Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Brauð í matinn eða núllstillt excel skjöl? Hvar er jókið?

Sveitastjórnakosningarnar eru á næsta leiti. Nánar tiltekið 29 maí n.k.. Það hefur farið lítið fyrir umræðu um þau mál í fjölmiðlum. Þeir afsaka sig með því að það sé svo mikið annað í fréttum. Það er góðra gjalda vert að segja okkur frá því þegar afbrotamenn eru yfirheyrðir. Það reynda hefur enga sterka skírskotun til framtíðar. Borgarmálin og sú umræða hefur mun sterkari skírskotun til framtíðar, hefur mun meira vægi um hvernig okkur muni líða. Hvernig ætlum við að takast á við vaxandi fátækt, misrétti og útburð samborgara okkar út úr heimilum sínum.

Eins og ég rakti í gær munu Samfylking og VG ekki standa gegn sinni eign ríkisstjórn í niðurskurði. Sjálfstæðismenn vilja halda völdum hvað sem það kostar og eru til í einkavæðingu sem kreppan gæti gefið fyrirheit um. Þess vegna er þetta í raun spurning um hvort að þeir sem veljast inn í borgarstjórn eru reiðubúnir að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði og þar með AGS.

Ætli Jón Gnarr hafi hugleitt þennan þátt tilverunnar, að frelsið til athafna, sem okkur stendur til boða, fylgir mikil ábyrgð. Eða verður hlutskipti Jóns að viðhalda völdum Sjálfstæðismanna í borginni! Það væri í raun og veru jók eftir allt saman, soldið grátbroslegt ekki satt?

Þess vegna tel ég að Frjálslyndi flokkurinn hafi mótað sér stefnu sem er raunsæ og í tengslum við raunveruleikann. AGS stjórnar á Íslandi og velferðin mun verða skorin niður. Frjálslyndi flokkurinn mun berjast eins og hann getur gegn þessum áformum.

Björgólfur-úlfur-Ísbjörg-spilling-samspilling....The never ending story...

Tvær kannanir hafa sýnt 70% andstöðu við Icesave. Núna kemur sama niðurstaða úr fyrstu netkosningu Íslands. Það má gagnrýna skoðanakannanir fyrir lítið úrtak og því mögulega ómarktækni. Netkosningin er mjög merkileg. Allir sem áhuga höfðu á gátu smalað. Ég var viss um að Samfylkingin myndi smala öllum netfærum einstaklingum til að kjósa og ég er viss um að þau hafa gert það. Það sem kemur mér mest á óvart að þeim skyldi ekki taksat betur upp. Þessi staðreynd gerir netkosninguna mjög trúverðuga. Samtímis gefur niðurstaðan sterka vísbendingu um að Samfylkingarmenn eru upp til hópa andsnúnir Icesave, annars hefðu þeir flykkst á kjörstað.

Iðnaðarráðherra er kominn í mikið klandur. Hún er að gera samning við einn af aðalleikurum hrunsins. Sama hvaðan gott kemur er stefna Samfylkingarinnar. Í Kastljósinu í kvöld kom fram sérkennileg tengsl. Vilhjálmur Þorsteinsson er stjórnarformaður í Verne Holding, hann er líka stjórnarformaður í CCP. Að auki er hann formaður stýrihóps um orkustefnu Íslands sem Iðnaðarráherra skipaði í ágúst s.l. Stýrihópurinn á sérstaklega að kanna orkunotkun til fyrirtækja í vistvæna geiranum, eins og CCP og Verner. Ætli Vilhjálmur óski fyrst eftir skattaafslætti fyrir Verner og síðan svarar Vilhjálmur þeirri ósk játandi hjá Iðnaðarráðuneytinu. Það er klárt að Katrín er ekki starfi sínu vaxin. Þetta er spilling og pilsfaldakapítalismi. 

Það er greinilegt að Björgólfur Thor á mikið inni hjá Samfylkingunni. Þau vilja borga fyrir hann Icesave mistökin. Þau vilja gera honum mögulegt að auðgast á gagnaveri. Hluti af þeim hagnaði kemur í formi skattaafsláttar sem við borgum. Það er ekki skrítið að þessi flokkur er stundum uppnefndur "samspillingin". 


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er sinnar gæfu smiður.

Íslenskt samfélag er vanþroska. Klíkuskapur, vinagreiði og spilling er í hávegum höfð. Það er ekki rétt að vera strangur við þá sem hafa verið í klíkunni. Ekki er hægt að sparka Valtý né Baldri því þeir hafa verið í klíkunni. Á Íslandi telst það skipbrot ef viðkomandi missir spón úr aski sínum. Í því sambandi skiptir ekki máli hvað lögin segja. Að einstaklingar séu ekki hæfir er einfaldlega að fara eftir lögum. Það á ekki að vera neitt niðurlægjandi, það á frekar að vera upphefð að víkja því þá er hann að fara að lögum. Svoleiðis hluti skilur ekki ættarsamfélagið á Íslandi.

Áfram með lög og reglur. Evrópusambandið ákvað að tryggingasjóður yrði stofnaður í hverju landi og hann greiddi út lágmarks upphæð til eigenda bankabóka ef illa færi fyrir bankanum. Þessi sjóður er fjármagnaður af bönkunum sjálfum. Þessi sjóður er sjálfseignarstofnun. Kemur íslenska ríkinu ekkert við. Evrópusambandið hugsaði sér að eigendur bankabóka fengju lágmarkstryggingu en allt umfram það væri á eigin ábyrgð. Þeir sem vildu vera algjörlega öruggir myndu geyma fjármuni sína undir koddanum eða kaupa sér gull.

Pólitík og vald hefur haft sigur yfir lögum og rétti. Það er munurinn á því að búa í réttarríki eða ekki. Hrói Höttur kynntist því á sínum tíma. Til að bjarga ásýnd Evrópusambandsins þá eigum við að blæða. Það hentar einnig þeim sem ágirnast auðlindir okkar. 

Það virðist sem að gamlir Alþýðubandalagsmenn ætli að ganga erinda Evrópusambandsins. Sjá þeir fyrir sér í hyllingum að Íslendingar undirgangist fimm ára áætlanir í Stalínískum anda. Þeir stjórna og við þrælum á ökrunum, syngjandi Nallan af innlifum. Eða er um að ræða niðurstöðu samninga á milli aflóga embættismanna gegn mjög menntuðum og þjálfuðum samningamönnum Evrópusambandsins. Hangir eitthvað fleira á spýtunni, eitthvað sem er svo hræðilegt að ekki er hægt að segja okkur frá því.

Niðurstaðan er sú að við tökum á okkur greiðslur sem við getum ekki staðið undir, og eigum ekki að greiða. Hvers vegna spyr ég, hvers vegna?

 


55 milljarðar út um gluggann.

Margir eru að undirbúa jólin og reyna að gleyma tilvist kreppunnar, það er í sjálfu sér gott og blessað, en munum það að lýðræðið tekur sér aldrei frí. Ýmsir aðrir eru einnig á yfirvinnu þessa dagana. Um helgina fréttist það að fyrirtækið Milestone sem datt inn í ríkisbankann okkar hefði gert samning við skilanefnd skipuð af okkar mönnum. Sem sagt okkar banki og okkar skilanefnd gerði upp fyrirtækið Milestone. Niðurstaðan er sú að þeim voru gefnar upp skuldir upp á 55 milljarða. Við áttum kröfu á þá en af einhverjum orsökum ákveða okkar menn að sleppa þeim við að greiða skuld þeirra við OKKUR.

Ef þú fellir niður kröfu ertu að sjálfsögðu kröfunni fátækari.

Við erum 55 milljörðum fátækari.

Við þurfum því að greiða 55 milljarða meira í skatt.

Hvað er hægt að gera við 55 milljarða, t.d. byggja nýjan Landspítala.

http://www.fsr.is/library/2204/proc/7


Siðareglur endurskoðenda á Íslandi.

Það kemur fram á Smugunni í dag að félag endurskoðenda hefur verið að þýða siðareglur á þessu ári, þ.e. 2008. Þessar siðareglur munu ganga í gildi 1. janúar 2009. Mér er spurn, hafa endurskoðendur ekki haft neinar siðareglur fyrr en núna? Hvernig er þetta hægt? Ég trúi þessu tæpast, leiðrétti mig hver sem betur getur. Var bara áður farið eftir sannfæringu hvers og eins. Sannfæringu hefur hingað til verið hægt að kaupa án mikilla vandræða. Hvað er í gangi?

Löðrungur Göran Perssons.

 Göran Persson fyrrum fjármála og síðar forsætisráðherra Svíþjóðar var boðið að halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag. Síðan var viðtal við kappann í Speglinum í útvarpinu í kvöld.Ég var búsettur í Svíþjóð á þessum árum. Kannast vel við kreppu af þeim sökum. Aftur á móti leið mér aldrei neitt sérstaklega illa í Svíþjóð í kreppunni þar. Aftur á móti er ég með mikið óbragð í sálinni vegna kreppunnar okkar. Það var mjög sérkennilegt að heyra rödd Görans úr útvarpinu í kvöld. Allt í einu var maður kominn til Svíþjóðar í einni svipan. Aftur "heim". Það rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna hlutirnir gengu vel fyrir sig í Svíþjóð, það var nagli í brúnni sem sagði okkur umbúðalaust hvað hann ætlaði að gera. Í Svíþjóð er miklu meira gegnsæi en á Íslandi. Þar geta allir fengið aðgang að gögnum sem myndu valda heilablóðfalli hjá hvaða embættismanni á Íslandi.

Þar gaf hann íslenskum ráðamönnum á kjaftinn í dag. Göran sagði að allt ætti að vera upp á borðum, allar upplýsingar sem skipta máli. Hann tiltók sérstaklega fjármálafyrirtækin. Í meir en tvo mánuði hafa fjölmiðlar reynt að fá einhverjar upplýsingar en skrápurinn á leynimakkinu hefur varla rispast.

Allt traust á milli þjóðar og valdhafa er horfið. Allt traust milli þjóðar og eftirlitsstofnana er horfið. Þjóðin er orðin sannfærð um að verið sé að hlunnfara hana á bak við tjöldin. Aldrei fékk ég þessa tilfinningu í kreppunni í Svíþjóð. Það er margt og mikið að hjá okkur Íslendingum og Göran benti á margt í dag, ætli einhver taki mark á honum. 

 

http://www.landskronadirekt.com/bilder_nyheter/goran_persson060829.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband