Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Baráttan við Chicago heilkennið.

G20 hópurinn ákvað mikla styrki til að stytta kreppuna. Um er að ræða ríkisstyrki. Þar að auki mjög hert eftirlit með öllu misjöfnu í viðskiptum. Aflétta bankaleynd og opna skattaskjól auðmanna. Sem sagt ríkisafskipti. Sumir segja að hér sé komið að endalokum frjálshyggjunnar. Frjálshyggjumenn mótmæla því og réttilega. Sannir frjálshyggjumenn bera ábyrgð á gjörðum sínum og miða fjárfestingar sínar við að geta staðið í skilum. Þ.e.ábyrgð í viðskiptum. Því fara þeir niður með sínum fyrirtækjum. Það er svolítið öðruvísi hér á landi.

Því er mjög athyglisvert að lesa pistil Styrmis á AMX í dag. Ég gerist svo ósvífinn að afrita hluta af honum hér því það er margt vel ritað hér annað en zetan.

 Um síðustu aldamót hóf Morgunblaðið í ritstjóratíð okkar Matthíasar Johannessen mikla baráttu fyrir því, að böndum yrði komið á stórar fyrirtækjasamsteypur, sem þá voru að verða til með löggjöf til þess að koma í veg fyrir að þær gætu eignazt Ísland allt. Við töluðum fyrir daufum eyrum. Þrátt fyrir ítrekuð skrif í langan tíma urðu viðbrögð nánast engin.

Slík löggjöf hefur aldrei verið vinsæl hjá þeim, sem starfa á vettvangi viðskiptalífsins. Í ljósi sterkra áhrifa þess innan Sjálfstæðisflokksins áttum við ekki von á miklum stuðningi þaðan. Hins vegar átti ég persónuleg samtöl við forystumenn Samfylkingar á þeirri tíð og benti á, að stuðningur þess flokks við þennan málflutning mundi skipta máli. Þann stuðning var ekki að fá og ég hef aldrei skilið og mun aldrei skilja hvers vegna.

Það er hins vegar ljóst, að ströng löggjöf, sem útilokar að nýjar fyrirtækjasamsteypur, sem leggi undir sig allar eignir, sem máli skipta á Íslandi, verði til og sterk löggjöf, sem setur bankakerfinu ákveðinn starfsramma áður en einkavæðing þess hefst á ný er alger forsenda fyrir því, að „nýtt Ísland“ geti risið á rústum þess gamla.

Styrmir trúir örugglega á heilbrigða samkeppni en ekki einokun. Í skjóli þess valds sem ritstjóri stærsta dagblaðs landsins hafði reyndi hann að koma böndum á einokunarverslun á Íslandi. Ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar aðhylltust frekar einokun. Að minnsta kosti fékk hann ekki stuðning þaðan. Skýringin sem Styrmir vill ekki trúa er Chicago heilkennið.

http://www.uic.edu/orgs/kbc/Images/capone.jpg

Sjálfsagt er rétt hjá Styrmi að haftastefna vinstri mann muni setja einstaklingsframtakinu þröngar skorður. Sama má segja um Chicago einokunina. Sú stefna hefur kæft allt einstaklingsframtak í fæðingu. Á þetta heilkenni vill Styrmir koma böndum.Hann telur stranga löggjöf sem setur mönnum lífsreglurnar forsendu þess að hér rísi lífvænlegt samfélag manna.

Það sem er að valda mér heilabrotum er; að framansögðu getur það varla talist líklegt að Styrmir muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn því að sögn Styrmis er honum stjórnað af einokunarsinnum. Viðskiptaráð Íslands hefur haft sitt í gegn með hjálp Sjálfstæðisflokksins. Því get ég ekki verið annað en sáttur við að hafa mann eins og Styrmi við hlið mér í baráttunni gegn Sjálfstæðisflokknum.

 

 

 


mbl.is 1,1 billjón dala í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-D ????

Það er ýmislegt í gangi. Stjórnmálaflokkarnir undirbúa sig fyrir kosningar. Þeir gera það eins og ekkert hafi í skorist. Framsókn-Sjálfstæðis og Samfylkingarmenn koma til kosninga eins og óspjallaðar meyjar.  Hvernig er þetta hægt? Er hægt að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjónað Íslandi síðast liðin 18 ár.  Við erum komin á hausinn og það er X-D mest að kenna. Samt ætlar fólk að kjósa X-D aftur. Ég ekki skilja. ???

Ellefti Opni Borgarafundurinn í Iðnó.

 Annað kvöld-miðvikudagskvöld kl 20:0-verður Opinn Borgarfundur. Hann mun fjalla um fjármálagjörninga eins og til dæmis 500 milljarða króna straum af peningum úr íslenskum banka til eigenda hans. Var um eðlilegan gjörning að ræða eða voru líkræningjar á ferð. Ef til vill fáum við svör við því. Skora á sem flesta að mæta.

 http://www.borgarafundur.org/wp-content/uploads/2009/03/borgarafundur11.jpg

 

 


Borgarafundur í Háskólabíó í kvöld kl 20:00

Hvet alla til að mæta, Ríkisstjórnin kemur vonandi, þeim hefur verið boðið. Skuldastaðan og týndu milljarðarnir verða m.a. til umræðu.

New Image


Geiri glópal og hauspokinn.

Skoðunarkönnun dagsins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sækir á er með ólíkindum. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. Er nokkuð hægt að fjasast út í það ef fólk vill hafa það þannig. Samt nokkuð merkilegt sökum þess að Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrst og síðast ábyrgð á stjórn landsins síðastliðin 18 ár. Síðan getur maður ekki einu sinni flutt frá landinu sökum óseljanlegra eigna. Því er maður fangi Sjálfstæðisflokksins,"untill death do us apart" Þetta hljómar ekki vel.

Erlendis opnar enginn seðlaveskið fyrir okkur fyrr en Oddsson er kominn úr Seðlabankanum. Við erum álitin bananalýðveldi því enginn hefur sagt af sér og Haarde brosir á BBC og segist ekki vera neitt sorry. Meðan þetta hrjáir okkur þá snyrta þeir hjá sér neglurnar í efnahagsbrotadeildinni því það er ekkert hjá þeim að gera, Baugsmálið búið svo fátt er að fást við. Krónan er föst og einskis virði. Skuldasúpa Sjálfstæðisflokksins dugar okkur í 1-200 ár. Flest öll fyrirtæki landsins gjaldþrota. Atvinnuleysi eykst með hraða ljóssins. Þingmenn fara með gamanmál úr ræðustól alþingis og Sjálfstæðismenn gera allt sem í þeirra valdi er til að trufla störf minnihlutastjórnar Jóhönnu. Svo ætlar fólk að kjósa þá aftur. Er ég eitthvað bilaður, hef ég misskilið eitthvað. Af hverju er ég með aulahroll. Á ég bara ekki að sætta mig við þetta, ég hlýt að vera minnihlutahópur. Það er samt að þvælast fyrir mér hvers vegna mér finnst ég samt þurfa hauspoka ef ég fer erlendis.


Hvers vegna á að afnema verðtryggingu á Íslandi.

Heimilin á hrakhólum. Núna er borgarafundur hjá Akureyringum um vandamál heimilanna í kjölfar kreppunnar. Sökum þess að hitastig umhverfisins lækkaði hér fyrir sunnan og hríðarkófið hóf sinn dans varð manni hugsað norður fyrir heiðar. Aftur á móti tel ég fólki sé heitt í hamsi núna fyrir norðan. Verðtryggingin verður sjálfsagt aðalmálið. Hún verður sjálfsagt meðhöndluð með hefðbundnum skotgrafahernaði. Unga fólkið losnar við verðtrygginguna og setur gamla fólkið út á guð og gaddinn. Þvílík heimtufrekja og óskammfeilni af þessu ofdekraða liði. Bara svona í framhjáhlaupi ætla ég minna á það að þeir sem hafa verið að fara á eftirlaun á liðnum árum byggðu sín hús með lánum sem brunnu upp til agna í verðbólgunni á sínum tíma.

Ég tel að nauðsyn þess að afnema verðtrygginguna sé ekki fyrst og síðast budda húseigenda og lífeyrisþega. Mun mikilvægara er að afnema verðtrygginguna vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem hún hefur á allar lánastofnanir landsins og stjórnendur þeirra. Þeir sem stunda lánastarfsemi á Íslandi þurfa aldrei að hafa áhyggjur af afkomu stofnana sinna. Þeir geta bara grætt en aldrei tapað, lántakandinn er einn um þá hlið mála. Mjög sérkennilegt og óeðlilegt fyrirkomulag. Þegar reynir aldrei á hæfni manna að reka lánastofnun þá er augljóst að vanhæfir einstaklingar geta setið þar tryggir í sínum stólum. Meðan ég bjó í Svíþjóð fékk ég húsnæðislán á föstum vöxtum til ákveðins tíma, 1 til 10 ára. Lánið sjálft var til 30 til 40 ára en nýir vextir með jöfnu árabili. Verðbólgan gat verið hærri og þá tapaði bankinn en ég græddi. Því þurftu sænskir bankamenn virkilega að gæta hófs og sýna mikla skynsemi við rekstur fyrirtækja sinna.

Því hefur íslenska verðtryggingin alið af sér óhæfar lánastofnanir á Íslandi. Stjórnendur hafa aldrei þurft að takast á við stjórnunarlega ábyrgð eins og starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Ætli yfirbygging og flottheit hjá viðkomandi lánastofnunum væri eins ef þeir þyrftu að reka sín fyrirtæki eins og aðrir þegnar þessa lands. Þetta er svipað ef að læknir meðhöndlar sjúklinga sem geta ekki dáið hvaða vitleysu sem lækninum dettur  í hug. Þess vegna er nauðsynlegt að afnema þessa verðtryggingu. Þar fyrir utan er það algjör geggjun að verðlag á bílum sem ekki seljast á Íslandi í dag hækki lánin á húsinu mínu. Amen

 

 http://www.productwiki.com/upload/images/monopoly_electronic_banking_edition.jpg

 


"kannski ég hefði átt að gera það"

Þetta er Geir Haarde uppmálaður og öll stjórnkænska hans. Mikill skortur á framtakssemi. Sjálfsagt mun vera hægt að færa rök fyrir því að athafnaleysi hans hafi gert kreppuna á Íslandi verri. Að bregðast ekki við augljósri hættu eða neyð er refsivert athæfi. Við göngum bara ekki framhjá slysstað án þess að reyna að hjálpa. Síðan stjórnar þessi maður stjórnarandstöðu sem stundar málþóf og upphlaup sem tefur önnur mikilvæg störf á Alþingi. Verkstjóri í unglingavinnunni myndi sjálfsagt fórna höndum og óska þess að hann væri kominn einhvurt annað. Ég held að það ætti að setja þingmenn á uppmælingu eða akkorð svo hlutirnir komist í verk. Þeim er greinilega ekki treystandi á tímakaupi.

Birgir og upplýsingaveitan.

Birgir Ármannsson spyr Jóhönnu um tölvuskeyti frá Alþjóðagjadeyrissjóðnum. Þetta skeyti var sent í Forsætisráðuneytið sem trúnaðarmál. Í þessu sambandi skiptir engu hvort Jóhanna vissi um skeytið eða ekki. Stóra spurningin er aftur á móti hvernig Birgir vissi um trúnaðarskeyti. Aðspurður svarar hann" Ég heyrði þetta utan að mér í gær og vegna þess að ég var ekki viss þá ákvað ég að spyrja forsætisráðherra". Hvernig stendur á því að trúnaðarupplýsingar liggja svona á lausu um alla þingsali? Ef Birgi þyrstir svona mikið í sannleikann þá þætti okkur vænt um að vita hver er hans DEEP THROAT.

Inside Deep Throat Poster

 


Landráð.

Var á mjög góðum fundi á Akureyri á sunnudaginn um landráð. Fyrir þá sem hafa misst af því tengjast þær vangaveltur hvort stjórnvöld eða aðrir Íslendingar séu landráðamenn sökum þess að landið er komið á hausinn. Bjartsýnismenn telja skuldir okkar eina til tvær vergar þjóðarframleiðslur. Hvers vegna menn eru svona hræddir við að nefna tölurnar beint er mér hulin ráðgáta en fæ þó slæman fíling. Mér sýnist af öllu að menn séu að tala um 1300 til 2600 milljarða. Segjum bara tvö þúsund milljarða. Nú svo bætast við vextir en gleymum þeim þangað til síðar. Ef okkur tekst að nurla 20 milljörðum árlega í afgang til að borga niður þessar skuldir þá mun það taka 100 ár að borga þessa skuld. Ef ég mun eignast barnabörn á næstu 10 árum munu þau sennilega vera látin þegar skuldin er að fullu greidd.

Þegar stóri meirihlutinn af þjóðinni velur lítinn minnihluta til að stýra þjóðarbúinu fyrir sig er talað um lýðræði og þingræði. Meirihlutinn afsalar sér sínum völdum til minnihlutans og þar með einnig ábyrgð. Þið munið þetta, völd- ábyrgða og ofurlaun. Litla minnihlutanum var falið að reka þjóðarbúið. Þá erum við að meina að menn áttu að standa í skilum. Borga skuldir, ávaxta pundið og forðast skuldsetningu. Niðurstaðan er sú að skuldastaðan er svo slæm að skuldunautar okkar hafa örlög okkar í hendi sér.Við erum á hnjánum. Við eigum engra kosta völ. Sjálfstæði okkar er minna virði en þræls. Þessi minnihluti sem fór þannig með traust okkar er því landráðamenn, hvað annað?


BORGARFUNDUR Á AKUREYRI Í GÆR.

Borgarafundurinn í gær í Ketilhúsinu á Akureyri var mjög góður. Húsið er skemmtileg umgjörð um slíka fundi og virkaði mjög vel á mig. Frummælendur voru góðir og skelegir. Mikið spurt svo að fundurinn varð töluvert lengri en ráð var fyrir gert. Það kom ekki að sök því spurningarnar voru góðar.

img_1780.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést yfir fundasalinn, það var vel mætt og nánast húsfyllir. Finnst það mjög gott á miðjum sunnudegi samtímis og skíðafærið í fjallinu gæti ekki verið betra.

img_1784.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurjón mágur er óþreytandi að segja fólki frá ranglátu kvótakerfi og þeirri spillingu sem það hefur skapað. 

img_1781.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er panellinn. Sennilega átti Vilhjálmur Bjarna skúbb fundarins þar sem hann upplýsti að afskifti hans gætu komið í veg fyrir að háskóladeild sú sem hann starfar fyrir fengi frekari styrk frá ákveðnum fyrirtækjum.-Kúgun??

Það kom fram á fundinum að það gæti verið örðugt að dæma menn fyrir landráð. Ég sé ekki að það ætti að vera svo slæmt því það er augljóst að hægt er að fá menn dæmda fyrir þjófnað, svindl og óheiðarleika.

Lokaorð fundarins átti hin stórglæsilega þingkona og fyrrum bankamálaráðherra Valgerður. Þegar Andrés Magnússon geðlæknir spurði Valgerði hvort það hefði aldrei komið fram í stjórnsýslu ráðuneytanna að Ísland væri búið að vera eitt skuldugasta ríkið í heiminum í áraraðir og að skuldirnar jukust allt góðærið, þá svaraði Valgerður, "þið skiljið ekki hvernig Ríkisstjórnir starfa" Nú við þessi venjulegu gátu ekki annað en tekið heilshugar undir þessi orð. Við nefnilega skiljum alls ekki hvað þessu fólki hefur gengið til undanfarin ár. Geðlæknirinn hefur örugglega dýpri skilning á þessari mannlegu hegðun og sjálfsagt koma honum til skila við annað tækifæri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband