Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Lauk Lýðveldinu 5 desember 2008?

Ég er ákaflega hugsi. Er að lesa bók Guðna Th. þessa dagana. Mín upplifun er sú að þann 5 desember s.l. þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktunartillögu var bundinn endir á sjálfstæði okkar Íslendinga. Þá lauk Lýðveldinu eins og við höfum kynnst því hingað til.

Tillaga til þingsályktunar
um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka
á Evrópska efnahagssvæðinu.
(Lögð fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.)

Þingsályktunartillagan hljóðar svona og er mjög saklaus á að líta.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli
þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.

á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.

Það eru þessi viðmið sem skipta öllu máli og fylgja með í þingsályktunartillögunni. Ég er ekki lögfróður en ef Alþingi samþykkir viðmiðin þá hljóta Íslendingar að hafa samþykkt þau. Viðmiðin fylgja hér með.

UMSAMIN VIÐMIÐ
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og
hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/
EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld
inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum
Evrópusambandsins.


2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna
þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og
samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna
sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift
að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.


3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi
þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Samkvæmt þessu þá fékk Ísland enga fyrirgreiðslu hjá AGS nema að samþykkja Icesave skuldirnar. Liður 3 tryggir það að við rífum ekki kjaft seinna því Evrópusambandið mun verða samráðsaðili að aðstoð AGS. Ef við fellum samninginn núna á Alþingi munum við ekki fá frekari aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.

Við vorum algjörlega borin ofurliði, ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar studdu okkur. Ekki það að við hefðum ekki góð rök fyrir máli okkar. Nei, það var bara sá sem valdið hefur sem réð, þeir þurfa sjaldnast á lögum að halda.

Ekki veit ég hvort er verra að vera gjaldþrota þjóð eða útskúfuð svöng þjóð. Sennilega erum við hvoru tveggja. Hvað er til ráða kæru landsmenn? Kæra þá fyrir mannréttindarbrot? Kannski er best að við flytjum öll til Englands og skráum okkur atvinnulaus þar.


Kaupa menn hús án fyrirliggjandi veðbókavottorðs.

Við okkur Íslendingum blasa erfiðar spurningar. Þær tengjast Icesave málinu. Erum við skyldug til að greiða Icesave skuldirnar. Þeir einstaklingar sem eiga að þekkja lög og reglur Evrópusambandsins manna best á Íslandi, Stefán Már og Lárus Blöndal, telja svo ekki. Þeir hafa birt greinar endurtekið í vetur um þetta mál. Rök þeirra eru sterk. Ég hef ekki séð nein önnur gagnrök en að við eigum að borga, bara vegna þess. Ekki hafa nein góð lagaleg rök komið fram sem hnekkja málflutningi þeirra Stefáns og Lárusar. Menn telja sig bundnir af undirrituðum minnisblöðum milli ríkja og því hafi þeim verið allar bjargir bannaðar. Minnisblað er ekki ríkisábyrgð það er ljóst. Ríkisábyrgð fæst eingöngu fram með samþykki Alþingis Íslendinga. Ef Alþingi samþykkir ríkisábyrgð sem skerðir fullveldi landsins er það landráð.

Af framansögðu er um mjög stórt mál að ræða, vægt til orða tekið. Mjög áleitin spurning er hvernig þessi samningur mun virka á gengi íslensku krónunnar eða lánshæfimats Íslands. Hvernig munu aðrir bregðast við sem telja sig eiga kröfur á Ísland. Munu þeir koma í kjölfarið og nýta sér Icesave samninginn sem fordæmi. Hvers virði er Landsbankinn í raun og veru. Hversu mikið fellur á íslenska ríkið. Mikið af spurningar og fátt um svör.

Fyrrnefndur samningur er ekki opinber. Þrátt fyrir það á að kjósa um hann á Alþingi. Ef eingöngu Alþingismenn fá að sjá samning hvernig eiga þeir að meta hann með grasrótinni, fólkinu sem veitti þeim valdið.

Það er lágmarkskrafa að samningurinn í heild verði settur á netið þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun. Við kaupum ekki fasteign án þess að veðbókarvottorð liggi frammi við undirskrift, þannig er það bara hjá siðuðu fólki.

 

 

Áskorun til þingmanna
VIÐ undirritaðir höfum ritað allmargar greinar þar sem við höfum fært lögfræðileg rök fyrir því að okkur sem þjóð beri ekki að endurgreiða þeim innist...

Lárus Blöndal

Stefán Már Stefánsson
VIÐ undirritaðir höfum ritað allmargar greinar þar sem við höfum fært lögfræðileg rök fyrir því að okkur sem þjóð beri ekki að endurgreiða þeim innistæðueigendum sem lögðu inn hjá íslensku bönkunum erlendis fyrir hrunið. Við höfum ekki fengið nein málefnaleg rök sem hnekkja okkar ályktunum. Ríkisábyrgð verður ekki til úr engu. Til að hún stofnist þarf afdráttarlausa lagaheimild sem ekki er til staðar í dag vegna innistæðutryggingasjóðs. Við höfum verið þátttakendur í samstarfi ríkja í Evrópu þar sem við höfum tekið upp reglur sem samdar hafa verið af Evrópusambandinu. Ekkert í þeim reglum gerir íslenska ríkið ábyrgt fyrir starfsemi íslenskra einkabanka. Þær reglur hafa hins vegar ekki staðist þær væntingar sem ESB hefur byggt upp í kringum þær. Þær reyndust gallaðar og náðu ekki markmiðum sínum. Þeir ágallar geta hins vegar ekki verið á ábyrgð íslenskrar þjóðar að okkar mati.Þeir samningar sem nú hafa verið kynntir þjóðinni eru tæpast ásættanlegir. Ekki er með góðu móti unnt að réttlæta að við tökum á okkur ábyrgð sem við höfum aldrei gengist undir eða berum ábyrgð á með öðrum hætti, hvað þá að það sé gert á þeim kjörum sem um hefur verið samið. Við köllum eftir lögfræðilegum rökstuðningi fyrir þeim samningum sem búið er að undirrita. Ákvörðunin um undirritun samninganna er stór á alla mælikvarða. Hún er m.a. stór í því ljósi að ekki liggur fyrir hve mikill hluti heildarfjárhæðarinnar, 650 milljarða króna að viðbættum háum vöxtum, kemur í hlut Íslendinga að greiða eða hvort innistæður njóti forgangs fram yfir aðrar kröfur samkvæmt neyðarlögunum. Það er engan veginn hægt að ganga út frá því að það ákvæði neyðarlaganna standist. Það liggur hins vegar fyrir að kröfuhafar allra gömlu bankanna munu láta á þetta reyna og breytir umræddur samningur þar engu um. Ef þetta forgangsákvæði laganna stenst ekki verður greiðslubyrði íslenska ríkisins margfalt meiri en ætla mætti samkvæmt kynningu á samningnum. Samninganefnd Íslands hefur skilað sínu verki. Forsendan í starfi hennar virðist hafa verið sú að okkur bæri skylda til að greiða og því ekki annað að gera en að semja um greiðslukjör. Þessi nálgun er ekki í samræmi við þá þingsályktun sem samþykkt var þann 5. desember sl. á Alþingi né þá kynningu sem fram fór á hlutverki samninganefndarinnar þegar hún var skipuð. Í þingsályktuninni ályktar Alþingi aðeins að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld á grundvelli tiltekinna viðmiða. Í þeim viðmiðunum er hins vegar ekkert að finna sem bendir til að Alþingi hafi litið svo á að íslenska ríkið væri greiðsluskylt. Í kynningu nefndarinnar á samningnum kemur ekki fram hvers vegna rökum, sem leiddu til þess að íslenska ríkinu bæri ekki að greiða, hafi verið hafnað í samningaviðræðunum. Ekki liggur heldur fyrir hvers vegna alþjóðlegir dómstólar voru ekki fengnir til að skera úr um deiluna svo sem eðlilegt hefði verið í samskiptum ríkja. Hafi þau sjónarmið ekki verið höfð að leiðarljósi í samningaviðræðunum að Ísland væri ekki greiðsluskylt var fyrirfram lítil von til þess að ná viðunandi samningum. Nú er komið að Alþingi Íslendinga að taka afstöðu til málsins. Ef til eru lögfræðileg rök fyrir þeim niðurstöðum sem samninganefndin hefur samið um, þá verður að kynna þau. Það er nauðsynlegt að um þau sé rætt og að skipst sé á skoðunum um þau. Jafnframt verður að greina frá því hvers vegna dómstólaleiðin var ekki valin. Hins vegar er ljóst að ef ekki er upplýst um röksemdir samninganefndarinnar eru þingmenn í jafnmikilli óvissu um það á hverju hún byggist og aðrir landsmenn. Á hverju eiga þeir þá að byggja sína afstöðu?Séu niðurstöður samninganna byggðar á pólitískum sjónarmiðum, t.d. vegna mögulegrar aðildarumsóknar Íslands að ESB, eða beinum eða óbeinum þvingunum, verður að upplýsa það. Síðan verða þingmenn að taka upplýsta ákvörðun um hvort þau sjónarmið réttlæti skuldsetningu þjóðarinnar sem hljóða upp á óvissar en gríðarlegar fjárhæðir þrátt fyrir að lögfræðileg rök hnígi í aðra átt.Það er algjörlega á valdi Alþingis að ákveða hvert framhald þessa máls verður óháð því hvað núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir kunna að hafa sagt eða gert. Við skorum á þingmenn á Alþingi Íslendinga að krefjast þess að öll rök fyrir þeim samningi sem gerður hefur verið, hvort sem þau eru lögfræðileg eða pólitísk, verði kynnt þingi og þjóð og að ákvörðun verði síðan tekin í framhaldi af því. Þjóðin hlýtur að spyrja: treysta þingmenn sér til að taka ákvörðun um að skuldsetja hana um 650 milljarða kr. auk hárra vaxta, án þess að skýr og afdráttarlaus rökstuðningur liggi að baki?


>> Þjóðin hlýtur að spyrja: treysta þingmenn sér til að taka ákvörðun um að skuldsetja hana um 650 milljarða kr. auk hárra vaxta, án þess að skýr og afdráttarlaus rökstuðningur liggi að baki?

Hver er sinnar gæfu smiður.

Íslenskt samfélag er vanþroska. Klíkuskapur, vinagreiði og spilling er í hávegum höfð. Það er ekki rétt að vera strangur við þá sem hafa verið í klíkunni. Ekki er hægt að sparka Valtý né Baldri því þeir hafa verið í klíkunni. Á Íslandi telst það skipbrot ef viðkomandi missir spón úr aski sínum. Í því sambandi skiptir ekki máli hvað lögin segja. Að einstaklingar séu ekki hæfir er einfaldlega að fara eftir lögum. Það á ekki að vera neitt niðurlægjandi, það á frekar að vera upphefð að víkja því þá er hann að fara að lögum. Svoleiðis hluti skilur ekki ættarsamfélagið á Íslandi.

Áfram með lög og reglur. Evrópusambandið ákvað að tryggingasjóður yrði stofnaður í hverju landi og hann greiddi út lágmarks upphæð til eigenda bankabóka ef illa færi fyrir bankanum. Þessi sjóður er fjármagnaður af bönkunum sjálfum. Þessi sjóður er sjálfseignarstofnun. Kemur íslenska ríkinu ekkert við. Evrópusambandið hugsaði sér að eigendur bankabóka fengju lágmarkstryggingu en allt umfram það væri á eigin ábyrgð. Þeir sem vildu vera algjörlega öruggir myndu geyma fjármuni sína undir koddanum eða kaupa sér gull.

Pólitík og vald hefur haft sigur yfir lögum og rétti. Það er munurinn á því að búa í réttarríki eða ekki. Hrói Höttur kynntist því á sínum tíma. Til að bjarga ásýnd Evrópusambandsins þá eigum við að blæða. Það hentar einnig þeim sem ágirnast auðlindir okkar. 

Það virðist sem að gamlir Alþýðubandalagsmenn ætli að ganga erinda Evrópusambandsins. Sjá þeir fyrir sér í hyllingum að Íslendingar undirgangist fimm ára áætlanir í Stalínískum anda. Þeir stjórna og við þrælum á ökrunum, syngjandi Nallan af innlifum. Eða er um að ræða niðurstöðu samninga á milli aflóga embættismanna gegn mjög menntuðum og þjálfuðum samningamönnum Evrópusambandsins. Hangir eitthvað fleira á spýtunni, eitthvað sem er svo hræðilegt að ekki er hægt að segja okkur frá því.

Niðurstaðan er sú að við tökum á okkur greiðslur sem við getum ekki staðið undir, og eigum ekki að greiða. Hvers vegna spyr ég, hvers vegna?

 


"Við lentum í þessu."

Það er ýmislegt sem gerjast í hugum fólks þessa dagana. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir þrjár mismunandi Ríkisstjórnir í vetur þá breytist ekki nokkur skapaður hlutur. Sama leikritið en bara mismunandi leikarar. Hvernig stendur á því að Steingrímur snýst eins og vindhani. Er möguleiki að æðstu stjórnendur Íslands á hverjum tíma viti eitthvað sem við hin vitum ekki. Er það sú staðreynd að ef umheimurinn lokar á okkur þá sveltum við að nokkrum vikum liðnum. Olían búin, bóndinn og útgerðarmaðurinn stopp, enginn matur. Hvers vegna er okkur ekki sagt allt!

Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld hafi lagt sig í líma við að láta líta svo út að allt sé í góðu lagi hjá okkur. Höldum áfram með Tónlistarhúsið eins og ekkert hafi í skorist. Yfirvöld hafi brugðist í því að gera umheiminum fulla grein fyrir því að við getum ekki greitt þessar skuldir. Ef Steingrímur hefði sagt í dag að hann ætlaði að reisa 40 grunnskóla á hverju ári næstu 7 árin í Bretlandi hefðum við skutlað honum snarlega á geðdeild. En hann sagði þetta í dag.

Þegar kreppan hófst í október sagði Geir "að við lentum í þessu".  Núna segir Steingrímur líka "við lentum í þessu". Hann fékk þetta bara si sona í hausinn. Skrítið ég hélt að stjórnmálaskörungar breyttu sögunni en væru ekki bara söguritarar. Ef við rifjum upp söguna þá hafa þeir sem greitt hafa sínar stríðskaðabætur farnast illa. Karthagóbúar greiddu sínar skaðabætur að fullu eftir annað Púnverska stríðið. Þeir voru þurrkaðir út í því þriðja. Hefur einhver orðið var við mikla breytingu á mannskepnunni síðan þá?

 


Kópavogssamningurinn 1662, taka tvö.

Það er ekki laust við óbragð í munninum núna. Kópavogsfundurinn 1662 kemur upp í hugann. Þau ætla að skrifa undir samning við Breta og Hollendinga í nótt. Samning sem bindur mig og börnin mín á skuldaklafa til langs tíma. Því gagnstæða var einmitt lofað fyrir síðustu kosningar. Skuldir sem við fjölskyldan tókum engan þátt í að stofna til. Hvers vegna fáum við ekki að kjósa um þetta beint, það er jú við sem eigum að borga. Hvers vegna fáum við ekki að vita hvaða eignir eiga að koma upp í skuldina, eignir sem Bretarnir vilja ekki sjá. Hvers vegna þetta leynimakk. Að sjálfsögðu eiga allar þessar upplýsingar að vera á heimasíðu Alþingis. Það er eins og við hin séum algjörir óvitar og best að við vitum sem minnst.

Leyndin er einn af orsakavöldum hrunsins. Steingrímur og Jóhanna aðhyllast ennþá slík vinnubrögð. Þau eru alin upp við slíka foræðishyggju áratugum saman. Þau skilja ekkert annað. Allt á að vera klappað og klárt fyrir blaðamannafundinn á morgun. Síðan má aflétta leyndinni seinna fyrir söguritara. Ekki núna fyrir þjóðina sem á borga.

Við kusum steingervinga og kerfiskarla yfir okkur í maí. Því miður. Steingrímur virðist vera fúinn kerfiskarl sem getur ekki verið snöggur né farið ótroðnar slóðir. Hvorki frumkvæði né nýjabrum. Jóhanna virðist vera einangraður eldri borgari. Heilsar ekki, svarar ekki og segir alltaf það sama. 

Sjálfsagt mun lokaniðurstaðan vera  Jóhönnu og Steingrími að skapi. Innan ekki svo langs tíma mun mengun og ofveiði heyra sögunni til. Hvalaveiði aflögð. Það kunna Vinstri-græn að meta. Einnig mun Jóhanna gleðjast því allir Íslendingar munu verða komnir í Evrópusambandið. Engin furða því við verðum öll flutt héðan, sennilega til Evrópu. 

 


Gjáin.

Ég er ekki alveg að kyngja þessu. Í den var munur á hægri og vinstri. Í dag virðast allir verða að einhverskonar skíthælum þegar komið er inn í steinhúsið við Austurvöll. Í dag var mótmælafundur á Austurvelli. Enn er gjá á milli stjórnvalda og almennings. Það virðist ekki skipta máli hver er í Ríkisstjórn. Það er eins og eina lausn íslenskra Ríkisstjórna sé að láta heimilunum blæða, að heimilin borgi kreppuna.

Hvað veldur þessu? Hvað veldur því að það skiptir engu máli hver situr í Ríkisstjórn. Hver segir ríkisstjórninni fyrir verkum? Ríkisstjórnin sinnir fjármagnseigendum af alúð og kristilegum kærleika. Hjörtu þeirra slá í takt. Skuldarar mega þvælast um ranghala stjórnsýslunnar og fjármálafyrirtækja einir á báti. Það finnst Ríkisstjórnum Íslands eðlilegt ástand. 

Þar með er komin gjá á milli þeirra sem skulda og þeirra sem lána. Sökum íslenskra laga eru lánveitendur þeir sem meira mega sín. Vinstri menn í Ríkisstjórn eru svo andskoti löghlýðnir að þeir geta ekki tekið málstað lítilmagnans. Öðruvísi mér áður brá. Ef svokallaðir vinstri menn ætla að fylgja gömlum lögum íhaldsins út í ystu æsar verður aldrei nein bylting. Bylting snýst um að kollvarpa gömlum gildum. Stólást Jóhönnu og Steingríms virðist ætla að koma í veg fyrir allar breytingar til hagsbóta fyrir skuldsett heimili landsmanna. Huggun harmi gegn er að sennilega verður mikið af ónotuðum evrum og hvölum á Íslandi eftir nokkur ár en sárafáir Íslendingar.

Gjáin breikkar, því miður. Sérkennilegt að þurfa kjósa mörgum sinnum á ári þó vandamálin séu augljós öllum. Lausnirnar að sama skapi. Hver stjórnar liðinu í steinhúsinu við Austurvöll?


Ný ríkisstjórn?

Ný ríkisstjórn mun sennilega fæðast á sunnudaginn. Þetta er í fyrst skiptið sem ég bíð eftir sáttmála nýrrar stjórnar. Þau hafa tekið sér góðan tíma til að semja hann. Vissar væntingar eru meðal þjóðarinnar. Þess vegna verður mjög athyglisvert að lesa nýja sáttmálann. Kannski verður hann bara almenn orð sem merkja ekki neitt. Orð sem hafa enga skírskotun inn í tilveru okkar. Kannski verður hann sönnun þess að þau búa þar en við hér. Við sjáum til hvað setur.

Framtíðin?

Jóhanna segist þurfa að skera mjög mikið niður næstu árin. 10 til 20 milljarða bara í sumar. Síðan á að hækka skatta. Þetta segir okkur að hún ætli að kokgleypa lyfseðil AGS án þess að blikka auga. Niðurskurður, hækkun skatta og jafnvel lækkun launa mun valda því að allir munu spara eins mikið og þeir geta. Enginn mun gera við húsnæði sitt, fresta öllum viðgerðum á bílnum eða þá tönnunum sínum. Hætta að styrkja menningu eða góðgerðamálefni. Allt stopp. Viðvarandi atvinnuleysi.

Allir sem hafa tök á því munu flytja úr landi, fyrst og fremst ungt fólk. Við sem eftir sitjum munum sætta okkur við meiri stóriðju því það er skárra en ekki neitt. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en parið hefur talað á þessum nótunum.


Hvernig hefur Jóhanna hugsað sér að bjarga okkur?

Þá er komin niðurstaða og við í Frjálslynda flokknum töpuðum illa. Ástæðurnar eru 5% þröskuldurinn, fjárvana og vanþroskað innra starf. Skoðanakannanir sem gera það að verkum að fólk vill ekki kjósa flokk sem kemst líklega ekki á þing. Þetta er í raun aukaatriði. Það sem skiptir máli er ástand Íslands.

Ástandið er mjög slæmt. Fólk vill ekki tala um það. Fréttamenn vilja það ekki heldur. Það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með umræðunni í kosningabaráttunni. Eftir að hafa verið þátttakandi í mótmælunum í vetur, setið við fótskör meistaranna og hlustað grannt. Þá veit ég að kosningabaráttan snérist um aukaatriði. Að ræða niðurstöður skoðanakannana í þaula í hverjum fréttatímanaum af fætur öðrum er rugl. Að spyrja í þaula hvort einhverjir geti sætt sig við ESB eða ekki í næstu ríkisstjórn er tímasóun. Við munum frétta það hvort eð er þegar að því kemur.

Spurningarnar sem skipta máli er skuldastaða Íslands. Hvað og hverjum skuldum við. Hvernig standa samningamálin um skuldir okkar. Hvað hafa verið margir fundir, með hverjum og um hvað hafa menn rætt. Hvernig eru kjörin og hvers vegna hefur ekki forsætisráðherra vor farið til Evrópu nú þegar og samið niður skuldir okkar. Hvers vegna greiðum við þetta ekki á löngum tíma. Sú harðsuða sem nú er í gangi er að drepa allt líf á Íslandi.


Hrollvekja á páskum.

Ég var að lesa pistil eftir Andra Geir á netinu. Þvílík hrollvekja, ég tel að allir að ættu að lesa þennan pistil og hugleiða málin. Bara hvers vegna þetta er ekki meira rætt í aðdraganda kosninganna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband