Þvagleggur og læknar.

Ég á í vandræðum með þvaglegginn. Sem læknir er ég kominn þó það langt að læknar taka ekki þátt í ofbeldi á fólki gegn vilja þeirra. Ef lögregla biður mig að setja upp þvaglegg er þá viðkomandi ekki orðinn skjólstæðingur minn? Svo hlýtur að vera því á mig er kallað vegna sérþekkingar minnar. Ef api hefði ekið drukkinn hefði verið kallað á dýralækni. Það eina sem skyldar mig til samstarfs við lögreglu gegn vilja skjólstæðings míns er annars vegar landráð eða ásetningur skjólstæðings til að svipta einhvern lífi. Að öðrum kosti er ég "ambassador" skjólstæðings míns. Til að komast fram hjá læknum væri sennilega ráð að sérþjálfa starfsmenn hjá lögregluembættunum í þvagleggsísetningu. Þeir eru ekki bundnir af lækna eða hjúkrunarfræðinga eiðum.

Segjum svo að dómari kveði upp þann úrskurð að mér beri að aðstoða við þvagtökuna. Segjum að það sé snarbrjálaður karlmaður með stóra vöðva og stóran blöðruhálskirtil. Þvagtakan fer fram með ofbeldi og er því ekki framkvæmd við kjöraðstæður og hann fær í kjölfarið sýkingu í þvagið, síðan í nýrun og að lokum sýklasótt(blóðeitrun) og á þriðja degi er hann látinn. Er ég ábyrgur?

Þessi sterki maður snarbrjálast vegna þess ofbeldis sem dómarinn ákvað og sparkar í einn lögreglumanninn og hann deyr á þriðja degi vegna heilablæðinga. Hver er ábyrgur?

Mér sem svæfingalækni er falið af dómara að svæfa manninn svo að hann fái mannúðlegri meðferð við þvagsýnatökuna. Ég framkvæmi svæfinguna samkvæmt bókinni miðaða við aðstæður. Þrátt fyrir það gerist það sem svæfingalæknar óttast alltaf þegar sjúklingar eru svæfðir og eru ekki fastandi. Áður en mér tekst að tryggja loftveginn kastar sjúklingurinn upp og súrt magainnihaldið lendir í lungunum. Þrátt fyrir þrotlausa vinnu á gjörgæslu í 6 vikur andast maðurinn úr fjölkerfabilun. Hver er ábyrgur???????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Taka þvagsýnis með þvaglegg ósamvinnuþýðrar manneskju getur sem sagt haft vondar afleiðingar?

Jens Guð, 23.8.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Að setja upp þvaglegg er aldrei án áhættu. Mesta hættan er að færa sýkingu upp í þvagblöðru, þ. e. blöðrubólgu.  Áhættan er lítil þegar leggur er settur upp við góðar aðstæður og tekinn strax aftur út.  Aftur á móti í svona dæmi er örugglega erfitt að halda öllu hreinu og dauðhreinsuðu og er því áhættan því aukin. Hjá viðkvæmum einstaklingum getur orðið úr sýking í nýrum og síðan blóðeitrun, þe sýklar í blóði. Langflestir lifa af en menn geta dáið.

Thats live. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.8.2007 kl. 23:21

3 Smámynd: Halla Rut

Ég verð bara að verða væmin og segja að mér þykir vænt um að sjá skrif eftir lækni sem hefur greinilega ekki gleymt hverju hann lofaði er hann fékk skírteinið í hendurnar og fyrir hvern hann er að vinna. Eins og ég hef sagt á mínu bloggi þá er ég svo gáttuð á að læknir hafi framkvæmt þessa sýnatöku við þessar aðstæður að ég á ekki orð. Læknir skal ávallt bera hag sjúklingsins fyrir hendi. Læknir er sá sem maður á að geta treyst á. 

Halla Rut , 25.8.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mér finnst samt áhugavert hvernig Hippókratesareiðnum hefur verið breytt varðandi að taka líf. Einnig finnst mér orðræðan háfleygari og meiri hvað sum atriði varðar á meðan t.d. forvarnarstarf er afgreitt á fremur snubbóttan og óáhugaverðan hátt.

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æ þetta hefði nú átt betur heima við aðra færslu.

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:12

6 identicon

Augljóslega þarf að senda inn svæfingarlækni fyrst. Síðan má kalla á hina doktorana.

Páfinn (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 01:03

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Miðað við færsluna sem kemur á eftir þessari núllast þessi út.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 21:24

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mannréttindi og lög eru ekki endilega í samfloti. Íslensk lög og mannréttindasáttmálar eru ekki endilega í samfloti heldur. Samkvæmt mannréttindasáttmálum verða menn ekki þvingaðir til að láta lögreglu fá í hendur sönnunargögn gegn sér, nægir að minna á að mönnum er ekki skylt að svara spurningum lögreglu ákæruvalds eða dómara í öllum siðuðum ríkjum.  Lög og samviska manna þarf ekki að fara saman. Lög og læknisfræði þurfa ekki að fara saman. Í 47. gr. umferðarlaga nægir að hafa lífeindafræðing (meinatækni) til að taka þvagsýni. Í lýðræðisríkjum er læknum prestum og blaðamönnum ekki skylt að bera vitni. Þe. þeim er ekki skylt að láta sönnunargögn í té gegn öðrum, þám. hverskonar sýni vænti ég. Og ef þeir eru dæmdir til þess þá segja þeir bara "NEI ég svara samt ekki það stríðir gegn siðalögmáli mínu". Kaþólskur prestur lætur fyrr lífið en að greina frá og ef hann greinir frá þá missir hann hempuna.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband