Færsluflokkur: Lífstíll
8.9.2007 | 00:12
Gróa á leiti og Frjálslyndi flokkurinn.
Það er lenska þegar maður þekkir ekki til staðreynda né réttrar atburðarrásar að hlustirnar verða einkar móttækilegar fyrir Gróusögum. Það er sterk tilhneiging að fylla upp í tómarúmið, hálfgerð gúrkutíð.
Þannig hafa hlutirninr æxlast hjá Frjálslynda flokknum. Nánast algjör þögn frá körlunum í brúnni í allt sumar. Við á dekkinu förum því að reyna að skálda í eyðurnar.
Inn í eyrnahlustir mínar hafa ýmsar sögur flögrað sem erfitt er að meta sökum fyrrnefndar þagnar.
Meðal annars hvað kostaði kosningabaráttan og hvernig stendur flokkurinn fjárhagslega, var ekki einhver að tala um opið bókhald hjá flokkunum? Hvar verður húsnæði í vetur fyrir flokkstarf, eru einhverjir möguleikar í stöðunni og höfum við almennir félagsmenn einhver tök á því að segja hvað okkur finnst í því máli. Hver verður næsti framkvæmdastjóri flokksins. Hvernig verður vetrarstarfinu háttað? Hvaða mál ætla þingmenn vorir að leggja áheyrslu á í vetur, getum við komið að því á einhvern hátt, getum við leiðbeint þeim? Hvað er toppstykkið að pæla?
Heimasíðan hefur verið dauð frá kosningum. Enginn netpóstur. Við á dekkinu erum farin að krunka saman nefjum. Þetta er að verða nokkuð gott sumarfrí hjá þein finnst mér, sjálfur fékk ég bara 2 vikur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2007 | 01:03
OFFITA.
Offita er vaxandi vandamál í heiminum í dag.
Offita er ekkert grín.
Lesið hér fyrir neðan hvað Landlæknir Bandaríkjanna hefur um málið að segja.
Overweight and Obesity: Health Consequences
PREMATURE DEATH
- An estimated 300,000 deaths per year may be attributable to obesity.
- The risk of death rises with increasing weight.
- Even moderate weight excess (10 to 20 pounds for a person of average height) increases the risk of death, particularly among adults aged 30 to 64 years.
- Individuals who are obese (BMI > 30)* have a 50 to 100% increased risk of premature death from all causes, compared to individuals with a healthy weight.
HEART DISEASE
- The incidence of heart disease (heart attack, congestive heart failure, sudden cardiac death, angina or chest pain, and abnormal heart rhythm) is increased in persons who are overweight or obese (BMI > 25).*
- High blood pressure is twice as common in adults who are obese than in those who are at a healthy weight.
- Obesity is associated with elevated triglycerides (blood fat) and decreased HDL cholesterol ("good cholesterol").
DIABETES
- A weight gain of 11 to 18 pounds increases a person's risk of developing type 2 diabetes to twice that of individuals who have not gained weight.
- Over 80% of people with diabetes are overweight or obese.
CANCER
- Overweight and obesity are associated with an increased risk for some types of cancer including endometrial (cancer of the lining of the uterus), colon, gall bladder, prostate, kidney, and postmenopausal breast cancer.
- Women gaining more than 20 pounds from age 18 to midlife double their risk of postmenopausal breast cancer, compared to women whose weight remains stable.
BREATHING PROBLEMS
- Sleep apnea (interrupted breathing while sleeping) is more common in obese persons.
- Obesity is associated with a higher prevalence of asthma.
ARTHRITIS
- For every 2-pound increase in weight, the risk of developing arthritis is increased by 9 to 13%.
- Symptoms of arthritis can improve with weight loss.
REPRODUCTIVE COMPLICATIONS
- Complications of pregnancy
- Obesity during pregnancy is associated with increased risk of death in both the baby and the mother and increases the risk of maternal high blood pressure by 10 times.
- In addition to many other complications, women who are obese during pregnancy are more likely to have gestational diabetes and problems with labor and delivery.
- Infants born to women who are obese during pregnancy are more likely to be high birthweight and, therefore, may face a higher rate of Cesarean section delivery and low blood sugar (which can be associated with brain damage and seizures).
- Obesity during pregnancy is associated with an increased risk of birth defects, particularly neural tube defects, such as spina bifida.
- Obesity in premenopausal women is associated with irregular menstrual cycles and infertility.
ADDITIONAL HEALTH CONSEQUENCES
- Overweight and obesity are associated with increased risks of gall bladder disease, incontinence, increased surgical risk, and depression.
- Obesity can affect the quality of life through limited mobility and decreased physical endurance as well as through social, academic, and job discrimination.
CHILDREN AND ADOLESCENTS
- Risk factors for heart disease, such as high cholesterol and high blood pressure, occur with increased frequency in overweight children and adolescents compared to those with a healthy weight.
- Type 2 diabetes, previously considered an adult disease, has increased dramatically in children and adolescents. Overweight and obesity are closely linked to type 2 diabetes.
- Overweight adolescents have a 70% chance of becoming overweight or obese adults. This increases to 80% if one or more parent is overweight or obese.
- The most immediate consequence of overweight, as perceived by children themselves, is social discrimination.
BENEFITS OF WEIGHT LOSS
- Weight loss, as modest as 5 to 15% of total body weight in a person who is overweight or obese, reduces the risk factors for some diseases, particularly heart disease.
- Weight loss can result in lower blood pressure, lower blood sugar, and improved cholesterol levels.
- A person with a Body Mass Index (BMI) above the healthy weight range* may benefit from weight loss, especially if he or she has other health risk factors, such as high blood pressure, high cholesterol, smoking, diabetes, a sedentary lifestyle, and a personal and/or family history of heart disease.
*Please see fact sheet "Measuring Overweight and Obesity" for a definition of BMI.
Last revised: January 11, 2007
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2007 | 23:07
Fóstureyðingar og önnur tilboð.
Það hefur verið nokkur umræða um fóstureyðingar á blogginu eins og oft áður. Spurningarnar eru mjög áhugaverðar, aðallega vegna þess að þeim er vandsvarað. En í raun er skemmtilegast að velta fyrir sér þeim sem tjá skoðanir sínar því mannskepnan setur óneitanlega sterkan svip á tilveru okkar.
Mörgum reynist auðvelt að mynda sér skoðun og byggja þær á mismunandi forsendum. Líf mitt er ekki jafn auðvelt.
Eftir því sem ég veit best þá eru það tveir aðilar sem taka ákvörðun um fóstureyðingu. Annars vegar er það móðirin og hins vegar læknirinn.
Móðirin þarf að vega og meta sína valkosti. Ef hún er illa stödd fjárhagslega eða félagslega þá veit hún að ef hún eignast barnið þá mun staða hennar versna því ekki er um mikla samfélagslega hjálp að ræða. Ef hún fær að vita að hún beri fatlað barn undir belti er það sama upp á teningnum því þrautarganga foreldra fatlaðra barna má lesa um í dagblöðum með jöfnu millibili. Ef til vill finnst sumum að mæður fái nægjanlega aðstoð eins og hlutunum er komið fyrir í dag. Það getur varla staðist, því að minnsta kosti virðist sá "pakki" ekki seljast vel. Um það vitnar fjöldi fóstureyðinga. Ég held að lang flestar konur upplifi fóstureyðingu sem óafturkræfa og hræðilega aðgerð. Væri ekki hægt að gera konum í þessari stöðu betra tilboð með mun betri foreldraaðstoð þannig að val þeirra yrði annað en oft er raunin í dag?
Svo eru það blessaðir læknarnir. Ef það var einhvertíma hugsunin að þeir væru sérstakir gæslumenn fóstursins þá hefur það algjörlega mistekist. Málið er að það er móðirin sem situr fyrir framan þá og engist um í kvöl og pínu eftir að hafa tekið sína ákvörðun. Við það verður læknirinn hlutdrægur og um leið óhæfur sem einhver hlutlaus aðili.
Að ætla sér að fækka fóstureyðingum með bönnum er vafasöm leið því markaðurinn svarar alltaf eftirspurninni með einhverjum ráðum. Líf íslensku þjóðarinnar virðist snúast að mestu leiti í dag um að græða á öllum sköpuðum hlutum, nema börnum. Hvernig væri nú að gera íslenskum foreldrum gott tilboð SEM ER BARA EKKI HÆGT AÐ HAFNA.
Við höfum þetta allt í höndum okkar, ekki satt?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2007 | 20:24
"Þekkirðu nokkuð barngóða konu sem kann að elda og getur tekið að sér að kenna heimilisfræði"?
Áfram með vesalings kennarana. Var að heyra í einum vesalings deildarstjóra í skóla hér á höfuðborgarsvæðinu. Hún hringdi í okkur hjónin og spurði hvort við þekktum einhverja barngóða konu sem kynni að elda mat til að taka að sér kennslu í heimilisfræðum. Auk þess hafði tónlistarmaðurinn sem hafði góðfúslega tekið að sér að kenna tónmennt því engan tónmenntakennara var að fá, snarlega ákveðið að hætta þegar hann komst að því að hann gat ekki með nokkru móti haft neina stjórn á krökkunum. Að kunna viðkomandi sérgrein svo sem tónlist eða eldamennsku er ekki sama og að kunna að kenna, því að kenna er sérgrein. Að lokum var hún vinkona okkar meið nýráðinn ungann kennara sem fékk tilboð frá leikskóla, þar fékk hún niðurgreidda vist fyrir börnin sín tvö og auk þess töluvert meira kaup.
Svo koma "stjórnendur" fram og segja að öll vandamál séu að leysast. Ég hef frekar á tilfinningunni að þau séu að fæðast og blómstra í þessu kolvitlausa mati á hvað skiptir máli í þessu þjóðfélagi. Ég held að stjórn-endur séu frekar stjórn-strútar með hausinn niðurgrafinn í sandinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 22:30
Borðtuskan, kennarinn minn.
Umönnunar og menntastéttir virðast notfæra sér prófgráður sínar sem veggfóður frekar en að starfa við það sem þær menntuðu sig til. Núna síðast í tengslum við skólabyrjun þá hefur umræðan um skort á kennurum og leikskólakennurum orðið hávær. Þetta er orðið nokkuð árviss atburður á þessum tíma árs.
Fyrir nokkrum vikum var rætt um að fjölda kennara vantaði í skólana. Núna hefur sá skortur minnkað þó nokkuð. Á yfirborðinu er það látið líta svo út að stjórnendur hafi leyst aðsteðjandi vanda með sóma. Er það svo?
Raunverulega er farið þannig að því að allir starfandi kennarar taka að sér eins mikla kennslu og þeir geta. Kennarar sem eru deildastjórar og eiga að sinna því eru dregnir í almenna kennslu. Sérkennarar sem eiga sinna því eru einnig dregnir í almenna kennslu. Ég hef heyrt um kennara sem fór á eftirlaun í fyrra og hlakkaði mikið til að njóta þess, lét tala sig inná að kenna í vetur.
Þetta er eins og að vinda borðtuskuna sína þangað til það kemur ekki dropi úr henni til viðbótar.
Er það þetta sem við viljum börnunum okkar. Kennara sem eru illa launaðir og þeir fáu sem vilja vinna þurfa að vinna eins mikið og hægt er. Eru það gæði?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 23:09
Varúlfar í Reykjavík.
Það er fullt tungl um helgina. Við fórum ekki varhluta af því. Varúlfar voru út um allan bæ með slagsmál og ólæti. Lögreglan hafði í nógu að snúast og hafði varla undan. Alla setur hljóða. Fólk er undrandi á öllum þessum óspektum. Það er eins og þessir varúlfar hafi komið utan úr geimnum. Það er eins og þessi hegðun komi öllum í opna skjöldu. Þessir varúlfar eru börnin okkar. Hvers vegna haga þau sér svona. Gleymdum við að ala þau upp. Kenndum við þeim ekki aga og hlýðni. Virðingu fyrir öðrum manneskjum og umhverfi okkar. Umburðarlyndi. Vorum við of upptekin við eitthvað annað.
Hvort og hvað og hvenær varúlfar drekka og eru í bænum eru afleiddar stærðir. Aðalatriðið er að draga úr varúlfaræktun meðal okkar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2007 | 22:35
Þvagleggur og læknar.
Ég á í vandræðum með þvaglegginn. Sem læknir er ég kominn þó það langt að læknar taka ekki þátt í ofbeldi á fólki gegn vilja þeirra. Ef lögregla biður mig að setja upp þvaglegg er þá viðkomandi ekki orðinn skjólstæðingur minn? Svo hlýtur að vera því á mig er kallað vegna sérþekkingar minnar. Ef api hefði ekið drukkinn hefði verið kallað á dýralækni. Það eina sem skyldar mig til samstarfs við lögreglu gegn vilja skjólstæðings míns er annars vegar landráð eða ásetningur skjólstæðings til að svipta einhvern lífi. Að öðrum kosti er ég "ambassador" skjólstæðings míns. Til að komast fram hjá læknum væri sennilega ráð að sérþjálfa starfsmenn hjá lögregluembættunum í þvagleggsísetningu. Þeir eru ekki bundnir af lækna eða hjúkrunarfræðinga eiðum.
Segjum svo að dómari kveði upp þann úrskurð að mér beri að aðstoða við þvagtökuna. Segjum að það sé snarbrjálaður karlmaður með stóra vöðva og stóran blöðruhálskirtil. Þvagtakan fer fram með ofbeldi og er því ekki framkvæmd við kjöraðstæður og hann fær í kjölfarið sýkingu í þvagið, síðan í nýrun og að lokum sýklasótt(blóðeitrun) og á þriðja degi er hann látinn. Er ég ábyrgur?
Þessi sterki maður snarbrjálast vegna þess ofbeldis sem dómarinn ákvað og sparkar í einn lögreglumanninn og hann deyr á þriðja degi vegna heilablæðinga. Hver er ábyrgur?
Mér sem svæfingalækni er falið af dómara að svæfa manninn svo að hann fái mannúðlegri meðferð við þvagsýnatökuna. Ég framkvæmi svæfinguna samkvæmt bókinni miðaða við aðstæður. Þrátt fyrir það gerist það sem svæfingalæknar óttast alltaf þegar sjúklingar eru svæfðir og eru ekki fastandi. Áður en mér tekst að tryggja loftveginn kastar sjúklingurinn upp og súrt magainnihaldið lendir í lungunum. Þrátt fyrir þrotlausa vinnu á gjörgæslu í 6 vikur andast maðurinn úr fjölkerfabilun. Hver er ábyrgur???????
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.8.2007 | 22:04
Hippokratis að gefnu tilefni.
1. Fyrsta útgáfan.
Hippocratic Oath -- Classical Version
| I swear by Apollo Physician and Asclepius and Hygieia and Panaceia and all the gods and goddesses, making them my witnesses, that I will fulfill according to my ability and judgment this oath and this covenant: To hold him who has taught me this art as equal to my parents and to live my life in partnership with him, and if he is in need of money to give him a share of mine, and to regard his offspring as equal to my brothers in male lineage and to teach them this art - if they desire to learn it - without fee and covenant; to give a share of precepts and oral instruction and all the other learning to my sons and to the sons of him who has instructed me and to pupils who have signed the covenant and have taken an oath according to the medical law, but no one else. I will apply dietetic measures for the benefit of the sick according to my ability and judgment; I will keep them from harm and injustice. I will neither give a deadly drug to anybody who asked for it, nor will I make a suggestion to this effect. Similarly I will not give to a woman an abortive remedy. In purity and holiness I will guard my life and my art. I will not use the knife, not even on sufferers from stone, but will withdraw in favor of such men as are engaged in this work. Whatever houses I may visit, I will come for the benefit of the sick, remaining free of all intentional injustice, of all mischief and in particular of sexual relations with both female and male persons, be they free or slaves. What I may see or hear in the course of the treatment or even outside of the treatment in regard to the life of men, which on no account one must spread abroad, I will keep to myself, holding such things shameful to be spoken about. If I fulfill this oath and do not violate it, may it be granted to me to enjoy life and art, being honored with fame among all men for all time to come; if I transgress it and swear falsely, may the opposite of all this be my lot. |
2. Nýrri útgáfa.
Hippocratic OathModern Version
I swear to fulfill, to the best of my ability and judgment, this covenant:
I will respect the hard-won scientific gains of those physicians in whose steps I walk, and gladly share such knowledge as is mine with those who are to follow.
I will apply, for the benefit of the sick, all measures [that] are required, avoiding those twin traps of overtreatment and therapeutic nihilism.
I will remember that there is art to medicine as well as science, and that warmth, sympathy, and understanding may outweigh the surgeon's knife or the chemist's drug.
I will not be ashamed to say "I know not," nor will I fail to call in my colleagues when the skills of another are needed for a patient's recovery.
I will respect the privacy of my patients, for their problems are not disclosed to me that the world may know. Most especially must I tread with care in matters of life and death. If it is given me to save a life, all thanks. But it may also be within my power to take a life; this awesome responsibility must be faced with great humbleness and awareness of my own frailty. Above all, I must not play at God.
I will remember that I do not treat a fever chart, a cancerous growth, but a sick human being, whose illness may affect the person's family and economic stability. My responsibility includes these related problems, if I am to care adequately for the sick.
I will prevent disease whenever I can, for prevention is preferable to cure.
I will remember that I remain a member of society, with special obligations to all my fellow human beings, those sound of mind and body as well as the infirm.
If I do not violate this oath, may I enjoy life and art, respected while I live and remembered with affection thereafter. May I always act so as to preserve the finest traditions of my calling and may I long experience the joy of healing those who seek my help.
Written in 1964 by Louis Lasagna, Academic Dean of the School of Medicine at Tufts University, and used in many medical schools today.
3. Góðir starfshættir lækna.
Good Medical Practice (2006)
The duties of a doctor registered with the General Medical Council
Patients must be able to trust doctors with their lives and health. To justify that trust you must show respect for human life and you must:
- Make the care of your patient your first concern
- Protect and promote the health of patients and the public
- Provide a good standard of practice and care
- Keep your professional knowledge and skills up to date
- Recognise and work within the limits of your competence
- Work with colleagues in the ways that best serve patients' interests
- Keep your professional knowledge and skills up to date
- Treat patients as individuals and respect their dignity
- Treat patients politely and considerately
- Respect patients' right to confidentiality
- Treat patients politely and considerately
- Work in partnership with patients
- Listen to patients and respond to their concerns and preferences
- Give patients the information they want or need in a way they can understand
- Respect patients' right to reach decisions with you about their treatment and care
- Support patients in caring for themselves to improve and maintain their health
- Listen to patients and respond to their concerns and preferences
- Be honest and open and act with integrity
- Act without delay if you have good reason to believe that you or a colleague may be putting patients at risk
- Never discriminate unfairly against patients or colleagues
- Never abuse your patients' trust in you or the public's trust in the profession.
- Act without delay if you have good reason to believe that you or a colleague may be putting patients at risk
You are personally accountable for your professional practice and must always be prepared to justify your decisions and actions.
GMC home | The medical register | Registration for doctors | Concerns about doctors | Guidance on good practice | Education | News and events | Publications
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 19:06
Sænskur læknir svæfir konur til að koma fram vilja sínum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 23:38
Hver eru mannréttindi þvagleggjarans og þiggjarans?
Var að horfa á kvöldfréttatímann hjá ríkissjónvarpinu. Kona sem var grunuð um ölvunarakstur neitaði að láta af hendi þvagprufu. Þurfti að beita valdi til að ná í þvagprufuna. Óskemmtileg frétt.
Rætt var við yfirlækni á Slysadeildinni sem sagði að hann myndi ekki taka þátt í slíku nema dómari dæmdi hann til þess. Hann lagði áheyrslu á að gæta virðingar við einstaklinginn og ekki að misbjóða sjálfsvirðingu hins grunaða einstaklings. Augljóslega er þetta mjög vandasamt og ólíkir hagsmunir í húfi.
En svo sagði yfirlæknirinn að ef þetta ætti að geta gengið sómasamlega fyrir sig þá væri best að svæfa viðkomandi einstakling svo hægt væri að taka þvagprufuna. Sem svæfingalæknir þá hrökk ég í kút. Þarna var samstarfmaður að skammta mér verkefni sem ekki er víst að hugnist mér sérstaklega mikið. Ef einstaklingur vill ekki afhenda þvagprufu, vill hann þá láta svæfa sig svo hægt sé að taka af honum þvagprufu. Hann vill ekki skila þvagprufu, það er málið og ef ég ræðst á viðkomandi og sprauta í hann svæfingalyfjum gegn vilja hans þá er ég alveg sami ofbeldismaðurinn og aðrir vilja ekki vera. Læknaeiðurinn minn er ekkert öðruvísi en annarra lækna.
Þar að auki getur verið hættulegt að svæfa fólk,sérstaklega þar sem viðkomandi er örugglega ekki fastandi né sérstaklega andlega undirbúinn fyrir svæfingu. Þar að auki má ég ekki svæfa neinn á LSH nema fyrir liggi skriflegt samþykki viðkomanda nema líf liggi við, sem á ekki við í þessu tilfelli.
Hvers vegna er það að mönnum detti til hugar að það sé betra að svæfa fólk sem er mótfallið einhverri athöfn? Hvernig getur það verið skárri kostur að ræna einhvern lífsýni gegn vilja sínum í svæfingu, sem er neydd upp á viðkomandi frekar en með lögregluvaldi sem er hættuminna og fljótlegra en svæfing. En er sama ofbeldið í mínum huga. Ég held að eina ástæðan sé sú að í svæfingu er auðveldara að koma fram vilja sínum.
Er ekki betra að viðkomandi glati lagalegum rétti sínum við að nýta sér mannréttindi sín og það sé gengið út frá því að þvagprufan sé jákvæð fyrir dómi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)