Færsluflokkur: Lífstíll
27.12.2007 | 20:14
BHUTTO MYRT !!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 15:32
JÓLAHUGLEIÐING.
Jólin eru merkilegur tími. Sjálfsagt hafa jólin ýmsar birtingarmyndir hjá mismunandi einstaklingum. Mjög sennilega hefur æska og uppeldi mikið að segja, eða eins og erfðamengið í mannskepnunni. Þar á móti kemur ætlun okkar um hvernig við höldum okkar jól. Hvernig við höndlum hefðirnar eða nýtum okkur þær til að gera jólin okkar.
Sameiginlegt er þó flestum að jólin eru vegferð með vissum endi sem þó endurtekur sig í sífellu ár eftir ár. Í raun hefst vegferðin um leið og einum jólum er lokið. Annað sem er sameiginlegt flestum er að mikil samvinna á sér stað við undirbúning jólanna. Þessi sameiginlegi undirbúningur er mjög ríkjandi í hegðun flestra. Fjölskyldur eiga sér sameiginlegt markmið, jólin, þar sem undirbúningurinn veitir einna mesta gleði ekki síður en jólin sjálf. Fjölskyldumeðlimir taka höndum saman og hlutverkin skipast eftir því sem gagnast lokamarkmiðinu, gleðilegum jólum. Enginn einn reynir að krýna sig meistara því sigurinn felst í uppskerunni, að allir í fjölskyldunni eigi gleðileg jól. Jólagjafirnar endurspegla þetta vel því flestir eru að velja gjafir fyrir einhvern annan en sjálfan sig og setja sjálfan sig þar með í annað sætið. Því hafa allir í fjölskyldunni hlutverk, oft er það húsmóðirin sem leiðir starfið en reynir þó að gæta þess að allir fái hlutverk við hæfi. Ekki eingöngu vegna þess að margar hendur vinna létt verk heldur miklu frekar að þá finnst öllum að þeir eigi hlut í jólunum.
Ekki er víst að allir hafi sömu sýn eða reynslu af jólunum. Hvernig við breytum því er vandséð því margt kemur örugglega til. Erfið æska eða slæmar núverandi aðstæður í bland við vandamál. Best væri þó að sem flestir gætu átt góðar stundir í takt við umhverfið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 21:24
Svik og samráð.
Það var athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í dag. Hún var birting á nafnlausu bréfi. Morgunblaðsmenn báðu okkur afsökunar á því að birta nafnlaust bréf sem væri ekki vaninn á þeim bæ. Aftur á móti fannst þeim nauðsyn brjóta lög. Það væri það mikið sannleikskorn í þessu bréfi að það ætti að birtast. Bréfið fjallaði um samráð í smávöruverslun á Íslandi.
Þetta er í raun nokkuð merkilegt. Morgunblaðið ákveður að taka mikla áhættu og birta bréf um athæfi sem allir vita um og þekkja. Allir hafa vitað um samráðið en ekki gert neitt í því nema röfla einstaka sinnum við kassadömuna. Hvernig stendur á þessu með okkur Íslendinga, við virðumst elska að láta snuða okkur?
Svo er þar að auki auglýst vara svo ódýr að hún er hvergi finnanleg þegar maður kemur í búðina. Ég lenti í því í dag en áttaði mig ekki á svikunum fyrr en ég kom heim. Réttara sagt það var konan sem benti mér á mistökin. Ég hafði nefnilega ekki keypt ódýru kjúklingabringurnar sem voru auglýstar til sölu í dag.
Af þessu má ráða að smásalarnir eru miklir atvinnumenn en við erum áhugamenn í bransanum. Því hafa þeir alltaf vinninginn. Það er augljóst að það er ekki heiglum hent að versla í Bónus og hinum búðunum. Við verðum að fá atvinnumenn í lið með okkur til að versla hjá þeim. Einhverja sem nenna ekki að þrasa og eru fljótir að sannfæra mótaðilann um villu síns vegar.
Ef ég ætti að velja á milli Viðskiptaráðherra Íslands eða Vítisengla þá finnst mér þeir síðarnefndu líklegri til að ná árangri fyrr, amk eru þeir öllu vígalegri á velli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 20:38
Ætli Dumbó hafi haft próf?
Eins og kemur fram hér fyrir neðan þá er stór hluti kennara ekki með viðeigandi menntun til að kenna það sem þeir eru samt að kenna.
Við vitum einnig að það er skortur á kennurum.
Ætli við myndum bregðast eins við ef okkur skorti flugmenn til að fljúga með okkur á milli staða. Hver er þá munurinn á flugmanninum okkar og kennara barnanna okkar? Jú flugmaðurinn flýgur okkur en kennarinn kennir börnunum okkar. Sem sagt okkur er alls ekki sama um okkur en okkur er skítsama um börnin okkar.
3. Samantekt
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir upplýsingaöflun menntamálaráðuneytisins
um menntun þeirra sem kenna stærðfræði og náttúrufræði í 7. 10. bekk grunnskóla og
stærðfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði og líffræði í framhaldsskólum veturinn
2003 2004.
Fram kemur m.a. að 49% þeirra sem kenna stærðfræði í 8. 10. bekk eru
grunnskólakennarar með almennt kennarapróf, en 33% þeirra eru grunnskólakennarar
með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein.
Í 7. bekk er rétt tæpur helmingur þeirra sem kenna stærðfræði án þess að vera
umsjónarkennari viðkomandi bekkjar grunnskólakennari með almennt kennarapróf,
tæpur fjórðungur kennaranna eru grunnskólakennarar með BEd-próf og stærðfræði sem
valgrein.
Þegar menntun stærðfræðikennara í 7. 10. bekk eru skoðaðuð í heild kemur í ljós að
u.þ.b. helmingur kennara sem kenna stærðfræði sérstaklega eru grunnskólakennarar með
almennt kennarapróf. Grunnskólakennarar með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein eru
30% hópsins.
Í kennslu náttúrufræði í grunnskólum í 8. 10. bekk eru flestir kennarar grunnskólakennarar
með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein eða 40%, en 32% kennaranna eru
grunnskólakennarar með almennt kennarapróf. Í 7. bekk er svipað hlutfall
grunnskólakennara með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein, 36% og með almennt
kennarapróf er 38%.
Þegar náttúrufræðikennarar í 7. 10. bekk er skoðaður í heild kemur í ljós að flestir þeirra
eru grunnskólakennarar með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein, 38%.
Í heild bárust upplýsingar um 403 kennara í framhaldsskólum sem kenna stærðfræði.
Kennarar með BS-próf í stærðfræði eru innan við helmingur þeirra sem kenna stærðfræði
eða um 46% af heildinni.
Í framhaldsskólum er minnihluti stærðfræðikennara sem kenna áfanga frá 102 363
framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í stærðfræði, eða frá 34%-46%.
Þegar lengra kemur í náminu, þ.e. í áföngum 403 703 snýst þetta við og meirihluti
kennara eru framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í stærðfræði, eða
frá 56-59%.
Kennarar sem kenna náttúrufræðigreinarnar náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði og
líffræði eru að meirihluta framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í
viðkomandi námsgrein.
15
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 19:59
15 MILLJARÐAR KRÓNA.
Það kom fram í Kastljósi í gær að landbúnaðurinn á Íslandi fær 15 milljarða á ári í opinbera styrki. Hlutfall af tekjum bænda er um 66% og er eitt það hæsta sem um getur. Ég hrökk við því ég hafði ekki gert mér grein fyrir að um svo stórar fjárhæðir væri að tefla. Rekstur Landspítalans er um 33 milljarðar á ári þannig að niðurgreiðslur til landbúnaðarins eru u.þ.b. hálfur Landspítali á ári. Það er búið að leggja til hliðar 18 milljarða til að byggja nýjan Landspítala fyrir landsmenn og hafa sumur farið á límingunum yfir þeirri upphæð. Enginn virðist æsa sig jafn mikið yfir 15 milljörðum á hverju ári til landbúnaðarins.
Ég fór aðeins að reyna að finna út á netinu hvert þessir 15 milljarðar fara. Mjólkurframleiðsla fær um 5 milljarða. Sauðfjárræktun fær 3,6 milljarða. 15-5-3,6 er 6,4 milljarðar sem virðast vanfundnir. Sjálfsagt fer eitthvað í menntun, eftirlit og þess háttar. Ég auglýsi samt eftir mismuninum. Er hugsanlegt að milliliðir séu afætur á Ríkinu? Ekki lifa bændur neinu bankastjóralífi. Hvar eru peningarnir okkar??
Athugum aðeins hvað Sjálfstæðisflokkurinn segir um Landbúnaðarmál.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að stundaður sé fjölbreyttur landbúnaður á grundvelli einkaframtaks og frelsis til athafna.
Íslenski Sjálfstæðisflokkurinn dælir peningunum okkar í landbúnaðinn, er það einkaframtak? Jafnvel er hugsanlegt að allir aðrir en bændur fái alla þessa peninga.
Ég tel að sleppa eigi einkaframtaki bænda lausu og losa um þessa fjötra ríkisafskipta sem viðgangast núna. Ég treysti íslenskum bændum vel til að reka landbúnað, eða hverjir ættu að kunna það betur?
Það virðist ekki vera slíku trausti til að dreifa hjá íslenska Sjálfstæðisflokknum.
Aftur á móti treystir hann einkaframtakinu til að selja erlenda landbúnaðarframleiðslu í formi áfengis í Bónus.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2007 | 22:21
Fólk sem hugsar um fólk en ekki fjármuni.
Nú hafa skólastjórar tjáð sig. Oft hefur ástandið verið slæmt en nú er það verra en nokkru sinni fyrr. Þeir kennarar sem eru í vinnu eru látnir vinna eins mikið og hægt er því auglýsingum er ekki svarað. Kennaraskortur er staðreynd og þeir sem sinna börnunum okkar eru yfirhlaðnir vinnu svo kerfið hökti einhvernvegin.
Sama staða er í leikskólamálum og hefur verið mikið í fréttum í töluverðan tíma.
Skortur á hjúkrunarfræðingum er vel þekktur og er hver dagur á sjúkrahúsum barátta stjórnenda í því að ná að manna næstu vakt.
Umönnunar- og menntastéttir eru á skammarlega lágum launum, vinna allt of mikið og það er stöðugt verið að þrýsta þeim í meiri vinnu gegn vilja þeirra. Á þann hátt tekst að halda uppi því þjónustustigi sem við höfum í dag.
|
Þegar haft er í huga að hægt er í vissum verslunum að fá kaup fyrir að draga strikamerkingar yfir skynjara fyrir sama kaup og kennari eða hjúkrunarfræðingur fær eftir 25 ára starf þá er eitthvað að. Það er ekkert rangt við það á fá þokkalega greitt fyrir að vinna í verslun, það er hið besta mál og ekki víst að allir sem vinna við það prísi sig svo sæla af sínu kaupi.
Það sem er að er verðmætamat okkar Íslendinga.
Ef ég sel einhverjum eitthvað þá er það gott. Um leið og ég sel þá verður til fjárhagslegur gróði, að öðrum kosti ganga viðskiptin ekki upp. Í dag er þessi gróði orðin aðalsmerki, sá sem græðir sem mest er flottastur. Ef einhver græðir þá hlýtur einhver annar að tapa, það hlýtur þá líka að vera flott. Einu sinni fór maður inn í guðshús og velti um borðum slíkra gróðrarpunga. Honum fannst þeir ekki neitt flottir. Hann varð síðan krossfestur og dó.
Í dag í okkar þjóðfélagi er ekki flott að vera kennari eða hjúkrunarfræðingur ef mið er tekið af launum. Hvernig breytum við því?
Oftast þegar rætt er um þessar stéttir eru framlög þeirra flokkuð sem kostnaður og byrði á þjóðfélaginu sem er að sliga heiðvirða skattgreiðendur. Tilvist þeirra er nánast bruðl. Þegar enn ein Kringlan rís úr jörðu er hún snjöll fjárfesting.
Er það ekki fjárfesting að koma fólki aftur til betri heilsu? Er það ekki fjárfesting að mennta börnin okkar?
Er ekki heilsan og börnin okkar það dýrmætasta sem við eigum, ég bara spyr.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.9.2007 | 23:01
Lýðræðið.
Það er skrítið þetta lýðræði. Við kjósum með jöfnu millibili. Á þann hátt ákveðum við hvaða einstaklingar munu fylgja hugsjónum okkar eftir á Alþingi. Svo gerist það að úrslit kosninganna eru okkur ekki að skapi. Sá sem við höfðum mestar mætur á nær ekki kjöri heldur einhver annar. Það ákvarðast í raun af kosningalögum, hvernig atkvæðin eru meðhöndluð, svona tæknilega séð. Á þann hátt nær lýðræðið ekki tilgangi sínum, að ákveðinn hópur velur sér fulltrúa til að bera fram sín mál. Kosningalögin gera það mögulegt að einhver allt annar en við höfðum í hyggju næði kjöri. Hvað er þá til ráða?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2007 | 19:33
Hátæknisjúkrahúsið okkar allra eða góður kamar.
Árið 1930 var Landspítalinn opnaður. Þá höfðu íslenskar konur safnað peningum hjá þjóðinni fyrir honum. Á þeim árum var ekki mikill skilningur á því að reisa sjúkrahús, stórt og fullkomið fyrir Íslendinga hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Til allra hamingju fyrir íslenska þjóð voru langömmur okkar framsýnni en þeir. Ég ætla rétt að vona að sagan þurfi ekki að endurtaka sig að þessu leitinu aftur.
Árið 1930 var Landspítalinn búinn fullkomnustu tækni sem Íslendingar höfðu völ á þeim tíma. Þannig er því farið enn þann dag í dag. Þannig ætlum við að hafa það framvegis, því Íslendingar vilja ekki hafa það öðruvísi. Landspítalinn hefur alltaf verið hátæknisjúkrahús. Það er öllum augljóst sem velta málunum fyrir sér í smá stund. Því er það tóm tjara að fara að kalla Landspítalann í dag hátæknisjúkrahús.
Þegar horft er á þessa tölvugerðu mynd er gott að hafa í huga að aðeins hluti bygginganna fer undir spítala. Stór hluti er fyrir starfsemi Háskólans og rannsóknarstofuna á Keldum. Auk þess er verið að sameina tvö sjúkrahús í eitt.
Sumum finnst hann dýr. Sama sögðu menn 1930. En í dag vilja allir Lilju kveðið hafa. Langt mál um skammsýni.
Að lokum tek ég einfalt dæmi sem allir ættu að skilja. 6 sjúklingar saman á stofu með einn kamar til sameiginlegra nota. Allir nýskornir, áætluð vist 4-8 dagar á spítala. Einn sem er töluvert veiklaður fyrir kemur sér upp slæmri sýkingu í skurðsári af spítalabakteríu. Hann smitar hina. 3 sem eru sterkir og komast heim "aðeins" 3-5 dögum of seint. Reyndar tefur þetta þá um 1-2 vikur að komast í vinnu aftur. 2 veikjast mjög mikið og annar er á gjörgæslu í 10 daga og á sjúkrahúsinu í 3 mánuði. Hann og sá veiklaði verða aldrei aftur vinnufærir.
Að allir séu á einbýli með sinn kamar hver á nýja sjúkrahúsinu okkar mun spara þennan kostnað. Sá sparnaður mun greiða upp kostnaðinn við nýbygginguna. Þetta er nú öll hátæknin. Góður kamar.
Að lokum sá sjötti dó vegna sýkingarinnar, því er öll umræða um nýja Landspítalann dauðans alvara.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2007 | 23:15
Kvótinn og Köben.
Núna er ég í Köben. Áður fyrr var hún kölluð kóngsins Köben. Í dag kallast hún Bónus Köben. Við erum bráðum búin að kaupa upp allt hérna sem er einhvers virði. Það er varla svo slæmt, ef einhver vill kaupa mann er maður að minnsta kosti einhvers virði.
Var á fundi í gærkvöldi hjá Frjálslynda flokknum. Það hafa verið smá væringar innan flokksins í sumar. Menn ræddu hlutina hreint út. Lang flestir mjög málefnalegir. Í stuttu máli mjög góður fundur. Á fundinum kom greinilega fram að mikill kraftur er í grasrótinni. Allir eru fullir áhuga og vilja að gera enn betur næst. Þetta var eins og að sjá 8 gata tryllitæki nötra skömmu áður en því er skellt í gírinn.
Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Íslendingar myndu kaupa upp Kaupmannahöfn. Hver trúir því að FF muni kollvarpa kvótakerfinu. Við trúum því.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2007 | 00:23
Sáttmáli Guðs og Jesús.
Ég var að mála heima í dag. Þegar maður málar inni eitthvert herbergið þá fyllist hugurinn ró og fer um leið í djúpa þanka.
Ég fór að velta fyrir mér Jesú Kristi. Hann var sendur af föður sínum til jarðarinnar. Hann fór frá öryggi föðurfaðmsins til þessarar jarðar. Þar átti Guðson ekki upp á pallborðið. Þeir sem fyrir voru höfðu mun sterkari aðstöðu en Jesú. Helstu liðsmenn hans voru hvorki fugl né fiskur. Enda fór svo að þrátt fyrir góðan boðskap og mikilvægan þá krossfestu þeir hann og hann dó.
Það var nú ekki endilega þetta sem ég var að velta svo mikið fyrir mér. Heldur það að Guð hafði lofað Jesú eilífu lífi ef hann færi til Jarðarinnar og fórnaði sér fyrir málstaðinn. Ef Jesú færi til Jarðarinnar og boðaði fagnaðarerindið í nafni Guðs myndi hann rísa upp frá dauðum á þriðja degi. Þrátt fyrir að þeir feðgar gerðu sér grein fyrir að framboð Jesú á Jörðinni yrði ekki vænlegt til árangurs þá afréðu þeir samt að haga málum sínum á þennan hátt. Auk þess vissi Jesú að hann myndi rísa upp á frá dauðum hvernig sem færi því Guð hafði lofað honum því.
Það sem ég var að velta fyrir mér meðan ég málaði veggina heima hjá mér sveppagráa var ef Guð hefði svikið loforð sitt við Jesú.
Það sló mig nefnilega að allt hefði orðið á annan veg við það. Þá hefði verkið bara verið hálfnað. Þá hefði engin Kirkja orðið og söfnuður. Meðlimir Kirkjunnar hefðu ekki fyllst heilögum anda sem gerði þeim kleift að boða trúna. Nýja Testamentið hefði ekki orðið til sem miðill fræðslu, útskýringa og trúarsetninga sem hinn almenni safnaðarlimur hefði getað nýtt sér í baráttunni.
Til allrar hamingju sveik Guð ekki son sinn. Guð vissi að án tilstuðlan Jesú hefði hann aldrei náð þeim árangri sem hann hefur náð. Þar að auki svíkur Guð ekki loforð. Betur væri að menn fylgdu fordæmi hans.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)