Aðgerðin tókst en sjúklingurinn dó.

Þar sem ég er læknir þekki ég til ýmissa ósiða sem fylgja starfinu. Sjálfsagt hafa ýmsir sem legið hafa inn á sjúkrahúsum upplifað þegar starfsfólkið talar yfir sjúklinginn um hann og batahorfur hans. Sjúklingurinn liggur flatur í rúminu og reynir að fylgjast með flókinni umræðu og skilja hana. Hann veit að þau eru að tala um sig en þau tala ekki við sig. Að lokum snýr doksi sér að sjúklingnum með flugfreyjubrosi og segir hughreystandi, þetta verður örugglega allt í þessu fína. Bætir jafnvel við,, vinurinn..Til allrar guðs lukku höfum við aðeins þroskast og erum byrjuð að fatta að sjúklingar eru fólk.

Ég held að atvinnulausum á Íslandi líði eins. Það eru allir spekingarnir sem tala kross og kruss í öllum fjölmiðlum, einhverja óskiljanlega latínu sem hinn atvinnulausi reynir að skilja. Þeir segja, við erum búin að skera upp kerfið og hreinsa ósóman út?? Hverju skiptir það hvort einhver ósómi sé kominn út í hafsauga eða ei-fæ ég vinnu já eða nei. Verðbólgan er að lækka-hitinn er að lækka. Lifi ég eða dey-fæ ég vinnu, já eða nei. 

Ég held að í öllu írafárinu hafi sjúklingurinn-hinn atvinnulausi ekki bara gleymst heldur steingleymst. Því verður að breyta. Það er slæmt að vera dissaður á banabeðinu, þ.e. vera sá síðasti sem vissi að maður væri að hrökkva upp af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: doddý

.. algjörlega sammála þér (vinur).kv d

doddý, 25.3.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott pæling.

Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir með henni Jónu Kolbrúnu: Heyr, HEYR.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband