Er múrinn rofinn?

Nú hefur sáttasemjara þótt nóg komið og lagt fram miðlunartillögu. Samninganefnd ljósmæðra ætlar að mæla með þessari tillögu Ásmundar. Það hljómar mjög spennandi. Ef til vill ætlar Ásmundur á endasprettinum að hygla verkalýðnum, svona hálfgerður svanasöngur sáttasemjara áður en hann hættir. Hitt er líka möguleiki að ríkið hafi verið búið að rífa tennurnar svo úr ljósmæðrum að þær sætta sig við hvað sem er. Það sem gerir þennan kafla svo spennandi er hvort ljósmæðrum tekst að rjúfa múrinn. Tekst þeim að ná fram réttlátri leiðréttingum á sínum kjörum. Tekst þeim sem kvennastétt að fá kjarabætur sem er í einhverju samræmi við kaup og kjör slöngustrákanna í bönkunum. Ábyrgð ljósmæðra er mikil því mikið er í húfi. Ekki bara fyrir þær heldur fleiri kvennastéttir. Þetta er einnig fordæmisgefandi að menntun sé einhvers metin en ekki bara að raða síld eða peningum í tunnur til útflutnings.

Ég er í Berlín þessa dagana. Berlínarmúrinn og sú frelsisskerðing sem fólst í honum var ekki brotin á bak aftur á einni nóttu. Sama á við þann múr sem umlykur kjör kvenna á Íslandi. Í dag er Berlínarmúrinn horfinn. Allir eru sáttir, líka þeir sem byggðu hann og sjá núna hversu mikil mistök hann var. Vonandi munu múrararnir í Fjármálaráðuneytinu skynja sinn vitjunartíma.

http://oz.deichman.net/uploaded_images/Berlin-Wall-Tumbles-Print-C10109746-705422.jpeg


mbl.is Verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Vonandi hafið þið það gott kæru hjón.

Kveðja úr rokrassgatinu á enda veraldar.

100 vindstig með köflum...grillið fokið... krakkarnir hræddir og hvar er Spánn?

Halla Rut , 17.9.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband