vel þá nefndi hann bara Tyrkland. Reyndar stjórnaði hann aðgerðum þar. Spurningunni er því ósvarað hvort það er Flanagan sem er svona klár eða stefna AGS.

Flananagan var spurður hvort hann myndi búa áfram á Íslandi eða ekki ef hann væri Íslendingur. Hann svarði því til að ef hann væri Íslendingur í dag og hefði kost á atvinnu erlendis myndi hann flytja.

Til skýringar er hér mynd sem sýnir áætlanir SÍ og AGS um vöruskiptajöfnuð í sögulegu samhengi síðustu tíu ára


Steingrímur tekur botnnegluna úr

Það er mjög sérkennileg staða sem ég er í. Ég hef verið sannfærður í næstum heilt ár að við séum ekki borgunarmenn fyrir skuldum ríkis og þjóðar. Þ.e.a.s að Ísland sé gjaldþrota. Sannfæring mín skópst vegna umgengi við hagfræðinga, bæði stóla og sófa, sem voru búnir að kynna sér málin í þaula. Þegar ég rýndi gögnin var málið í raun mjög einfalt. Við Íslendingar getum ekki framleitt nægjanlega til að geta staðið í skilum. Þar sem fáir ef nokkrir tóku undir með okkur fór maður að upplifa sig sem eitthvað skrítinn.

Síðan í fyrra hafa bara komið fram upplýsingar sem styðja þessa niðurstöðu, því hef ég með tímanaum orðið svolítið minna skrítinn.

Björgunarhringur Íslands er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Þar fór í verra og verður sífellt augljósara. AGS gerir ráð fyrir auknum þjóðartekjum, það er óskiljanlegt í kreppu. Tekjur ríkisins eiga að aukast um 50 milljarða á ári næstu árin samkv. AGS. Engin rökstuðningur fyrir því. Vöruskiptajöfnuður á að verða jákvæður um 160 milljarða á ári næstu árin, það er mjög sérkennilegt því jöfnuðurinn hefur verið neikvæður langflest árin frá upphafi síðustu aldar. Til að ná slíkum jöfnuði er fátt sem við getum leyft okkur að flytja inn til landsins.

Áætlun AGS er gengur ekki upp, við lestur hennar fær maður fullvissu á grun sínum að Ísland sé gjaldþrota. Það er í raun eina gagnsemi skýrslu þeirra.

Við slíkar aðstæður er öll umræðan um Icesave algjörlega galin. Við erum gjaldþrota, með Icesave erum við bara meira gjaldþrota. Steingrímur er svo hrikalega 2007, tökum lán og lifum hátt, den tid, den sorg. Sjálfsagt er björgunarbáturinn hans tilbúinn þegar við hin sökkvum í skuldadýkið.

Að taka botnnegluna úr sínum eigin bát er skrítið, því get ég nú orðið huggað mig við það að ég er ekki svo skrítinn eftir allt saman. 

http://www.hollow-hill.com/sabina/images/rats-sinking-ship.jpg


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkileg frétt á Vísi í dag.

 Tók þessa frétt af Vís.is. Hér er fjármálaráðherra Hollands sammála Íslendingum um Icesave málið, þ.e. að við eigum ekki að borga. Sjálfsagt hefur hann samt viljað kanna möguleikann að rukka Íslendinga. Ætli hann hafi ekki orðið hissa þegar Svavar og Steingrímur sögðu bara ok. 

 

"Fjármálaráðherra Hollands tekur undir það sem talin eru ein helstu rök fyrir því að Íslendingum beri ekki lagaleg skylda til að taka á sig Icesave skuldbindinguna. Í ræðu fyrr á þessu ári sagði hann að evrópska innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis fall eins banka.

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, flutti ræðu um fjármálakreppuna á ráðstefnu í mars á þessu ári en hana má finna á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Í ræðunni vék hann meðal annars að evrópska innistæðutryggingakerfinu. Í ræðunni segir orðrétt:

Evrópulönd þurfa að skoða gaumgæfilega hvernig innistæðutryggingakerfið er uppbyggt. Það var ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis við fall einstaka banka.

Svipuð túlkun kom fram í skýrslu sem franski seðlabankinn gaf út árið 2000. Þá eru þessi ummæli í takti við túlkun nokkurra íslenskra lögfræðinga á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar.

Það verður vart um það deilt að á Íslandi varð kerfishrun banka í október í fyrra.

Rök sem þessi hafa því oft heyrst áður en það sem vekur athygli er að hér er það einn helsti viðsemjandi Íslendinga sem viðurkennir meinta galla innistæðutryggingakerfisins.

Þremur mánuðum eftir þessi ummæli Wouter Bos skrifuðu hollensk stjórnvöld undir samkomulag við íslensk stjórnvöld um Icesave skuldbindinguna.

Hollenski fjármálaráðherrann tekur með ummælunum undir það sem talin eru helstu lagalegu rök Íslendinga í Icesave málinu. Samt sem áður sækist hann hart eftir því að þjóðin viðurkenni lagalega ábyrgð á innistæðunum.

Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hefur staðið yfir á Alþingi síðan í morgun og óljóst er hvenær henni líkur."


Austurvöllur kl 15 á morgun, allir að mæta og hana nú!!!!!

 Hvet alla til að mæta, sjáumst hress og baráttuglöð!!

Kæru íslendingar! Ekki gera Ekki neitt.

Í tilefni af greiðsluverkfallinu sem nú stendur yfir frá 15.nóv-10.des vilja Hagsmunasamtök heimilanna ásamt Nýja Íslandi boða til útifundar á
Austurvelli laugardaginn 28.nóv. kl. 15.

Allir eru velkomnir til að sýna samstöðu í verki.

Kjarabarátta 21. aldarinnar snýst um lánakjör, í henni er
greiðsluverkfallið vopn fólksins rétt eins og vinnuverkföllin eru vopn
verkalýðsbaráttunnar. Til þess að knýja á um breytingar þarf að
myndast öflugur þrýstingur og hann verður einungis til með samstöðu
fólksins.

Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru skýrar og framkvæmanlegar;
1. Engar afskriftir – eingöngu réttlátar leiðréttingar
2. Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við
gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar
krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.
3. Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að
verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.’08.
4. Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána
en að leysa til sín veðsetta eign.
5. Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan
5 ára og verði ekki endurvakin.
6. Gerð verði tímasett áætlun um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána
hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.

Heimilin í landinu eru engin afgangsstærð. Þau eru undirstaða
þjóðfélagsins og vissulega þess virði að berjast fyrir. Kerfið breytist ekki af sjálfu sér. Þess vegna vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja alla til að mæta á Austurvöll kl. 15 á laugardaginn og krefjast réttlætis og sanngirni í lánakjörum.

http://www.svipan.is/show_image_NpAdvHover.php?filename=/2009/11/skjaldarmerki.jpg&cat=1&pid=1737&cache=false


Norðmenn ósáttir við orð Strauss-Khan og framgöngu Norðmanna við að hjálpa Íslendingum

Margir Norðmenn eru reiðir sínum stjórnmálamönnum fyrir að styðja ekki Íslandinga. Athyglisvert er að lesa athugsemdir í norskum fjölmiðlum um svar Strauss-Khan við bréfi sem við sendum honum, nokkrir Íslendingar. Þar segir Strauss-Khan að það sé Norðurlöndum að kenna að AGS hafi ekki endurskoðað áætlun sína fyrir Ísland fyrr en núna um daginn. Töfin sé Norðurlöndunum að kenna ekki AGS. Ráðuneytisstjórinn í norska fjármálaráðuneytinu segir þetta vera ósannindi hjá Strauss-Khan, sem sagt Strauss-Khan er lygari. Norðmenn eru að vonum ekki sáttir við sitt hlutskipti.

"Det er pinlig å lese om Stoltenberg/Halvorsens svik mot vårt broderfolk
Islendingene ! Men de har jo feil kulør, ikke sant Jens/Kristin !? Hadde de
vært mørkere i huden/Muslimer så hadde det nok stillet seg annerledes!
Rød/Grønn vidrighet ! "

"Et tankekors kan det jo også være, at dersom det hadde vært Palestina som hadde vært i samme situasjon som Island, så hadde pengene vært utbetalt for lenge siden.
Uten noen krav om tilbakebetaling."

"Stoltenberg bløffer og spiller et svarteperspill for at Island skal bli mer avhengig av eu og etterhvert at Island kapitulerer og gir bort forvaltningen av sin nasjon til unionsmakten i europa. Slikt vil hjelpe Stoltebergs ønske om å legge Norge under fremmed makt(eu).
Dette er et klassisk eksempel på at det er mange måter å vise at en i den store sammenhengen er en "sviker". Ikke bare i eget land, men han sviker også andre land i skandinavia."

"I statsbudsjettet for 2010 er det foreslått å bruke over 27 MILLIARDER Kr. i bistand/uhjelp. Nå blir det vel slik at en brøkdel når frem til de som virkelig trenger det og mye havner vel i lomma på korrupte ledere i diverse land. Koranskoler i Pakistan og diverse diktaturstater og terrororganisasjoner skal vel også ha sitt i tråd med den rød/grønne politikken. Hadde Island vært ei lita øy utenfor Afrika og med et styresett i diktatorstil så hadde nok økonomisk bistand allerede vært gitt. AP og SV hever ved passende anledninger ord som solidaritet. Nåværende ledere i AP og SV er bløffmakere, det eneste dere ser ut for å prioritere er egen makt og egen vinning."

"Slik behandles ett broderfolk ! Synd for Island at de ikke har regnskog.., eller subsahara lignende tilstander. Da hadde nok milliardene drysset ned over dem, fra Jens og Co."


"Men, Island er kun ett hardt arbeidende nordisk folk, som har bygget opp et velferdsamfunn på et av verdens tøffeste og karigste steder. Europas eldste demokrati.
Nå trenger de hjelp, glem det, det får dere ikke av oss.
Jeg skammer meg."

 

 


Gunni Sig, Bjartur og hinir í Sumarhúsum fengu svar frá Strauss-Khan, á heimsíðu AGS!

Letter from IMF Managing Director to Open Civil Meetings

November 12, 2009

Open Civil Meetings
c/o Gunnar Sigurðsson
Holmgaroi 27
108 Reykjavik
Iceland

Dear Mr.Sigurðsson

Thank you for writing to me about your concerns on behalf of the group that you represent. I couldn’t agree more that the current economic crisis is the most serious challenge that Iceland has had to face in recent memory. I also agree that we all—including us here at the IMF—need to do a better job of explaining what is being done to address it. So let me offer a few reflections on the points you raise.

First, on the Icesave dispute. Resolution of this dispute has never been a condition of the IMF-supported program. The IMF is not supposed to involve itself in bilateral disputes between its member countries and did not do so in this instance. However, the Icesave dispute did indirectly affect the timing of the program’s first review since it held up needed financing from Nordic countries (for whom resolution of this dispute was a condition). I am sure you will agree that the government’s program must be internally consistent—it makes no sense to agree on a macroeconomic framework if the money is not available to finance those policies.

Second, on the more general point about Iceland’s indebtedness. The IMF and the Icelandic authorities recognized from the beginning that Iceland’s post-crisis level of indebtedness would represent a huge challenge to the country. That is why we agreed, as a key principle, that the government should not absorb creditor losses. As I am sure you are aware, investors and creditors have in fact sustained very large losses due to this crisis. Despite repeated appeals for bail outs, the government has not stepped in to shield them.

Third, regarding the origins of Iceland’s crisis. I agree that they lie in the financial sector. Banks took outsized risks, and supervision and regulation failed to rise to the challenge. Privatization did set the stage for this, but this was not a matter of following IMF policy: we did not then and do not now have any policy which requires countries to privatize banks. I want to assure you that the IMF-supported program recognizes that this tragedy cannot be allowed to repeat itself. This is the key reason why there is a focus on reforms to strengthen banking regulation and supervision.

Looking back over the last year, I am certain that the cooperation between the IMF and Iceland has been to Iceland’s benefit. The financing provided by the IMF, together with loans provided by countries within the context of the IMF-supported program, is exceptional relative to the size of Iceland’s economy. This massive assistance has helped stabilize Iceland’s exchange rate, protecting citizens who were exposed to foreign exchange and inflation-indexed debt from enormous increases in their debt service burden. It has also made it possible for the government of Iceland to run a large fiscal deficit that has cushioned the impact of the crisis on the economy. And while I realize it may not seem that way for many of Iceland’s citizens, Iceland’s economic contraction has in fact been milder than what many other countries that have been hit hard by the crisis have gone through to date.

Looking ahead, the IMF will continue to support Iceland’s efforts to extricate itself from this crisis for as long as your government requires it. Without wanting to minimize the hardship your country is going through right now, we are confident that the policies and financing now in place are in Iceland’s best interest and will continue to ease the burden of adjustment.

I regret that I will not be able to meet with your group in person, but I hope that this letter has helped clarify the IMF’s stance on some of the challenges facing Iceland. The IMF’s resident representative in Iceland, Mr. Rozwadowski, whom some of you have already met, would be happy to meet with you to further clarify the Fund’s role in Iceland.

Yours sincerely,



Dominique Strauss-Kahn
Managing Director


"Bréf til Láru"....

Við nokkur, sæmilega klikkuð, ákváðum að senda framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bréf. Við erum ekki sannfærð um að aðferð AGS til að rétta okkur við sé líkleg til árangus. Við viljum fund með Strauss-Kahn. Vonandi komum við af þeim fundi sannfærð um ágæti stefnu AGS. Vonandi er þetta bara misskílningur hjá okkur. Við óttumst þó hið gagnstæða.

Okkar áhyggjur snúast mikið um skort á greiðsluáætlun hjá þjóðarbúinu. Það sem af er á þessu ári er vöruskiptajöfnuður jákvæður um 5 milljarða á manuði. Það er met.  Það er samt allt of lítið til að standa í skilum. Hvað um það, hér er bréfið okkar á ensku;

 

 

Reykjavík, November 2nd, 2009

Mr. Dominique Strass Kahn

Managing Director

The International Monetary Fund

Washington, d.C, 20431U.S.A. 

The current economic crisis is the most serious challenge Iceland has ever faced. Iceland‘s problems are partly due to the ongoing global economic upheaval. Further reason for the depth of this crisis in Iceland, is that the banks which were privatised - in accordance with IMF policy - early this century, were much too risk-seeking.

It is reprehensible that the Icelandic government did not intervene to halt this development. Following the collapse of the banking system, the Icelandic government sought IMF assistance in October 2008.We, the signees of this letter, seriously doubt that the cooperation between Iceland and the IMF is for the benefit of the Icelandic nation.

It is becoming clear to us that the agenda of the IMF is primarily to indebt the Icelandic nation in order to protect the interests of investors. We, the Icelandic People, take on an enormous  responsibility, and it is our obligation to ensure that future generations will not be mired in debt beyond their capacity to pay. As Icelandic citizens we are entitled to clear answers to our burning questions.

Resent surveys have shown that a clear majority of the Icelandic People is against further cooperation with the IMF. A key factor here is that the IMF put the Icelandic goverment up against the wall to protect the interests of UK and Holland in the Icesave dispute. It is unacceptable that an international organization should conduct its business in such a manner, and this has seriously undermined the credibility of IMF in Iceland.

As the fundamental interests of a whole nation and our future generations are at stake, we request a meeting with you, the Managing Director of the IMF. We would like to discuss with you the economic program for Iceland and ask you to explain certain components of it. We will present careful criticism based on official data. The meeting can take place in Reykjavík, Washington or any other location of your choice. It is essential that this meeting take place as soon as possible and no later than December 15th 2009.

We, the signees of this letter, are citizens of Iceland. We are of all ages, both genders, and have different political views. After the banks collapsed last fall we organised civil meetings where government ministers and members of Parliament appeared and answered questions from the public – face to face. We believe that you, as the Managing Director of the IMF, should consider it an honour to follow in the footsteps of members of the oldest parliament in the world, Alþingi,and meet us in an open and honest discussion.

Agnar Kr. Þorsteinsson, IT technician,

Ásta Hafberg, Project Manager

Elías Pétursson, Managing Director

Einar Már Guðmundsson, Author

Gunnar Skúli Ármannsson, MD

Gunnar Sigurðsson, Artistic Director

Guðmundur Andri Skúlason, Marine Engineer

Halla Gunnarsdóttir, MA in International Relations

Haraldur L. Haraldsson, Economist

Heiða B. Heiðarsdóttir

Helga Þórðardóttir, Teacher

Herbert Sveinbjörnsson, Filmmaker

Lára Hanna Einarsdóttir, Translator and Tourist Guide

Lilja Mósesdóttir, Member of the Icelandic Parliament

Ólafur Arnarson, Author and Columnist 

Please respond to:

Open Civil Meetings

c/o Gunnar Sigurðsson 

 Hólmgarði 27

108 ReykjavíkIceland

Email: gus@mmedia.is


Bréf frá Gunnari Tómassyni um núverandi gjaldþrot Íslands.

Ágætu bloggvinir, fékk sendan tölvupóst sem Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi upp á Íslands strendur. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á að stjórnvöld hafa þverskallast við að horfast í augu við vandann og hagað sér að hætti okkar 2007.

Í þessu bréfi tjáir einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna sig um stöðu Íslands. Hann segir blákalt að við séum gjaldþrota. Þrátt fyrir að allar helstu fréttastofur landsins hafi fengið bréfið frá Gunnari s.l nótt sjá þau enga ástæðu til að fræða okkur almenning um það. Þetta kallast þöggun og stríðir gegn upplýstri umræðu sem er almenningi nauðsynleg. Hverjum gagnast þessi þöggun?

Hér er bréf Gunnars;

 

Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
„Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot.  Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól.  En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.

Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott.  Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti.  Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945.  Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.

Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.

Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa.  Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.

Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.”
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband