Löðrungur Göran Perssons.

 Göran Persson fyrrum fjármála og síðar forsætisráðherra Svíþjóðar var boðið að halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag. Síðan var viðtal við kappann í Speglinum í útvarpinu í kvöld.Ég var búsettur í Svíþjóð á þessum árum. Kannast vel við kreppu af þeim sökum. Aftur á móti leið mér aldrei neitt sérstaklega illa í Svíþjóð í kreppunni þar. Aftur á móti er ég með mikið óbragð í sálinni vegna kreppunnar okkar. Það var mjög sérkennilegt að heyra rödd Görans úr útvarpinu í kvöld. Allt í einu var maður kominn til Svíþjóðar í einni svipan. Aftur "heim". Það rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna hlutirnir gengu vel fyrir sig í Svíþjóð, það var nagli í brúnni sem sagði okkur umbúðalaust hvað hann ætlaði að gera. Í Svíþjóð er miklu meira gegnsæi en á Íslandi. Þar geta allir fengið aðgang að gögnum sem myndu valda heilablóðfalli hjá hvaða embættismanni á Íslandi.

Þar gaf hann íslenskum ráðamönnum á kjaftinn í dag. Göran sagði að allt ætti að vera upp á borðum, allar upplýsingar sem skipta máli. Hann tiltók sérstaklega fjármálafyrirtækin. Í meir en tvo mánuði hafa fjölmiðlar reynt að fá einhverjar upplýsingar en skrápurinn á leynimakkinu hefur varla rispast.

Allt traust á milli þjóðar og valdhafa er horfið. Allt traust milli þjóðar og eftirlitsstofnana er horfið. Þjóðin er orðin sannfærð um að verið sé að hlunnfara hana á bak við tjöldin. Aldrei fékk ég þessa tilfinningu í kreppunni í Svíþjóð. Það er margt og mikið að hjá okkur Íslendingum og Göran benti á margt í dag, ætli einhver taki mark á honum. 

 

http://www.landskronadirekt.com/bilder_nyheter/goran_persson060829.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hilmar og takk fyrir athugasemdina. Það sem skiptir máli er að fá sannleikann fram og gegnsæi. Ísland er ákaflega frumstætt að þessu leitinu og sérhagsmunagæslan er algjör. Við verðum að fá drulluna upp á dekk svo fólk geti myndað sér skoðun á málunum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.12.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir sem hann benti sérstaklega á ættu svo sannarlega að gera það. Annars kalla þeir yfir sig enn meiri tortryggni, reiði og ófrið. Þetta efnahagslega og andlega ofbeldi sem þjóðin býr við um þessar mundir er gersamlega óþolandi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband