Landráð.

Var á mjög góðum fundi á Akureyri á sunnudaginn um landráð. Fyrir þá sem hafa misst af því tengjast þær vangaveltur hvort stjórnvöld eða aðrir Íslendingar séu landráðamenn sökum þess að landið er komið á hausinn. Bjartsýnismenn telja skuldir okkar eina til tvær vergar þjóðarframleiðslur. Hvers vegna menn eru svona hræddir við að nefna tölurnar beint er mér hulin ráðgáta en fæ þó slæman fíling. Mér sýnist af öllu að menn séu að tala um 1300 til 2600 milljarða. Segjum bara tvö þúsund milljarða. Nú svo bætast við vextir en gleymum þeim þangað til síðar. Ef okkur tekst að nurla 20 milljörðum árlega í afgang til að borga niður þessar skuldir þá mun það taka 100 ár að borga þessa skuld. Ef ég mun eignast barnabörn á næstu 10 árum munu þau sennilega vera látin þegar skuldin er að fullu greidd.

Þegar stóri meirihlutinn af þjóðinni velur lítinn minnihluta til að stýra þjóðarbúinu fyrir sig er talað um lýðræði og þingræði. Meirihlutinn afsalar sér sínum völdum til minnihlutans og þar með einnig ábyrgð. Þið munið þetta, völd- ábyrgða og ofurlaun. Litla minnihlutanum var falið að reka þjóðarbúið. Þá erum við að meina að menn áttu að standa í skilum. Borga skuldir, ávaxta pundið og forðast skuldsetningu. Niðurstaðan er sú að skuldastaðan er svo slæm að skuldunautar okkar hafa örlög okkar í hendi sér.Við erum á hnjánum. Við eigum engra kosta völ. Sjálfstæði okkar er minna virði en þræls. Þessi minnihluti sem fór þannig með traust okkar er því landráðamenn, hvað annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Stjórnarskráin gerir landráði góð skil.Bæði skilgreinir landráð - og refsingu við slíku broti.Ætli það yrði ekki fellt út - ef farið yrði í endurgerð stjórnarskrárinnar !!!

Benedikta E, 10.2.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað hafa þessir menn framið landráð, að framselja sjálfsstæði okkar til útlanda.  Gert okkur að betlurum  í alþjóðasamfélaginu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er vissulega athyglisvert að hugsa um að nú skuli fjallað um Landráð á Íslandi. Þetta orð hefur sveimað í fjarlægri þoku og alla tíð verið bundið við einhverja dularfulla glæona í útlöndum, glæpona sem hafa farið huldu höfði, farið í lýtaaðgerðir, skipt um nafn og þar fram eftir götunum. Nú er verið að tala um að íslendingar sem allir þekkja og ganga um götur eins og annað fólk, hafi ef til vill framið landráð. Í hverju erum við lent?????????????

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt hjá þér, því miður kom ekki fram á fundinum að gjörðir þessara hetja leiddu til þess að efnahagslegt sjálfstæði okkar hvarf á einni viku. Til að ota mínum tota langar mig að benda þér á greina eina ágæta um landráð. http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/500

Arinbjörn Kúld, 11.2.2009 kl. 00:47

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar höfum sérstöðu (hefur einhver heyrt áður um sérstöðu okkar)- í þessu máli umfram aðrar þjóðir. Þetta bévítis óhapp var engum að kenna, það bara fór svona!

Og þess vegna hefur enginn sagt: "Fyrirgefðu!" hvað þá meira. 

Árni Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband