Færsluflokkur: Mannréttindi
10.4.2009 | 23:02
DRAUMALANDIÐ.
Þessi kvikmynd er frábær. Hún virkilega hristir upp í manni. Það er ekki laust við að manni finnist íslensk þjóð hafi verið plötuð. Að sjálfsögðu með aðstoð að innan-alltaf þessir Trójuhestar að eyðileggja vel heppnað drama þannig að það fær rússneskan enda.
Andri Snær á heiður skilin fyrir frábært framtak. Myndin fær mann virkilega til að hugsa meira heilstætt um þessi mál. Áróður peningaaflanna er mikill og yfirgnæfir öll mótrök. Hraði og tímaleysi samfélagsins kemur í veg fyrir að fólk geti myndað sér skoðun að vel athuguðu máli. Ef allir hefðu 2 klst á dag bara til að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum væri margt öðru vísi i dag.
9.4.2009 | 20:44
Hvaða flokkur gagnast mér?
Sjálfstæðisflokkurinn er vinsæll flokkur. Um það bil fjórði til fimmti hver Íslendingur kýs Sjálfstæðisflokkinn. Því ætti hann að hafa gert mörgum margt gott. Sjálfstæðisflokkurinn tók réttin til að veiða fiskinn frá fólkinu og færði þann rétt á silfurfati til fárra. Þeir leyfðu síðan mönnum að veðsetja óveiddan fisk. Þeir seldu bankana sem við áttum til örfárra manna-vina sinna. Þeir hafa endurtekið reynt að koma auðlindum okkar í einkaeigu. Þrátt fyrir greiðslur í sjóði sína frá hagsmunaaðilum hefur það ekki tekist enn. En áfram skal haldið. Helstu kosningaloforð Sjálfstæðismanna núna er að koma sem mestri orku fyrir kattarnef, helst í formi álbræðslu. Þeir gáfu fiskinn, síðan bankana, næst er það orkan.
Sjálfstæðisflokkurinn jók skatta á venjulega launamenn. Hann minnkaði eignaskatt. Hann tók af hátekjuskatt. Hann lækkaði skatt á fyrirtækjum. Hann lækkaði skatt af arði.
Það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gagnast best þeim tekjuhærri, stóreignamönnum og þeim sem meira mega sín í þjóðfélagi okkar. Það er vel hugsanlegt að fyrrnefndur hópur sé um fjórðungur þjóðarinnar, en ég dreg það stórlega í efa. Aðallega vegna þess að ég þekki svo marga sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn en hafa ekkert gagn af því. Ég tel það brýnt hagsmunamál að hinn almenni kjósandi geri virkilega "kost benifit analýsu" á því hvað hagnast honum best að kjósa.
7.4.2009 | 19:34
Búsáhaldabylting númer tvö??
3.4.2009 | 18:49
HVER OG HVER OG VILL OG VERÐUR?
HVER OG HVER OG VILL OG VERÐUR?
Vorið 1961, snemma morguns, opnaði hjúkrunarfræðingur hurðina á 6 manna stofunni sem afi minn svaf í ásamt fimm öðrum. Hann hafði verið lagður inn á Landspítalann í Reykjavík með kransæðastíflu þremur dögum áður. 1961 fengu sjúklingar morfín við verkjum og húsaskjól, ekki mikið meira. Því var það eðlilegt í þá daga að sjúklingar með bráða kransæðastíflu svæfu eftirlitslausir á 6 manna stofum Landspítalans. Því var það einnig eðlilegt að einhver væri látinn að morgni sem hafði gengið til náða kvöldið áður lifandi. Þennan maí morgun var afi látinn, eðlilegasti hlutur í heimi, 55 ára gamall. Meðalaldur þeirra sem eru endurlífgaðir í dag eru 57 ára.
1961 voru ekki til sérstakar hjartadeildir með þráðlausum búnaði sem fylgist með lífsmörkum sjúklinganna. Ekki voru til lyf sem bætt geta ástand sjúklinganna. Ekki til hjartaþræðing, ekki til kunnátta í endurlífgun, ekki til gjörgæsla. Ekki til hámenntað og þrautþjálfað starfsfólk. Því má fullyrða að hver einstaklingur sem lifði af kransæðastíflu árið 1961 hafi kostað Landspítalann margfalt minna en í dag. Því væri það hreint rekstralega séð mun hagstæðara að hverfa aftur til baka og taka upp þá einföldu meðferð sem var í boði 1961. Þrátt fyrir augljósan rekstrarlegan hagnað vill enginn hverfa til gömlu tímanna. Munurinn á árangri þá og nú er svo augljós að ekki þarf að ræða málið.
Fyrirhugað er að loka bráðamótöku Landspítalans við Hringbraut. Allir bráðasjúklingar fari fyrst inn í Fossvog. Ef þar kemur í ljós að þú sért með bráða kransæðastíflu þá verður þú fluttur niðrá Hringbraut. Þar er öll aðstaða til að sinna hjartasjúklingum og ekki er hægt að flytja þá vinnuaðstöðu þaðan. Í dag koma hjartasjúklingar beint á Hringbrautina. Þar með er komin auka stoppistöð og auka flutningur fyrir hjartasjúklinginn ef þeir eiga að millilenda fyrst í Fossvoginum. Að skilja að greiningu og meðferð á bráðri kransæðastíflu í einu bæjarfélagi er nýmæli. Að greina kransæðastífluna í Fossvogi og meðhöndla sömu kransæðastíflu síðan á Hringbraut er ekki eingöngu nýmæli heldur afturhvarf til fortíðar.
Það hafa ekki komið fram nein gögn sem benda til þess að þetta nýja fyrirkomulag sé jafn gott eða betra fyrir sjúklingana. Aftur á móti sýna margar erlendar rannsóknir að þetta fyrirkomulag sem fyrirhugað er gefur af sér lakari árangur en það fyrirkomulag sem er núna til staðar. Við vitum í dag að meðferðin á Hringbraut er ein sú besta í heimi. Meginástæðan er að öll þjónusta er á einum stað. Lakari árangur hefur í för með sér að færri mannslífum er bjargað. Verri heilsu því margir munu koma seinna í hjartaþræðingu en nú og hver mínúta skiptir máli. Allt þetta leiðir á endanum til aukins kostnaðar. Hvati þessara breytinga er sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Ég tel þessa sparnaðarráðstöfun mjög misráðna og hvet þá sem aðhyllast hana að nema staðar og hugsa sig vel um.
2.4.2009 | 22:56
Baráttan við Chicago heilkennið.
G20 hópurinn ákvað mikla styrki til að stytta kreppuna. Um er að ræða ríkisstyrki. Þar að auki mjög hert eftirlit með öllu misjöfnu í viðskiptum. Aflétta bankaleynd og opna skattaskjól auðmanna. Sem sagt ríkisafskipti. Sumir segja að hér sé komið að endalokum frjálshyggjunnar. Frjálshyggjumenn mótmæla því og réttilega. Sannir frjálshyggjumenn bera ábyrgð á gjörðum sínum og miða fjárfestingar sínar við að geta staðið í skilum. Þ.e.ábyrgð í viðskiptum. Því fara þeir niður með sínum fyrirtækjum. Það er svolítið öðruvísi hér á landi.
Því er mjög athyglisvert að lesa pistil Styrmis á AMX í dag. Ég gerist svo ósvífinn að afrita hluta af honum hér því það er margt vel ritað hér annað en zetan.
Um síðustu aldamót hóf Morgunblaðið í ritstjóratíð okkar Matthíasar Johannessen mikla baráttu fyrir því, að böndum yrði komið á stórar fyrirtækjasamsteypur, sem þá voru að verða til með löggjöf til þess að koma í veg fyrir að þær gætu eignazt Ísland allt. Við töluðum fyrir daufum eyrum. Þrátt fyrir ítrekuð skrif í langan tíma urðu viðbrögð nánast engin.
Slík löggjöf hefur aldrei verið vinsæl hjá þeim, sem starfa á vettvangi viðskiptalífsins. Í ljósi sterkra áhrifa þess innan Sjálfstæðisflokksins áttum við ekki von á miklum stuðningi þaðan. Hins vegar átti ég persónuleg samtöl við forystumenn Samfylkingar á þeirri tíð og benti á, að stuðningur þess flokks við þennan málflutning mundi skipta máli. Þann stuðning var ekki að fá og ég hef aldrei skilið og mun aldrei skilja hvers vegna.
Það er hins vegar ljóst, að ströng löggjöf, sem útilokar að nýjar fyrirtækjasamsteypur, sem leggi undir sig allar eignir, sem máli skipta á Íslandi, verði til og sterk löggjöf, sem setur bankakerfinu ákveðinn starfsramma áður en einkavæðing þess hefst á ný er alger forsenda fyrir því, að nýtt Ísland geti risið á rústum þess gamla.
Styrmir trúir örugglega á heilbrigða samkeppni en ekki einokun. Í skjóli þess valds sem ritstjóri stærsta dagblaðs landsins hafði reyndi hann að koma böndum á einokunarverslun á Íslandi. Ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar aðhylltust frekar einokun. Að minnsta kosti fékk hann ekki stuðning þaðan. Skýringin sem Styrmir vill ekki trúa er Chicago heilkennið.
Sjálfsagt er rétt hjá Styrmi að haftastefna vinstri mann muni setja einstaklingsframtakinu þröngar skorður. Sama má segja um Chicago einokunina. Sú stefna hefur kæft allt einstaklingsframtak í fæðingu. Á þetta heilkenni vill Styrmir koma böndum.Hann telur stranga löggjöf sem setur mönnum lífsreglurnar forsendu þess að hér rísi lífvænlegt samfélag manna.
Það sem er að valda mér heilabrotum er; að framansögðu getur það varla talist líklegt að Styrmir muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn því að sögn Styrmis er honum stjórnað af einokunarsinnum. Viðskiptaráð Íslands hefur haft sitt í gegn með hjálp Sjálfstæðisflokksins. Því get ég ekki verið annað en sáttur við að hafa mann eins og Styrmi við hlið mér í baráttunni gegn Sjálfstæðisflokknum.
1,1 billjón dala í aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2009 | 22:02
Veruleikafirring Sjálfstæðisflokksins.
Á Alþingi Íslendinga er lítið frumvarp sem er 5 greinar og varla ein A4 síða. Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi. Sjálfstæðismenn eru arfavitlausir og hafa uppi málþóf. Í frumvarpinu er rætt um að við Íslendingar eigum okkar eigin auðlindir. Við eigum að nýta þær á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Síðan er rætt um rétt þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess stofnun Stjórnlagaþings sem semur nýja stjórnarskrá.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að við eigum okkar auðlindir. Hann vill að útvaldir gæðingar geti auðgast á þjóðareign okkar. Afleiðing þessa er að Íslendingar verða leiguliðar í eigin landi.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslur né Stjórnlagaþing. Hann hefur setið að völdum í 18 ár og vill engar breytingar á því. Hann vill halda áfram að stjórna og stýra landi voru. Hann er valdasjúkur-fíkill.
Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á bankahruninu sem varð í október 2008. Hann hleypti út King Kong og kallaði það frelsi einstaklingsins. Hann gaf fiskikvótann sem menn síðan veðsettu. Þeir fjármunir settu rúllettuna í gang. The rest is history. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þá firringu sem á sér stað innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir röfla og rífast eins og fortíðin komi þeim ekki við. Þeir fara á Landsþing og Dabbi dópar liðið. Það er ekkert innsæi, engin ábyrgðarkennd algjör veruleikafirring bara ég um mig frá mér til mín. Vonandi vaknar þjóðin fyrir 25 apríl og áttar sig á orsökum og afleiðingum tilverunnar.
1.4.2009 | 00:11
Frjálslyndir og Búsáhaldabyltingin.
Davíð Oddson er greinilega einn vinsælasti uppistandari landsins. Fátt er meira rætt en krossfesting hans. Allir bíða núna eftir upprisu hans. Mjög spennandi verður að fylgjast með þegar söfnuðurinn fyllist heilögum anda og fer að tala tungum. Látum þetta duga og snúum okkur að alvörunni.
Kosningabaráttan er að fara á fulla ferð þessa dagana. Frjálslyndi Flokkurinn hefur misst tvo þingmenn. Ýmsir hafa hætt í flokknum en á sama tíma hafa margir skráð sig í flokkinn. Summan er um það bil plús mínus núll. Ekki er um mikinn veraldlegan auð að ræða í kistum flokksins en þeim mun meiri andlegur. Nú höfum við á að skipa presti og goða, ekki slæmt.
Búsáhaldabyltingin er merkilegt fyrirbæri fyrir marga hluti. Við sem höfum aðhyllst stefnu Frjálslynda flokksins könnuðumst vel við margar kröfurnar sem komu fram þar. Gegnsæi og opin stjórnsýsla er gamalt baráttumál Frjálslyndra. Sama má segja um kvótamálið og þá spillingu sem það olli. Í málefnahandbók Frjálslyndra fyrir síðustu kosningar er stórlega varað við skuldsetningu þjóðarinnar. Einnig að auka áhrif Alþingis og hefur lýst sig andsnúinn ráðherravaldi, vill meðal annars að ráðherrar séu ekki þingmenn. Því hljómaði Búsáhaldabyltingin á margan hátt eins og stefnuskrá Frjálslynda flokksins.
29.3.2009 | 00:25
Dabbi, Darwin og aðrir Sjálfstæðismenn.
24.3.2009 | 22:12
Aðgerðin tókst en sjúklingurinn dó.
Þar sem ég er læknir þekki ég til ýmissa ósiða sem fylgja starfinu. Sjálfsagt hafa ýmsir sem legið hafa inn á sjúkrahúsum upplifað þegar starfsfólkið talar yfir sjúklinginn um hann og batahorfur hans. Sjúklingurinn liggur flatur í rúminu og reynir að fylgjast með flókinni umræðu og skilja hana. Hann veit að þau eru að tala um sig en þau tala ekki við sig. Að lokum snýr doksi sér að sjúklingnum með flugfreyjubrosi og segir hughreystandi, þetta verður örugglega allt í þessu fína. Bætir jafnvel við,, vinurinn..Til allrar guðs lukku höfum við aðeins þroskast og erum byrjuð að fatta að sjúklingar eru fólk.
Ég held að atvinnulausum á Íslandi líði eins. Það eru allir spekingarnir sem tala kross og kruss í öllum fjölmiðlum, einhverja óskiljanlega latínu sem hinn atvinnulausi reynir að skilja. Þeir segja, við erum búin að skera upp kerfið og hreinsa ósóman út?? Hverju skiptir það hvort einhver ósómi sé kominn út í hafsauga eða ei-fæ ég vinnu já eða nei. Verðbólgan er að lækka-hitinn er að lækka. Lifi ég eða dey-fæ ég vinnu, já eða nei.
Ég held að í öllu írafárinu hafi sjúklingurinn-hinn atvinnulausi ekki bara gleymst heldur steingleymst. Því verður að breyta. Það er slæmt að vera dissaður á banabeðinu, þ.e. vera sá síðasti sem vissi að maður væri að hrökkva upp af.
18.3.2009 | 21:49