Færsluflokkur: Mannréttindi
2.12.2009 | 01:09
Hjarðhegðun Samfylkingarinnar
Samfylkingarmenn ætla sér núna að "kristna" þjóðina. Nú skal mikilvægi þess að komast almennilega í samband við heiminn troðið inn í hausinn á okkur. Eins og Sigmundur Ernir segir þá skulum við einangrunarsinnarnir fá að finna til tevatnsins. SER áttar sig ekki á því að allir Íslendingar eru virkilega að finna fyrir því að hafa komist í samband við umheiminn. Við erum í raun skaðbrennd eftir þau kynni. EES reglurnar leyfðu frjálst flæði fjármagns og skópu því grunninn fyrir bóluna sem sprakk í andlitið á okkur. Til að öðlast fleiri brunasár í alþjóðasamskiptum neyðumst við til að borga Icesave. Sjálfseyðingahvöt Samfylkingarmanna er með ólíkindum.
Flestir hagfræðingar eru sammála um að Ísland geti ekki staðið í skilum. Hugmynd Samfó er að nota lán AGS til að lifa af þangað til við komumst inn í ESB. Borga Visa með Euró. Síðan á gjaldþrota Ísland að verða tekið inn og á framfæri ESB. Stundum held ég að Samfylkingin haldi að hún skrifi mannkynssöguna.
Heldur Samfó að skuldunautar okkar stingi skuldabréfunum bara í tætarann þegar við erum kominn inn í ESB. Halda þau að ekki verði gengið að veðum, auðlindum okkar, þegar við getum ekki framleitt upp í skuldirnar. Halda þau að við þrælum hér í áli eða fiski meðan þau spóka sig um í Brussel. Hvers konar framfæri verður okkur boðið upp á? Mannkynsagan er full af dæmum um drottnara og þræla. Öllu sjaldgæfari eru dæmin um stjórnmálaöfl sem grátbiðja um afsal fullveldis þjóða sinna í stað ánauðar.
Það er fátækt framundan. Að trúa því að aðrar þjóðir vilji deila henni með okkur er misskilningur. Ég minnist ekki slíks. Við verðum að viðurkenna orðin hlut, við erum gjaldþrota þjóð. Við verðum að fara í greiðslustöðvun og vinna okkur gegnum kreppuna á þann hátt. Þá gerum við það á okkar eigin forsendum, við skerum niður fyrir okkur. Um það getur ríkt sátt í þjóðfélaginu.
Samfylkingarmenn halda það að vera þrælar skuldunautanna í kór, að vera þrælar í kór, kór ESB, sé hamingjan. Hér hefur tekist að framkalla hjarðhegðun sem á sér fá fordæmi. Eingöngu í þeim tilgangi að lánadrottnum sé fullnægt. Svo segja menn að ekkert sé líkt með Icesave eða inngöngu í ESB. Það hefur hingað til ekki verið mikill munur á kúk eða skít.
28.11.2009 | 22:29
Stórmerkileg frétt á Vísi í dag.
Tók þessa frétt af Vís.is. Hér er fjármálaráðherra Hollands sammála Íslendingum um Icesave málið, þ.e. að við eigum ekki að borga. Sjálfsagt hefur hann samt viljað kanna möguleikann að rukka Íslendinga. Ætli hann hafi ekki orðið hissa þegar Svavar og Steingrímur sögðu bara ok.
"Fjármálaráðherra Hollands tekur undir það sem talin eru ein helstu rök fyrir því að Íslendingum beri ekki lagaleg skylda til að taka á sig Icesave skuldbindinguna. Í ræðu fyrr á þessu ári sagði hann að evrópska innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis fall eins banka.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, flutti ræðu um fjármálakreppuna á ráðstefnu í mars á þessu ári en hana má finna á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Í ræðunni vék hann meðal annars að evrópska innistæðutryggingakerfinu. Í ræðunni segir orðrétt:
Evrópulönd þurfa að skoða gaumgæfilega hvernig innistæðutryggingakerfið er uppbyggt. Það var ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis við fall einstaka banka.
Svipuð túlkun kom fram í skýrslu sem franski seðlabankinn gaf út árið 2000. Þá eru þessi ummæli í takti við túlkun nokkurra íslenskra lögfræðinga á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar.
Það verður vart um það deilt að á Íslandi varð kerfishrun banka í október í fyrra.
Rök sem þessi hafa því oft heyrst áður en það sem vekur athygli er að hér er það einn helsti viðsemjandi Íslendinga sem viðurkennir meinta galla innistæðutryggingakerfisins.
Þremur mánuðum eftir þessi ummæli Wouter Bos skrifuðu hollensk stjórnvöld undir samkomulag við íslensk stjórnvöld um Icesave skuldbindinguna.
Hollenski fjármálaráðherrann tekur með ummælunum undir það sem talin eru helstu lagalegu rök Íslendinga í Icesave málinu. Samt sem áður sækist hann hart eftir því að þjóðin viðurkenni lagalega ábyrgð á innistæðunum.
Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hefur staðið yfir á Alþingi síðan í morgun og óljóst er hvenær henni líkur."
28.11.2009 | 02:09
Óttinn og Samfylkingin
Það er mjög sérstakt að VinstriGrænir ætla að samþykkja Icesave. Það er í raun andstætt stefnu þeirra. Icesave færir okkur nær ESB aðild og það er andstætt stefnu VG. Því kemur það ekki á óvart að sumir í þeim flokki setji spurningamerki við Icesave. Samfylkingamenn styðja Icesave vegna þess að það færir okkur nær ESB. Því fellur það vel að stefnu Samfylkingarinnar að Íslendingar gangist við skuldum óreiðumanna. Það vaknar sú spurning hvort óreiðumenn séu vinir Samfylkingarinnar. Ekki eru Samfylkingarmenn vinir íslensku þjóðarinnar sem þau vilja að borgi skuldir óreiðumannanna, vina sinna, eða hvað?
Sannfæring Samfylkingarmanna fyrir Icesave helgast ekki bara á ást þeirra á ESB og óreiðumönnum. Einnig er sá mikli ótti að ef Icesave fellur á þingi þá standa þau þar með allt niðrum sig. Völd Samfylkingarinnar helgast af ótta VG að stjórnin falli. Ef Icesave verður fellt af VG, þá situr Samfylkingin úti í horni, valdalaus, eins og nemandi í skammarkróknum. Samfylkingin situr þá uppi með skömmina að hafa verið handlangarar Evrópuvaldsins og lánadrottnanna. Aðrir þingmenn munu þá taka höndum saman við að verja land og þjóð.
Hvar Steingrímur karlinn passar inn í þessa mynd er vandséð. Honum hefur að minnsta kosti tekist að koma flokkssystkinum sínum út í forarpytt, þannig að þeim verkjar illilega í sálina. Honum virðist þó vel líka ástandið. Hann passar þess vegna ekki vel inn í grasrót VG. Aftur á móti finnst honum hann passa vel í ráðherrastólinn sinn.
Óttinn ræður ríkjum. Óttinn við að vinstri stjórnin falli og því skal Icesave samþykkt. Þessi ótti þaggar niður í mörgum. Óttinn við að missa vinnuna heldur enn öðrum á mottunni. Óttinn við að Samfylkingin nátti hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera límið. Ég óttast Samfylkinguna af þeirri ástæðu að ef hún er tekin út úr jöfnunni þá verður lausnin einfaldari.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2009 | 23:06
Austurvöllur kl 15 á morgun, allir að mæta og hana nú!!!!!
Hvet alla til að mæta, sjáumst hress og baráttuglöð!!
Kæru íslendingar! Ekki gera Ekki neitt.
Í tilefni af greiðsluverkfallinu sem nú stendur yfir frá 15.nóv-10.des vilja Hagsmunasamtök heimilanna ásamt Nýja Íslandi boða til útifundar á
Austurvelli laugardaginn 28.nóv. kl. 15.
Allir eru velkomnir til að sýna samstöðu í verki.
Kjarabarátta 21. aldarinnar snýst um lánakjör, í henni er
greiðsluverkfallið vopn fólksins rétt eins og vinnuverkföllin eru vopn
verkalýðsbaráttunnar. Til þess að knýja á um breytingar þarf að
myndast öflugur þrýstingur og hann verður einungis til með samstöðu
fólksins.
Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru skýrar og framkvæmanlegar;
1. Engar afskriftir eingöngu réttlátar leiðréttingar
2. Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við
gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar
krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.
3. Verðtryggð húsnæðislán leiðréttist þannig að
verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1.1.08.
4. Lög um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána
en að leysa til sín veðsetta eign.
5. Lög um að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan
5 ára og verði ekki endurvakin.
6. Gerð verði tímasett áætlun um AFNÁM VERÐTRYGGINGAR lána
hið fyrsta og vaxtaokur verði aflagt.
Heimilin í landinu eru engin afgangsstærð. Þau eru undirstaða
þjóðfélagsins og vissulega þess virði að berjast fyrir. Kerfið breytist ekki af sjálfu sér. Þess vegna vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja alla til að mæta á Austurvöll kl. 15 á laugardaginn og krefjast réttlætis og sanngirni í lánakjörum.
19.11.2009 | 23:19
Skúbb-Norska lánið ekki háð Icesave!
Utanríkisráðherra Noregs segir Íslendinga ekki þurfa að samþykkja Icesave til að fá lán frá Noregi.
Í fyrirspurnartíma í Stortinget í Noregi í dag segir utanríkisráðherra Noregs að lán Noregs í AGS pakkanum séu Íslendingum til reiðu núna, þar sem endurskoðun AGS sé lokið. Því sé það á valdi Íslendinga að nýta sér lánið, og þá strax ef það hentar. Mikilvægast af öllu, án nokkurrar tengingar eða hótunar um hvort Icesave sé samþykkt eða ekki.
Hér fylgir með orðaskiptin í norska þingin í dag:
In the Stortinget today, following ble said from Peter N. Myhre, member of Fremskrittspartiet:
Island er rammet av en bankkrise som ikke helt og fullt har sammenheng med den internasjonale, verdensomspennende finanskrisen. Islands sammenbrudd ville nok ha kommet uansett. Det er stor oppmerksomhet rundt de nordiske landenes hjelp til Island. Utenriksministeren sa i sin redegjørelse tirsdag, at de nordiske landene i år har underskrevet og jeg gjentar underskrevet låneavtaler med Island for et samlet lånebeløp på ca. 1,8 milliarder euro, hvorav den norske andelen er 480 mill. euro.
Men det hersker uklarhet om hvordan denne låneavtalen er blitt håndtert fra norsk side. Gjennom media har vi forstått det slik at lånene ikke blir utbetalt før det er gitt et slags klarsignal fra Det internasjonale valutafondet (IMF). Forutsetningen for utbetalingen skulle være at den islandske staten skulle påta seg ansvaret for britiske og nederlandske kunders tap på kundeforhold i islandske banker. Først da skulle den såkalte Icesave-avtalen tre i kraft. Og mandag denne uken kom det ifølge ABC Nyheter meldinger om at den islandske sentralbanken derfor fremdeles ikke har mottatt pengene fra Norge.
Men samtidig kom det klar beskjed fra direktøren i IMF, Dominique Strauss-Kahn, om at det ikke var nødvendig med en slik ansvarsovertakelse. Han opplyste at IMF allerede har utbetalt sin del av kriselånspakken, som skal bestå av de nordiske landenes bidrag og IMFs bidrag.
Dette skaper uklarhet. Når statssekretæren i finansdepartementet, Roger Schjerva, i går antydet at Strauss-Kahn tar feil, gjør ikke det situasjonen noe enklere. Det vil derfor være betryggende om utenriksministeren kunne benytte den anledningen han har her i dag til å klargjøre følgende: Har Norge utbetalt sin del av kriselånet til Island? I tilfelle dette ikke er gjort, hvorfor ikke? Og hvilken rolle har IMF spilt i denne forbindelse?
Foreign minister Jonas Gahr Støre (Arbeiderpartiet) answered:
Når det gjelder Island og nordiske lån, kan jeg si til representanten Myhre at det er nå tilgjengelig for Island å trekke på norske lån. Det har vært slik for de nordiske landene at vi har stilt en vesentlig ressurs til disposisjon, med lengre nedbetalingstid enn det som er IMF-reglene. Men det hele var skrudd sammen slik at dette ble gjort tilgjengelig når IMF kunne ta sitt vedtak. Brevet fra IMFs leder, Strauss-Kahn, kan man tolke begge veier: Er det slik at den ene har holdt igjen den andre? Men realiteten er at denne pakken til Island var klar da IMF hadde behandlet den på sitt styremøte. Det skjedde 28. oktober, og da ligger det til rette for det.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
27.10.2009 | 21:25
Bréf frá Gunnari Tómassyni um núverandi gjaldþrot Íslands.
Ágætu bloggvinir, fékk sendan tölvupóst sem Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi upp á Íslands strendur. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á að stjórnvöld hafa þverskallast við að horfast í augu við vandann og hagað sér að hætti okkar 2007.
Í þessu bréfi tjáir einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna sig um stöðu Íslands. Hann segir blákalt að við séum gjaldþrota. Þrátt fyrir að allar helstu fréttastofur landsins hafi fengið bréfið frá Gunnari s.l nótt sjá þau enga ástæðu til að fræða okkur almenning um það. Þetta kallast þöggun og stríðir gegn upplýstri umræðu sem er almenningi nauðsynleg. Hverjum gagnast þessi þöggun?
Hér er bréf Gunnars;
Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.
Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott. Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti. Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945. Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.
Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.
Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa. Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.
Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
25.10.2009 | 22:35
AGS og sjálfstæði íslenskrar þjóðar
Það hríslast um mann ónot.
Stöðuleikasáttmálinn er ekki að fæðast og Jóhanna boðar meiri niðurskurð og hækkanir skatta. Sagt er að þeir sem munu hagnast mest á nýjum lögum félagsmálaráðherra séu útrásavíkingarnir. Einhver talar um að leysa megi gjaldþrot án aðkomu dómstóla með nýjum lögum. Össur svara öllum ESB spurningunum fyrir okkur og sendir til Brussel. Allt fer eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslandi. Þessa dagana eru þeir í Wasinthon að skrifa fyrir okkur nýtt prógramm sem verður mun strangara en það gamla, vegna þess að við erum búin að kyngja Icesave.
Icesave, ESB og AGS sinna þörfum fjármagnseigenda. Íslensk alþýða skal borga og blæða. Þetta er innrás. Ekki vegna aðferðanna við innrásina því við hefðum frekar búist við venjulegum hermönnum. Miklu frekar munu afleiðingarnar vera keimlíkar hefðbundinni innrás. Við lok innrásarinnar mun íslensk þjóð hafa glatað sjálfstæði sínu. Þjóðin mun glata sjálfstæði sínu vegna gríðarlegra skulda. Skulda sem munu taka megnið af fjárlögum okkar til að endurgreiða. Mjög lítið ef nokkuð verður eftir til velferðamála.
Þjóðin er sundruð. Hluti hennar heldur að himnaríki sé í Brussel. Þau fórna öllu til að komast í eilífa sælu. Þeim er í raun vorkunn. Eru þessir friðelskandi bændabörn reiðubúin til að munstra sig í samevrópskan her og berja á einhverjum sem hafa sjálfstæða skoðun. Sennilega ekki því þeim dreymir sennilega frekar um leðurklædda skrifstofustóla. Síðan eru allir sérhagsmunahóparnir sem sundra þjóðinni.
Hvernig væri nú að þjóðin vakni og standi saman. Við getum ekkert verið að rífast um pólitík né sérhagsmuni fyrr en AGS er komin af landi brott.
23.10.2009 | 22:53
Skuldasúpan
20.10.2009 | 17:01
Ekki segir Seðlabankinn ósatt?
Það vill enginn í stjórnsýslunni kannast við að skuldastaða þjóðarbúsins sé slæm. Ráðherra viðskipta kemur fram og segir að áhyggjur séu ekki á rökum reistar. Ef farið er á vef Seðlabankans og inn á hagtölur eru þar athyglisverða upplýsingar. Þar finnst tafla sem heitir Greiðslujöfnuður við útlönd. Þar er fram kominn nýr dálkur, hann birtist núna nýlega og kallast vanskil. Vanskil á vöxtum og afborgunum hefur verið að aukast allt þetta ár. Um mitt þetta ár eru vanskil 386 milljarðar. Í hagtölum Seðlabankans er önnur tafla sem heitir erlend staða þjóðarbúsins . Þar er einnig kominn fram nýr dálkur frá síðustu áramótum. Sá heitir fjármögnun vanskila og eru bara vanskil. Þar er talan 1000 milljarðar og hefur hækkað hratt frá áramótum.
Ef Seðlabankinn er farinn að gera grein fyrir vanskilum þjóðarinnar og það er ný starfsemi hjá Seðlabankanum þá er ekki nema að fólk bregði.
Gunnar Tómasson ræðir þessi mál af mikilli yfirvegun og þekkingu. Greinilegt er af viðbrögðunum að ummæli hans eru hættuleg og því að öllum líkindum rétt. Hann bendir á að ekki sé til nein greiðsluáætlun hjá hinu opinbera hvernig eigi að nýta þann litla gjaldeyri sem þjóðin aflar til greiðslu á erlendum skuldum okkar. Því er ekki hægt að horfast í augu við raunverulegan vanda. Við óttumst að þjóðin geti lent í vanskilum. Að mótmæla því án gagna er áróður og því illa til þess fallinn að draga úr kvíða okkar.
19.10.2009 | 00:57
Liðhlauparnir á Alþingi
Staðan fyrir íslenskt fullveldið er ískyggileg í dag en ekki vonlaus. Samfylkingin er reiðubúin að ganga í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum ef VG eru ekki hlýðnir. S og S eru tilbúin að fórna Landsvirkjun í gin lánadrottna. Landsvirkjun tók kúlulán sem er að falla á gjalddaga og það er ekki til peningur til að borga það lán. VG eru í þeirri stöðu að kljúfa stjórnina eða kyngja Jóhönnu á þeim rökstuðningi að það sé skárra en S og S stjórn.
Samtímis vita allir að við erum ekki borgunarmenn fyrir öllum þeim skuldum sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. Sjálfstæðismenn vilja selja auðlindir vorar upp í skuldir. Samfylkingin vill það líka og þar að auki ganga í ESB til að verða gólftuska lánadrottnaranna. Klofningurinn í VG vonast til að við setjum punkt við frekari lántökur, framleiðum okkur úr vitleysunni, eigum auðlindirnar og borðum slátur á meðan. Steingrími finnst það greinilega ekki nógu fínt fyrir sig.
Það er algjörlega augljóst að þeir 63 þingmenn sem sitja núna á Alþingi Íslands eru algjörlega ófærir um að leysa þau vandamál sem steðja að þjóð okkar. Þeim er fyrirmunað að varðveita fullveldi lítillar þjóðar. Við slíkar aðstæður verður að gera byltingu. Annað hvort förum við sem getum og skiljum hina eftir í skítnum eða við stöndum saman og berjumst.
Krefjumst greiðslustöðvunar á lánum sem ógna fullveldi okkar. Semjum, okkur til hagsbóta. Öflum, spörum og stöndum í lappirnar-vér mótmælum öll-fyrir börnin okkar.