Færsluflokkur: Ferðalög

Í víking til Noregs...

Þetta er búið að vera sérkennilegur dagur í dag. Ég, Bjarni og Einar Már fórum til Noregs í dag, nánar tiltekið til Óslóar. Við erum hér í boði attac samtakanna í Noregi. Fulltrúum þess finnst að norsk stjórnvöld standi sig illa gagnvart Íslandi. Þeim finnst að Noregur eigi að vera sjálfstæðari og þora að taka af skarið til að hjálpa okkur.

Það var sérstakur opinn fundur-seminar-um stöðu Íslands og möguleika þess að losna við AGS með aðstoð Norðmanna. Við Einar fluttum málstað Íslands og gekk það vel. Fundarmenn voru lang flestir á bandi Íslands og vildu að Norðmenn tækju til hendinni. Þingmaður Social demokrata í Noregi hafði mestar áhyggjur af alþjóðasamfélaginu en ekki Íslandi og skar sig þar með úr hópnum, eins og Samfylkingarmenn gera á Íslandi.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum:

IMG 3053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 3050

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Norskur almenningur skilur sjónarmið Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flanagan flóttamaður

Það er mjög sérkennilegt að blogga um frétt sem maður er sjálfur í viðtali í. Sjálfsagt er maður orðinn létt geggjaður. Blogg er aðferð til að ausa hugrenningum sínum yfir náungann, á því byggi ég bíræfni mína.

Sem sagt, ég átti fund með Flanagan í dag. Hann bauð okkur því við skrifuðum bréf til sjóðsstjórans í Washington, Strauss-Kahn. Flanagan var ósköp almennilegur en undir býr harður nagli, það var augljóst.

Ég var að velta fyrir mér kost-benifit analýsu þeirra með þessum fundi. Þeir leggja töluvert á sig til að þóknast okkur Þeir vilja ekkert vesen. Mjög sennilega hafa þeir þurft að svara fyrir sjóðinn í öðrum löndum. Þetta er hluti af vinnunni þeirra.

Ég fékk samt á tilfinninguna að meðan allt logar ekki í óeirðum á Íslandi stjórna þeir. Þeir virtust ekki hafa stórar áhyggjur af því sem þeir segja við okkur, þeir virtust nánast geta kjaftað frá öllu án áhættu um að þeir missi völdin. Það virtist sem vilji ríkisstjórnarinnar væri aukaatriði. Þeir reyndu að sjálfsögðu að láta hlutina ekki líta þannig út. Öllum má þó ljóst vera að ríkisstjórnin dansar eftir þeim. Ríkisstjórnin stuðlar að þöggun í samfélaginu um þessi kjarnaatriði sem við ræddum við Flanagan. Þess vegna er hún framlengdur armur Flanagans. Þingmenn sem styðja ríkisstjórnina eru það sömuleiðis.

Þegar við spurðum Flanagan hvað hann myndi gera sjálfur ef hann væri Íslendingur þá sagðist hann myndi flytja frá Íslandi. Flanagan stjórnar endurreisn Íslands. Steingrímur er greinilega ekki að fatta málið.


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun samstarf okkar við AGS valda varanlegum skaða?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt línurnar hjá okkur Íslendingum. Ríkistjórnin gerir ekkert án leyfis AGS. Því erum við í raun ekki fullvalda. Lán AGS duga fyrir jöklabréfunum margfrægu. Þegar gjaldeyrishöftin fara þá munu þessi bréf hverfa úr landi. Til að eigendur þessara bréfa fái þau á sem bestu gengi mun AGS láta okkur nota lánið til að styrkja gengið. Þar með klárast lánið og íslenskur almenningur hefur þar með borgað jöklabréfin. Sniðugt, ekki satt?

Vangaveltur um getu Svínaflensunnar í að heltaka heila fréttamanna.


ALLIR Í HÁSKÓLABÍÓ Í KVÖLD.

Það verður Borgarafundur í kvöld og því miður verð ég á Neskaupstað að vinna og kemst því ekki. Erindin eru mjög áhugaverð og vona ég svo innilega að sjónvarpið sjái sóma sinn í því að sýna beint frá atburðinum. Hafið gagn og gaman í bænum.

Glöggt er gests augað!!




Wall Street Journal skrifar nýlega stóra grein um okkur. Þeir eru kurteisari en dómurinn er ekki góður. Í raun tæta þeir okkur í sig. Það kemur fram í greininni að Mr. Oddson hafi ekki viljað tala við þá.

Í Financial Times er fjöldi greina um okkur. Fæstar auka hróður landsins okkar, þvert á móti.

Það er augljóst að við höfum glatað öllu trausti og trúverðuleika. Ríkisstjórn landsins hefur ekkert traust erlendis enda eru þau steinhætt að ferðast um heiminn. Allir blaðamenn sem koma hingað að kynna sér málin spyrja allir hvernig standi á því að enginn hefur sagt af sér enn þá.


Kató gamli.

http://nogoodreason.typepad.co.uk/photos/uncategorized/2008/02/04/cicero_2.jpg

Núna er ég farinn að endurtaka mig. Þannig var Kató gamli líka, endurtók sömu vísuna aftur og aftur í lok hverrar ræðu sagði hann "svo legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði". Honum varð lokum að ósk sinni.

Ég vil taka upp Evru einhliða strax. Ástæðan er eigingirni mín og ekkert annað. Ég tel það fljótvirkustu leiðina til að afnema verðtrygginguna af húsnæðislánunum mínum. Á þann hátt tekst mér að halda í lífeyrir minn í húsinu mínu sem ég hef þrælað fyrir í 30 ár. Sennilega er allur annar lífeyrir komin í ryksugu fjárglæframanna.

Svo er það þetta með EU og Samfylkinguna. Það er að sjálfsögðu algjört prinsipp mál að kolfella fyrsta samninginn sem við gerum við EU. Semja svo upp á nýtt og fá betri díl. Algjör heimska að taka fyrsta tilboði, eða hvað?


Persson löðrungar okkur enn.

Á Eyjunni í dag er sagt frá viðtali sem Morgunblaðið hefur við Göran Persson. Við fyrstu sýn virðist hann vera að mæra núverandi Seðlabankastjóra. Sjálfsagt er hann að gauka að honum hlýjum orðum eftir öll hanastélin sem þeir hafa stundað saman í henni Evrópu sinni. Sænskur húmor er oft nokkuð langsóttur, jafnvel torskilinn. Á köflum getur hann verið sársaukafullur. Það sem einkennir Svía fram yfir ýmsa aðra er að segja mönnum aldrei til um grundvallaratriði, þ.e. þegar vitað er að hlustandinn ætti að hafa fulla þekkingu á þeim. Aftur á móti þegar Svíi fer að segja manni til um það sem maður átti að hafa lært í barnaskóla er hann að hæða mann, þannig er það bara. Sem Íslendingar verðum við bara að kyngja þessu, því við klikkuðum á þessu og sér í lagi þeir sem við réðum til að forða okkur frá vitleysunni.

"Persson leggur áherslu á gildi heilbrigðrar skynsemi þegar efnahagsmál eru annars vegar. „Ef menn bara gæta þess að sjá til að tekjurnar séu hærri en útgjöldin standa þeir sig ágætlega.“

Vonandi klikkum við ekki í framtíðinni, ef hún finnst þá einhversstaðar.

 

http://frances-buckroyd.com/blog/wp-content/uploads/2007/01/dodger-and-fagin1.jpg


Er STRÚTA lýðræðinu lokið?-Burt með spillingaliðið.

Vel heppnaður mótmælafundur. Við getum verið þakklát fyrir þá einstaklinga sem standa að þessum fundum. Hörður Torfa að sjálfsögðu alveg sérstaklega. Góðar ræður sem þakka ber fyrir. Það er nefnilega ekki gefið að fólk leggi allt þetta á sig og ekki sjálfsagt. Borgara-legt lýðræði krefst virkni ef það á að skila árangri. Hitt lýðræðið að kjósa á 4 ára fresti og stinga hausnum svo í sandinn hefur gefist frekar illa. Það má kalla það lýðræði STRÚTA. Núna erum við strútarnir að umbreytast. Hvar sú umbreyting endar eða ber oss er óljóst en umfram allt mjög spennandi. Nokkuð er það víst að hausunum sem enn eru á kafi í sandinum hefur fækkað. Mjög ósennilegt að við stingum þeim þangað aftur, í því felst mikil breyting.

http://www.hedweb.com/animimag/ostrich-hotlinks.jpg


mbl.is Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er múrinn rofinn?

Nú hefur sáttasemjara þótt nóg komið og lagt fram miðlunartillögu. Samninganefnd ljósmæðra ætlar að mæla með þessari tillögu Ásmundar. Það hljómar mjög spennandi. Ef til vill ætlar Ásmundur á endasprettinum að hygla verkalýðnum, svona hálfgerður svanasöngur sáttasemjara áður en hann hættir. Hitt er líka möguleiki að ríkið hafi verið búið að rífa tennurnar svo úr ljósmæðrum að þær sætta sig við hvað sem er. Það sem gerir þennan kafla svo spennandi er hvort ljósmæðrum tekst að rjúfa múrinn. Tekst þeim að ná fram réttlátri leiðréttingum á sínum kjörum. Tekst þeim sem kvennastétt að fá kjarabætur sem er í einhverju samræmi við kaup og kjör slöngustrákanna í bönkunum. Ábyrgð ljósmæðra er mikil því mikið er í húfi. Ekki bara fyrir þær heldur fleiri kvennastéttir. Þetta er einnig fordæmisgefandi að menntun sé einhvers metin en ekki bara að raða síld eða peningum í tunnur til útflutnings.

Ég er í Berlín þessa dagana. Berlínarmúrinn og sú frelsisskerðing sem fólst í honum var ekki brotin á bak aftur á einni nóttu. Sama á við þann múr sem umlykur kjör kvenna á Íslandi. Í dag er Berlínarmúrinn horfinn. Allir eru sáttir, líka þeir sem byggðu hann og sjá núna hversu mikil mistök hann var. Vonandi munu múrararnir í Fjármálaráðuneytinu skynja sinn vitjunartíma.

http://oz.deichman.net/uploaded_images/Berlin-Wall-Tumbles-Print-C10109746-705422.jpeg


mbl.is Verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband