Hver er sinnar gæfu smiður.

Íslenskt samfélag er vanþroska. Klíkuskapur, vinagreiði og spilling er í hávegum höfð. Það er ekki rétt að vera strangur við þá sem hafa verið í klíkunni. Ekki er hægt að sparka Valtý né Baldri því þeir hafa verið í klíkunni. Á Íslandi telst það skipbrot ef viðkomandi missir spón úr aski sínum. Í því sambandi skiptir ekki máli hvað lögin segja. Að einstaklingar séu ekki hæfir er einfaldlega að fara eftir lögum. Það á ekki að vera neitt niðurlægjandi, það á frekar að vera upphefð að víkja því þá er hann að fara að lögum. Svoleiðis hluti skilur ekki ættarsamfélagið á Íslandi.

Áfram með lög og reglur. Evrópusambandið ákvað að tryggingasjóður yrði stofnaður í hverju landi og hann greiddi út lágmarks upphæð til eigenda bankabóka ef illa færi fyrir bankanum. Þessi sjóður er fjármagnaður af bönkunum sjálfum. Þessi sjóður er sjálfseignarstofnun. Kemur íslenska ríkinu ekkert við. Evrópusambandið hugsaði sér að eigendur bankabóka fengju lágmarkstryggingu en allt umfram það væri á eigin ábyrgð. Þeir sem vildu vera algjörlega öruggir myndu geyma fjármuni sína undir koddanum eða kaupa sér gull.

Pólitík og vald hefur haft sigur yfir lögum og rétti. Það er munurinn á því að búa í réttarríki eða ekki. Hrói Höttur kynntist því á sínum tíma. Til að bjarga ásýnd Evrópusambandsins þá eigum við að blæða. Það hentar einnig þeim sem ágirnast auðlindir okkar. 

Það virðist sem að gamlir Alþýðubandalagsmenn ætli að ganga erinda Evrópusambandsins. Sjá þeir fyrir sér í hyllingum að Íslendingar undirgangist fimm ára áætlanir í Stalínískum anda. Þeir stjórna og við þrælum á ökrunum, syngjandi Nallan af innlifum. Eða er um að ræða niðurstöðu samninga á milli aflóga embættismanna gegn mjög menntuðum og þjálfuðum samningamönnum Evrópusambandsins. Hangir eitthvað fleira á spýtunni, eitthvað sem er svo hræðilegt að ekki er hægt að segja okkur frá því.

Niðurstaðan er sú að við tökum á okkur greiðslur sem við getum ekki staðið undir, og eigum ekki að greiða. Hvers vegna spyr ég, hvers vegna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vegna vanhæfni stjórnarinnar og margra fyrrverandi stjórna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Í get tekið undir sumt að því sem þú hefur skrifað hér! 

Í fyrsta lagi þá er það ljóst að innan vissrar klíku, eða vina,  virðist hrein spilling hafa blómstrað meðal a. m. k. sumra í vinahópnum,  og aðrir þá horft á aðgerðarlaus og notið í staðinn molanna sem fallið hafa af borðum spillingargosanna. Eða lagt til aðstoð við myndun krosseignatengsla, út og suður, í öllum þessum fyrirtækjum sem reyndurst bara vera "loft".

Í öðru lagi: Þá er ég ekki sammála því að niðurstaðan á lausn Icesave - deilunnar, komi á nokkurn hátt Evrópusambandinu við, eða eldgömlum Alþýðubandalagsfélögum.  Ég sé bara ekkert samhengi þar á milli.  

   Samningur um niðurstöðu  Icesavedeilunnar við Holland, var undirritaður 11. oktober 2008 milli fjármálaráðherra Hollands og fjármálaráðherra Íslands Árna Matthiassen. 

    Það sem núverandi ríkisstjórn gerði var að fela "samninganefndinni" að reyna að ná betri samningum en Árni Matt. gerði þann 11.okt. 2008.  Til að koma þjóðinni uppúr kviksyndi efnahagshrunsins strax. - Og það náðist betri samningur, annars værum við farinn að borga af 700 milljörðum reiknað með gengi dagsins í dag.  -  Eina aðkoma núverandi ríkisstjórnar að Icesave er að ná fram hagstæðari kjörum og afborgunum.  - Þessvegna er allur þessi atgangur að núverandi ríkisstjórn í sambandi við Icesave alveg með ólíkindum. 

Auðvitað er það helvíti hart að þurfa að borga, fyrir þessa glæpamenn sem komu okkur út í þetta kviksyndi.  En til að komast upp úr kviksyndinu þurftum við að byrja á því að ganga frá þessum samningum um Icesave,  þá verðum við dreginn að landi, og okkur lánað fé, og þegar við höfum fast land undir fótum á ný,  þá getum við farið að byggja hér upp réttlátt þjóðfélag, sem og,  að ná í þessa "glæpamenn" sem stungu af með "þjóðarauðinn" og rændu bankanna. 

Hvað Evrópusambandið varðar, þá kemur sú umræða seinna, þegar við vitum hvað við höfum í hendi. 

Auðvitað veit ég að þeir gömlu Alþýðubandalagsmenn sem þú nefnir hér fyrir ofan, eru hvað harðastir andstæðingar Evrópusambandsins, en þeir munu þá hafa nægan tíma til að safna um sig liði andmælinga, eftir að við erum komin upp úr kviksyndinu.  Fyrr ekki.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.6.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband