Færsluflokkur: Lífstíll

Flokkur allra landsmanna-eða hvað?

"Forsætisráðherra segir marga þeirra sem sækja þjónustu í heilbrigðiskerfinu við góða heilsu í grunninn, og geti staðið undir gjaldtökunni".

Hugmyndir eru um að allir þeir sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús greiði 4000 kr. Ástæða þess að viðkomandi "velur" að koma á sjúkrahús er langoftast sú að hann á engra annarra kosta völ. Viðkomandi getur illa hagrætt og sleppt því að mæta. Það má vel vera að viðkomandi hafi verið nokkuð hraustur í "grunninn", aftur á móti þegar heilsubrestur verður hjálpar það ekki nema Geir til að rukka gjaldið sitt.

Að rökstyðja þessa gjaldtöku á þeirri forsendu að einhverjir hraustir einstaklingar leiti sér læknishjálpar er fáránlegt. Í fyrsta lagi eru þeir í algjörum minnihluta og hitt að hvers eiga hinir sjúku að gjalda. 

Auðmenn sleppa aftur og aftur hjá honum Geira kallinum, en ekki þeir sem veikastir eru fyrir. Hver er það sem gefur Geira ráð, eða hafa auðmennirnir keypt hann líka. Hver veit, hann er kannski líka veðsettur.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að pissa í skóna sína.

Það ku vera skammgóður vermir, fyrst volgt en síðan enn kaldara.

Áramót eru tími uppgjörs. Þá horfum við afturábak og áfram. Pælum og metum. Reynum að komast að niðurstöðu, stillum kúrsinn og strengjum heit, allt í þeim tilgangi að næsta ár verði betra en það gamla.

Ef ég ætti að gefa árinu 2008 einkunnarorð þá yrði það "að pissa skóna sín". Þannig hafa valdhafar hagað sér allt þetta ár. Allir sem fylgdust með vissu að bankarnir voru gjaldþrota árið 2007. Allir sem fyldust með vissu eftir síðustu áramót að skuldir bankanna voru 12 sinnum fjárlög íslenska ríkisins. Og allir sem fylgdust með gerðu ekki nokkurn skapaðan hlut til að afstýra hruninu. Allir pissuðu í skóna sína.

Þegar horft er um öxl er vandséð hvernig valdhafar hefðu getað klúðrað þessu meir eða betur. Það hefur í raun allt klikkað sem bilað gat.

Síðast liðna 3 mánuði hafa valdhafar og skilanefndir bankanna verið að sortera úr haugnum. Í fyrsta lagi fer öll sú vinna á bak við luktar dyr. Það er mjög óheppilegt því þar með er komin forsenda fyrir trúnaðarbresti á milli valdhafa og almennings. Þegar einhverjar fréttir leka út er oftast um að ræða niðurfellingu skulda hjá vellauðugu fólki. Trúnaðarbrestur breytist í gjá. Þar að auki virðist sem þeir sem fóru á hausinn eftir allt sukkið verði endurreistir á ný með hjálp íslenskra skattgreiðenda. Núna held ég að gjáin sé að breytast í D-day.

Ef auðmenn og valdhafar ætla að tína bestu bitana handa sér og þátttaka almenning felst eingöngu í að borga brúsann er ekki von á góðu. Þá höfum við farið úr öskunni í eldinn. Göran Persson sagði að við ættum að sækja fjármuni auðmanna, hann manaði okkur til þess. Ekkert lífsmark er í þá veru hjá valdhöfum.  Rannsóknarnefndin sem skipuð hefur verið nýtur ekki trúverðugleika strax í upphafi og er það miður.

Niðurstaða almennings er sú að það eigi að hlunnfara okkur eina ferðina enn.

http://www.history.army.mil/images/Reference/normandy/pics/blue-Gray.jpg


Nýja Ísland.

Jólin sjálf eru oft góður tími. Ef vel tekst til tekst manni að hægja örlítið á atburðarrásinni. Venjulega er maður svo upptekinn í sínu daglega amstri að ekki gefst ráðrúm til að hugleiða. Jólin sjálf gefa manni kost á því að lesa kannski eina góða bók og hugleiða málin. Afleiðingin gæti orðið að það örlaði á gagnrýnni hugsun. Því hljóta jólin að vera þyrnir í augum allra sem vilja óbreytt ástand.

Með því að troða öllum uppákomum sem nöfnum tjáir að nefna í desembermánuð auk alls þess undirbúnings sem jólahaldið sjálft krefur gerir allt venjulegt fólk uppgefið og örmagna. Síðan koma útsölurnar eftir flugeldasýninguna. Það sem skiptir öllu máli er að landinn hafi enga dauða stund til að íhuga tilveruna. Hann gæti orðið gagnrýninn. Þá er voðinn vís.

Mér tókst þó að lesa bókina "Nýja Ísland" eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Mjög góð bók og skyldulesning í dag. Hægt er að gagnrýna eitthvað smotterí í bókinni en aðalatriðin yfirskyggja þau. Ég tel að sem flestir ættu að verða sér út um þessa bók og lesa hana vel og vandlega.

Árið 2009 veldur mér hugarangri. Ég óttast að fjárlögin haldi engan veginn og þau verði margskrifuð á næsta ári. Heilbrigðiskerfið verði einkavætt í auknu mæli með vaxandi gjaldtöku þeirra sem síst mega við því. Okkur verði troðið inn í ES án þjóðaratkvæðagreiðslu, bara si svona. Auðmenn munu halda sínu en við hin borgum brúsann. Það virðist ekki nein fær leið innan okkar lýðræðiskerfis til að koma í veg fyrir þessa þróun. Ef ekkert markvert gerist óttast ég að fólk muni grípa til örþrifaráða, það væri mjög bagalegt, en eina lausnin, eða hvað?


Kreppuvísur.

Fann þessar vísur á bloggsíðu Guðrúnar Jónínu.

 Hrein snilld, finnst ykkur ekki?

 

Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Höfundur óþekktur

 


Fiskur í dagblaði.

Reynir Traustason ætlar ekki að segja af sér eftir afhjúpunina í gærkveldi. Í upptökunni kom fram mikill ótti hjá Reyni ef frétt blaðamannsins yrði birt. Maður sá fyrir sér Síkakó gæja með fiðlukassana, handan við hornið, að minnsta kosti í huga Reynis. Það virðist sem Reynir hefði mátt búast við að lenda á hafsbotni steyptur í bala og sennilega götóttur sem sigti. Spurningin er hvort þessi inngreypti ótti Reynis við að fá fisk sendan til sín, innvafinn í dagblað, geri hann einmitt svo hæfan til að halda áfram sem ritstjóri að mati stjórnar Dagblaðsins.

Fish wrapped in newspaper with metal plate on worn red table, © Goodshoot/Corbis, RF, Dish, Fish, Food, Nobody, Plate, Seafood

 


Persson löðrungar okkur enn.

Á Eyjunni í dag er sagt frá viðtali sem Morgunblaðið hefur við Göran Persson. Við fyrstu sýn virðist hann vera að mæra núverandi Seðlabankastjóra. Sjálfsagt er hann að gauka að honum hlýjum orðum eftir öll hanastélin sem þeir hafa stundað saman í henni Evrópu sinni. Sænskur húmor er oft nokkuð langsóttur, jafnvel torskilinn. Á köflum getur hann verið sársaukafullur. Það sem einkennir Svía fram yfir ýmsa aðra er að segja mönnum aldrei til um grundvallaratriði, þ.e. þegar vitað er að hlustandinn ætti að hafa fulla þekkingu á þeim. Aftur á móti þegar Svíi fer að segja manni til um það sem maður átti að hafa lært í barnaskóla er hann að hæða mann, þannig er það bara. Sem Íslendingar verðum við bara að kyngja þessu, því við klikkuðum á þessu og sér í lagi þeir sem við réðum til að forða okkur frá vitleysunni.

"Persson leggur áherslu á gildi heilbrigðrar skynsemi þegar efnahagsmál eru annars vegar. „Ef menn bara gæta þess að sjá til að tekjurnar séu hærri en útgjöldin standa þeir sig ágætlega.“

Vonandi klikkum við ekki í framtíðinni, ef hún finnst þá einhversstaðar.

 

http://frances-buckroyd.com/blog/wp-content/uploads/2007/01/dodger-and-fagin1.jpg


Borgarafundur.org-Agora.

Grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirbærið Borgarafundur.org hefur gert sig gildandi á liðnum vikum í umræðunni. Leikstjóranum Gunnari Sigurðssyni leiddist allt í einu það sem flatskjárinn hans hafði upp á að bjóða. Á flatskjánum endurómuðu vandamálasögur fólks og hremmingar fræga fólksins. Dr. Phil sagði okkur að svona væri þetta hjá mörgum og við þyrftum að leysa þetta sjálf. Vandamálin tilheyra einstaklingunum og lausnirnar einnig. Á þessu torgi flatskjásins er sjaldnast leitað lausna með umræðu milli stjórnvalda og einkalífs. Flatskjárinn er milliliður og því getur hann aldrei komið í stað fundar þar sem valdhafar mæta almenningi til skrafs og ráðagerða. Flatskjárinn hans Gunna virtist ófær um að fá fram svör við ýmsum brennandi spurningum sem hrjáðu hann.

Þess vegna stóð Gunnar upp úr sófanum sínum og hélt Borgarafund í Iðnó. Borgarafundirnir eru torg þar sem „ráðið“ mætir fólkinu. Þar eiga persónuleg vandamál að umbreytast í opinber mál. Aþeningar til forna kölluðu þennan „hitting“ tveggja afla í þjóðfélaginu Agora. Þar sem fólkið mætti hinu opinbera. Þar fór fram lagasetning og niðurstaða þessara funda var ætíð inrömmuð í orðin „það dæmist gott af ráðinu og fólkinu“. Takið eftir því að fólkið var með í ráðum. Ekki að útkoman væri endanlega rétt og óbreytanleg. Þess vegna gat sú útkoma ekki endilega verið góð á næsta fundi í ljósi breyttra aðstæðna. Lýðræðisiðkun er ekki endanleg sannindi heldur síbreytileg framþróun ákvarðana flestum til hagsbóta í „Borginni“.

Það sem Gunnar gerði var að endurtaka söguna. Hann endurreisti Agora. Hann skapaði vettvang þar sem fólkið og „ráðið“ mættust. Skoðanaskipti eru ekki eini tilgangur Agora. Mikilvægur þáttur er að kynnast hvert öðru, skilja hvert annað og læra að lifa saman í sátt. Þegar nokkrir fulltrúar „ráðsins“ á Íslandi segja að fólkið sé ekki fólkið og að það sé sérkennilegt að fólkið hafi mætt á fundinn, þá ber það vott um skort á skilningi hvernig borgaralegt lýðræði hefur starfað í árþúsundir.

Tilgangur Borgarafunda er að skapa aðstæður svo að fólkið geti mætt „ráðinu“. Um er að ræða þverpólitíska hreyfingu. Allir sameinast um þetta markmið, að gefa borgurunum tækifæri til að komast að valdhöfunum milliliðalaust. Að sjálfsögðu erum við ekki ópólitísk, við hættum ekki að hugsa þó við höldum Borgarafundi. Við vonumst til að við séum komin til að vera. Það merkir að næstu ríkisstjórn verði líka boðið á borgarafund í fyllingu tímans. Við leitumst við að taka fyrir það sem brennur á fólkinu. Til að forðast allan misskilning þá ætlum við okkur ekki að verða pólitískur flokkur, við vitum að enginn skortur verður á slíku framtaki hjá einhverjum öðrum þegar fram líða stundir.

Bæði valdhafar og fólkið ættu að nýta sér Borgarafundi öllum til hagsbóta. Almenningur hefur tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að og spyrja spurninga. Ef til vill munu svörin minnka kvíða almennings og þar með lægja öldurnar í þjóðfélaginu. Því er ekki að leyna að almenningi finnst gjá á milli þeirra og valdhafa. Mjög mikilvægt er að valdhafar nýti sér þessa fundi til að sættast við almenning. Markmiðið á að vera „að það dæmist gott af ráðinu og fólkinu“.

 


Eru bara að fá útrás.

Ýmsir eru að reyna þessa dagana að gjaldfella mótmælin sem eru víða í þjóðfélaginu. Sagt er að við séum bara að þessu til að fá útrás. Kvartað er yfir því að við komum ekki með lausnir á vandamálum þjóðarinnar. Það er greinilegt að þessi tvö orð eiga ekki saman í dag, þ.e. "útrás" og "lausnir".

Staðreyndin er sú að útrás mun hingað til tengjast vandamálum frekar en nokkru öðru. Aftur á móti tel ég að það sé tilgangur í því að fá "bara útrás". Fólki líður kannski betur, það er ekki slæmt markmið í sjálfu sér.

Ég tel að öll sú mikla virkni sem við upplifum hjá almenningi í dag sé af hinu góða. Fólk er að minnsta kosti að velta fyrir sér vandamálunum, það er forsenda þess að einhverjar lausnir komi fram.

Sumir hafa gagnrýnt Borgarafundina, eins og þann sem var í Háskólabíó um daginn. Sjálfsagt ekki gallalausir frekar en önnur mannanna verk. Meginstef fundanna er krafan um upplýsingar. Almenningur hefur ekki aðgang að þeim upplýsingum sem þarf til að leysa vandamál þjóðarinnar. Það er  sennilegasta skýringin á því að Jón Jónsson á götunni er ekki búinn að leysa kreppuna fyrir okkur-svona í einum grænum. Án upplýsinga er mjög erfitt að mynda sér skoðun. Mjög mörgum finnst vera mikill upplýsingaskortur á Íslandi. Við viljum búa í upplýstu samfélagi, ekki vera hluti af sértrúarflokki þar sem æðstu prestarnir ráða öllu.


Vill einhver kaupa húsið mitt á 3 milljarða?

Ég hef verið að velta fyrir mér verðtryggingu eins og margir aðrir þessa dagana. Ég ákvað að prófa reiknivél Íbúðalánasjóðs. Ef ég tek verðtryggt 20 milljón kr. lán til 40 ára miðað við 20% verðbólgu þá enda ég með að borga tæpa 10 MILLJARÐA

Heildarendurgreiðsla

 ÍbúðalánasjóðurSparisjóðirSamtals lánveiting
Afborgun20.000.000 kr.
20.000.000 kr.
Vextir28.862.437 kr.
28.862.437 kr.
Verðbætur9.866.906.833 kr.
9.866.906.833 kr.
Greiðslugjald36.000 kr.
36.000 kr.
Samtals greitt9.915.805.271 kr.
9.915.805.271 kr.

Útborguð fjárhæð (andvirði)

 ÍbúðalánasjóðurSparisjóðirSamtals
Lánsupphæð20.000.000 kr.
20.000.000 kr.
Lántökugjald-200.000 kr.
-200.000 kr.
Útborgað hjá ÍLS19.800.000 kr.  
Opinber gjöld-301.350 kr.

Útborguð fjárhæð19.498.650 kr.


Áramótin 2013 og 2014 skulda ég allt húsið, þ.e. eignalaus maður.

Vorið 2042 eru eftirstöðvarnar með verðbótum liðlega 3 þúsund milljónir eða 3 milljarðar.

Svar ASÍ er að lengja lánstímann í 70 ár. Greinilega mínir menn, gallinn er bara sá að ég vænti þess ekki að verða 120 ára.

Ég er bara læknir og mín stærðfræðikunnátta er mjög takmörkuð, því spyr ég er þetta mögulegt?

 



Gasklefi verðtryggingarinnar.

 
Lán hafa þá náttúru að þau þarf að endurgreiða ef einhver hefur ekki fattað það.
 
Hvað skiptir mestu máli núna. ESB?, Oddson? Eftirlaun? Kosningar? Nei og aftur nei. Mál málanna er verðtrygging lána. Er lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verðtryggt? Nei þar eru bara vextir.
 
Verðtrygging er bara á Íslandi. Verðtryggingin mun gera mikinn fjölda Íslendinga eignalausa. Íslendinga sem hafa alltaf staðið í skilum og ekki keypt sér flatskjá. Verðtryggingin mun éta upp sparnaðinn okkar. Íslendingar sem áttu 1/3 í eigninni sinni í fyrra eiga ekkert í dag. Ef fram heldur sem horfir mun verðtryggingin gera venjulega Íslendinga svo skulduga að enginn mannlegur máttur getur komið þeim úr skuldasúpunni. Við munum aldrei geta greitt upp skuldirnar við bankana/lífeyrissjóðina. Við munum ekki geta selt eignirnar okkar því þær duga engan veginn fyrir skuldunum. Við getum ekki leigt þær út því leigan dugar ekki fyrir afborgununum. Við getum því ekki flúið landið. Vegna verðtryggingarinnar erum við föst og borgum og borgum. Við borgum án þess að hafa neinn hvata til þess, enga ánægju, engin eignamyndun, við borgum bara í neikvæða leigu. Við verðum ofurseld lánadrottnum okkar. Við verðum leiguþý, hjáleigubóndi. Við eigum enga sök á þessu.
 
Gylfa formanni og ASÍ finnst þetta bara fínt og allt í besta lagi. Ríkisstjórnin lengir bara í hengingarólinni. Multimillarnir bíða með gullið sitt í útlandinu og ætla svo að kaupa okkur upp þegar við erum komin inn í gasklefann og allt er betra en dauðinn.
 
Hvar er ég? Undralandi, vakna ég á eftir? Eða mun ég bara heyra hvissið í Samfylkingargasinu rétt áður en ég dey.
 
Látum ekki leiða okkur til slátrunar eins og gyðinga forðum daga.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband