Færsluflokkur: Evrópumál
17.6.2009 | 13:13
"Vér mótmælum allir"
Eins og Ívar Pálsson bendir á þá er IceSave að umbreytast úr deilu milli þjóða í lítið einkamál. Steingrímur sagði að um væri að ræða samning milli einkaaðila. Það væri ástæðan fyrir því að hann þyrfti leyfi til birtingar á samningnum. Ef deilan við Breta umbreytist í einkamál þá verður að reka það sem slíkt í framtíðinni. Hér er mikil vá fyrir dyrum. Þetta eina atriði er næg ástæða til að fella samninginn á Alþingi.
Að samþykkja ólesinn samning er landráð. Að samþykkja samning sem ber með sér verulega hættu á þjóðargjaldþroti er landráð. Að samþykkja samning sem fenginn var með þvingunum, þar sem Íslendingum var meinaður aðgangur að dómstólum er landráð. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að fara með mál fyrir dómstóla, alveg sama þó það hugnist ekki mótaðilanum. Alveg sama þó öllum finnist það tímasóun. Mannréttindi snúast ekki um slíka praktíska hluti heldur virðingu.
Því er borið við að staða okkar sé vonlaus. IMF muni spila með og setja þumalskrúfuna á okkur. Evrópusambandið muni henda okkur út í hafsauga. Sagan endurtekur sig í sífellu. Kúgun hefur ætíð verið til staðar, niðurstaðan byggist mun frekar á viðbrögðum hins kúgaða. Eitt sinn settist lítill Indverji á rassinn og heilt heimsveldi fór á hliðina. Í annað sinn stóð upp íslenskur maður og mótmælti ofríki Dana á Íslandi. Í kjölfarið stóðu allir hinir upp og sögðu "vér mótmælum allir". Þessi viðbrögð eru grundvöllur þess að í dag höldum við 17 júní hátíðlegan til að minnast fullveldis og heiðra minningu Jóns Sigurðssonar.
Mér er til efs að Jóni forseta hafi fundist sín samningsaðstaða sterk, sennilega hefur honum fundist hún nær vonlaus eins og okkur. Hann gerði sér aftur á móti grein fyrir því að það var bara ein leið til að komast að hinu sanna, að láta reyna á það. Ætlum við að sitja? Ætlum við að fylgja fordæmi Jóns og standa upp?
12.6.2009 | 23:24
Kaupa menn hús án fyrirliggjandi veðbókavottorðs.
Við okkur Íslendingum blasa erfiðar spurningar. Þær tengjast Icesave málinu. Erum við skyldug til að greiða Icesave skuldirnar. Þeir einstaklingar sem eiga að þekkja lög og reglur Evrópusambandsins manna best á Íslandi, Stefán Már og Lárus Blöndal, telja svo ekki. Þeir hafa birt greinar endurtekið í vetur um þetta mál. Rök þeirra eru sterk. Ég hef ekki séð nein önnur gagnrök en að við eigum að borga, bara vegna þess. Ekki hafa nein góð lagaleg rök komið fram sem hnekkja málflutningi þeirra Stefáns og Lárusar. Menn telja sig bundnir af undirrituðum minnisblöðum milli ríkja og því hafi þeim verið allar bjargir bannaðar. Minnisblað er ekki ríkisábyrgð það er ljóst. Ríkisábyrgð fæst eingöngu fram með samþykki Alþingis Íslendinga. Ef Alþingi samþykkir ríkisábyrgð sem skerðir fullveldi landsins er það landráð.
Af framansögðu er um mjög stórt mál að ræða, vægt til orða tekið. Mjög áleitin spurning er hvernig þessi samningur mun virka á gengi íslensku krónunnar eða lánshæfimats Íslands. Hvernig munu aðrir bregðast við sem telja sig eiga kröfur á Ísland. Munu þeir koma í kjölfarið og nýta sér Icesave samninginn sem fordæmi. Hvers virði er Landsbankinn í raun og veru. Hversu mikið fellur á íslenska ríkið. Mikið af spurningar og fátt um svör.
Fyrrnefndur samningur er ekki opinber. Þrátt fyrir það á að kjósa um hann á Alþingi. Ef eingöngu Alþingismenn fá að sjá samning hvernig eiga þeir að meta hann með grasrótinni, fólkinu sem veitti þeim valdið.
Það er lágmarkskrafa að samningurinn í heild verði settur á netið þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun. Við kaupum ekki fasteign án þess að veðbókarvottorð liggi frammi við undirskrift, þannig er það bara hjá siðuðu fólki.
Lárus Blöndal
Stefán Már Stefánsson
>> Þjóðin hlýtur að spyrja: treysta þingmenn sér til að taka ákvörðun um að skuldsetja hana um 650 milljarða kr. auk hárra vaxta, án þess að skýr og afdráttarlaus rökstuðningur liggi að baki?
11.6.2009 | 00:30
Hver er sinnar gæfu smiður.
Íslenskt samfélag er vanþroska. Klíkuskapur, vinagreiði og spilling er í hávegum höfð. Það er ekki rétt að vera strangur við þá sem hafa verið í klíkunni. Ekki er hægt að sparka Valtý né Baldri því þeir hafa verið í klíkunni. Á Íslandi telst það skipbrot ef viðkomandi missir spón úr aski sínum. Í því sambandi skiptir ekki máli hvað lögin segja. Að einstaklingar séu ekki hæfir er einfaldlega að fara eftir lögum. Það á ekki að vera neitt niðurlægjandi, það á frekar að vera upphefð að víkja því þá er hann að fara að lögum. Svoleiðis hluti skilur ekki ættarsamfélagið á Íslandi.
Áfram með lög og reglur. Evrópusambandið ákvað að tryggingasjóður yrði stofnaður í hverju landi og hann greiddi út lágmarks upphæð til eigenda bankabóka ef illa færi fyrir bankanum. Þessi sjóður er fjármagnaður af bönkunum sjálfum. Þessi sjóður er sjálfseignarstofnun. Kemur íslenska ríkinu ekkert við. Evrópusambandið hugsaði sér að eigendur bankabóka fengju lágmarkstryggingu en allt umfram það væri á eigin ábyrgð. Þeir sem vildu vera algjörlega öruggir myndu geyma fjármuni sína undir koddanum eða kaupa sér gull.
Pólitík og vald hefur haft sigur yfir lögum og rétti. Það er munurinn á því að búa í réttarríki eða ekki. Hrói Höttur kynntist því á sínum tíma. Til að bjarga ásýnd Evrópusambandsins þá eigum við að blæða. Það hentar einnig þeim sem ágirnast auðlindir okkar.
Það virðist sem að gamlir Alþýðubandalagsmenn ætli að ganga erinda Evrópusambandsins. Sjá þeir fyrir sér í hyllingum að Íslendingar undirgangist fimm ára áætlanir í Stalínískum anda. Þeir stjórna og við þrælum á ökrunum, syngjandi Nallan af innlifum. Eða er um að ræða niðurstöðu samninga á milli aflóga embættismanna gegn mjög menntuðum og þjálfuðum samningamönnum Evrópusambandsins. Hangir eitthvað fleira á spýtunni, eitthvað sem er svo hræðilegt að ekki er hægt að segja okkur frá því.
Niðurstaðan er sú að við tökum á okkur greiðslur sem við getum ekki staðið undir, og eigum ekki að greiða. Hvers vegna spyr ég, hvers vegna?
5.6.2009 | 23:00
Kópavogssamningurinn 1662, taka tvö.
Það er ekki laust við óbragð í munninum núna. Kópavogsfundurinn 1662 kemur upp í hugann. Þau ætla að skrifa undir samning við Breta og Hollendinga í nótt. Samning sem bindur mig og börnin mín á skuldaklafa til langs tíma. Því gagnstæða var einmitt lofað fyrir síðustu kosningar. Skuldir sem við fjölskyldan tókum engan þátt í að stofna til. Hvers vegna fáum við ekki að kjósa um þetta beint, það er jú við sem eigum að borga. Hvers vegna fáum við ekki að vita hvaða eignir eiga að koma upp í skuldina, eignir sem Bretarnir vilja ekki sjá. Hvers vegna þetta leynimakk. Að sjálfsögðu eiga allar þessar upplýsingar að vera á heimasíðu Alþingis. Það er eins og við hin séum algjörir óvitar og best að við vitum sem minnst.
Leyndin er einn af orsakavöldum hrunsins. Steingrímur og Jóhanna aðhyllast ennþá slík vinnubrögð. Þau eru alin upp við slíka foræðishyggju áratugum saman. Þau skilja ekkert annað. Allt á að vera klappað og klárt fyrir blaðamannafundinn á morgun. Síðan má aflétta leyndinni seinna fyrir söguritara. Ekki núna fyrir þjóðina sem á borga.
Við kusum steingervinga og kerfiskarla yfir okkur í maí. Því miður. Steingrímur virðist vera fúinn kerfiskarl sem getur ekki verið snöggur né farið ótroðnar slóðir. Hvorki frumkvæði né nýjabrum. Jóhanna virðist vera einangraður eldri borgari. Heilsar ekki, svarar ekki og segir alltaf það sama.
Sjálfsagt mun lokaniðurstaðan vera Jóhönnu og Steingrími að skapi. Innan ekki svo langs tíma mun mengun og ofveiði heyra sögunni til. Hvalaveiði aflögð. Það kunna Vinstri-græn að meta. Einnig mun Jóhanna gleðjast því allir Íslendingar munu verða komnir í Evrópusambandið. Engin furða því við verðum öll flutt héðan, sennilega til Evrópu.
30.4.2009 | 23:09
Jóhanna, komdu þér nú að verki kona góð.
Þeim liggur ekki mikið á, hjónaleysunum, Jóhönnu og Steingrími. Þau ræða öll mál í þaula. Þessir málaflokkar skipta allir máli en bara ekki strax. Ísland skuldar, kannski 10 þúsund milljarða íslenskra króna. Það er ekki hægt að gera neitt af viti hér á Íslandi fyrr en þessi skuld er útkljáð. Það er tómt mál að vera að velta sér upp úr ESB og öðrum smámálum þangað til við höfum gert upp skuldir okkar. Meðan það er ógert höfum við ekkert lánstraust né nokkurn pening til að gera nokkurn skapaðan hlut. Því verðum við að semja um skuldir þjóðarinnar. Við verðum að bjóða þeim hundrað ára víxil, "take it or leave it" kæru félagar. Ef við förum þá leið mun lánstraust fást og hjól atvinnulífsins fara í gang. Þá þarf ekki að hækka skatta né skera niður.
Jóhanna, komdu þér nú að verki kona góð.
26.4.2009 | 22:05
Hvernig hefur Jóhanna hugsað sér að bjarga okkur?
Þá er komin niðurstaða og við í Frjálslynda flokknum töpuðum illa. Ástæðurnar eru 5% þröskuldurinn, fjárvana og vanþroskað innra starf. Skoðanakannanir sem gera það að verkum að fólk vill ekki kjósa flokk sem kemst líklega ekki á þing. Þetta er í raun aukaatriði. Það sem skiptir máli er ástand Íslands.
Ástandið er mjög slæmt. Fólk vill ekki tala um það. Fréttamenn vilja það ekki heldur. Það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með umræðunni í kosningabaráttunni. Eftir að hafa verið þátttakandi í mótmælunum í vetur, setið við fótskör meistaranna og hlustað grannt. Þá veit ég að kosningabaráttan snérist um aukaatriði. Að ræða niðurstöður skoðanakannana í þaula í hverjum fréttatímanaum af fætur öðrum er rugl. Að spyrja í þaula hvort einhverjir geti sætt sig við ESB eða ekki í næstu ríkisstjórn er tímasóun. Við munum frétta það hvort eð er þegar að því kemur.
Spurningarnar sem skipta máli er skuldastaða Íslands. Hvað og hverjum skuldum við. Hvernig standa samningamálin um skuldir okkar. Hvað hafa verið margir fundir, með hverjum og um hvað hafa menn rætt. Hvernig eru kjörin og hvers vegna hefur ekki forsætisráðherra vor farið til Evrópu nú þegar og samið niður skuldir okkar. Hvers vegna greiðum við þetta ekki á löngum tíma. Sú harðsuða sem nú er í gangi er að drepa allt líf á Íslandi.
23.4.2009 | 23:02
Gullfiskaminni okkar Íslendinga.
Það eru tímamót í dagatalinu í dag. Veturinn búin og sumarið hefst. Þegar horft er um öxl setur mann hljóðan. Þrír stjórnmálaflokkar, D-B og S bera ábyrgð á því hruni sem við upplifðum í haust. Þess vegna ættu kjósendur að refsa þeim öllum en það er bara Sjálfstæðisflokkurinn sem fær smá tiltal frá kjósendum. Þessir þrír flokkar bera ábyrgð á efnahagshruni heillar þjóðar. Gaddþrot þúsunda fyrirtækja. Atvinnuleysi þúsunda einstaklinga. Orðstír okkar er einskis virði. Manni er spurn hvernig þessir flokkar hafa kjark að bjóða sig fram aftur. Mér finnst þeir bara nokkuð bíræfnir. Síðan tekst þeim með mútupeningum sínum að véla þjóðina til að kjósa sig. Ekki ótrúlegt heldur sorglegt. Til hvers mætti maður á Austurvöll vikum saman-ég bara spyr. Til hvers vann maður alla þessa vinnu við Opna Borgarafundi í vetur.
Vinstri grænir njóta þess að menn taki ábyrga afstöðu í málinu. Aftur á móti þá virðist Borgarahreyfingin og sérstaklega Frjálslyndi flokkurinn ekki njóta þess að bera ekki ábyrgð á hruninu. Mér finnst að þessir þrír flokkar ættu að skipta fylginu á milli sín. Hvers vegna svo er ekki er mér hulin ráðgáta en það er svo margt sem maður skilur ekki.
19.4.2009 | 22:17
Samfylkingin og skuldir barnanna okkar.
Það er merkilegt að fylgjast með kosningabaráttunni þessa dagana. Samfylkingarmenn eru sjálfsagt jafnaðarmenn upp til hópa enda kalla þeir sig jafnaðarmannaflokk Íslands. Hitt er erfiðara að skilja ást þeirra á Evrópusambandinu. Eina auðlind þeirra í Brussel er súkkulaði og nefndarstörf. Því horfa þeir löngunaraugum á fiskinn okkar og rafmagnið. Því er áhugi Brusselmanna mjög skiljanlegur á okkur Íslendingum. Þar sem allir eru í megrun á Íslandi þá hljóta Samfylkingarmenn að ásælast nefndarstörfin-umræðustjórnmál.
Það virðist vera sem Samfylkingarmenn séu reiðubúnir að kaupa nefndarstólana sínu dýru verði. Afborganir af Icesave, bara vöxtunum, er 85 milljarðar íslenskra króna. Þetta samþykktu Samfylkingarmenn meðan þeir voru í samstarfi við Sjálfstæðismenn. Ástæða undirlægjuháttar Samfylkingarmanna gagnvart Evrópusambandinu er draumur þeirra um um diplómastörf í Brussel. Að selja sálu sína á þennan hátt má jafna við föðurlandssvik, að minnsta kosti þurfa börnin okkar að borga brúsann sem Samfylkingarmenn stofnuðu til.
5.4.2009 | 21:31
Hver var svo vitlaus að lána okkur alla þessa peninga?
18.1.2009 | 23:14
Áríðandi!! Lesið og bregðist við!!
Sænska þingið vill fá sannleikann á borðið frá almenningi
hér á landi EN EKKI FRÁ YFIRVÖLDUM HÉR Á LANDI !
Við höfum verið í miklum samskiptum við ákveðna sænska þingmenn
sl. mánuði og þeir hafa nú miklar áhyggjur af íslenskum almenningi þar sem þeir sjá að það er ekki allt með felldu hér á landi, takmarkaður aðgangur að upplýsingum m.a
Sænskir þingmenn biðja alla íslendinga um að senda sér tölvupóst og tjá sig um rétta stöðu mála þar sem þeir eru búnir að sjá það að þeir fá ekki réttar upplýsingar um stöðu mála hér frá yfirvöldum á Íslandi.
Eins vilja þeir að það lán sem þeir ætla að veita okkur núna og samþykkja
á þinginu á morgun, skili sér til að bjarga fjölskyldum og húsnæði þeirra, lækka vexti og verðtryggingu en ríkisstjórnin segir þeim ekkert hvert lánin eiga að fara!
LÁNIÐ VERÐUR TIL SAMÞYKKTAR Á MORGUN Á SÆNSKA ÞINGINU
ÞAÐ VERÐUR ÞVÍ AÐ SKRIFA TIL ÞEIRRA STRAX Í DAG !
VERUM DUGLEG - SKRIFUM ÖLL - HVER EINASTI MAÐUR!
FÁUM ALLA SEM VIÐ ÞEKKJUM TIL AÐ SKRIFA Í DAG!
Á ENSKU, SÆNSKU, NORSKU EÐA DÖNSKU.
HÆGT ER AÐ NOTAST VIÐ BRÉFIÐ SEM ER AÐ SJÁ HÉR AÐ NEÐAN LÍKA
FYRIR ÞÁ SEM GETA EKKI SKRIFAÐ SJÁLFIR.
SÆNSKIR ÞINGMENN HAFA ALDREI LENT Í ÖÐRU EINS OG BIÐLA NÚ TIL
OKKAR ÞAR SEM ÞEIR VILJA HJÁLPA TIL, SENDA FRÉTTAMENN TIL
LANDSINS TIL AÐ FYLGJA HLUTUNUM EFTIR.
LÁTIÐ ALLA - ALLA SKRIFA TIL ÞEIRRA ÞVÍ ÞÁ SKILJA ÞEIR ALVÖRU
MÁLSINS ÞAR SEM ÞEIR VITA MINNA EN EKKI NEITT NÚNA, ERU
MATAÐIR Á RÖNGUM UPPLÝSINGUM FRÁ YFIRVÖLDUM SEM SEGJA
ÞETTA VERA ALLT UNDIR - 100% KONTROLL OG HAFI STUÐNING
MEIRIHLUTAR ÞJÓÐARINNAR ?
HJÁLPIN VERÐUR AÐ KOMA UTANAÐ OG SAMEINAST GRASRÓTINNI
UM FRAMTÍÐ ISLANDS.
ÞJÓÐIN ER BÚIN AÐ FÁ NÓG, ERLENT AÐHALD ER ÞAÐ SEM GILDIR
NÚNA OG GRASRÓTIN ER AÐ SAMEINAST EITT!
Sjá uppkast að bréfi hér að neðan:
BARÁTTUKVEÐJA
NÝJIR TÍMAR
******************************************************
Hej!
I dag fick vi besök av W. Buieter som kommer att hålla tal i morgon kväll på www.borgarafundur.org, han kom hit förra året tillsammans med Anna Sibert och gjorde en svart rapport om islänska banker, en rapport som Centralbanken lät Landsbanken köpa och gömma undan, för nationen.!!!
I denna rapport står allt om hur hela nationen har blivit lurar av affärsmän, banker och med regeringens överenskommelse.
Där står att de har aldrig varit med om maken. Beuiter lät publicera rapporten till engelsk media där jag kunde läsa den i september 2008 via nätet, eftersom han såg att isländska Centralbanken och regeringen är korrupt.
Landförräderi - står det - av värsta sort.
Islänningar kommer att få svälta och Buiter säger att det enda han kan rådlägga nationen är att BE TILL GUD !
se Buiter i isländsk Tv i dag: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4440915/2009/01/18/
För mig är detta enkelt, mina barn har rätt til en framtid i sitt eget land. Ingen kan sälja vårt land och allt vi äger utan att bli dömda för det.
Jag tänker inte ge upp - hela nationen har fått mer än nog och pallar inte mycket mer. Av humanitära skäl ber vi ER om hjälp omedelbart
Revolution ligger i luften, detta är totalt oacceptabelt, vi lever i ett instängt land där maffian har tagit över och vi behöver hjälp omedelbart.
Med vänlig hälsning!
(Nafn þitt)
sendist til:
micke@socialist.nu,
info@stortinget.no,
lars.magne.sunnana@aftenposten.no,
finans@stortinget.no,
ulrika.carlsson@riksdagen.se,
kerstin.lundgren@riksdagen.se,
staffan.danielsson@riksdagen.se,
lennart.pettersson@riksdagen.se,
annika.qarlsson@riksdagen.se,
christina.andersson@riksdagen.se, maria.kornevik.jakobsson@riksdagen.se,
sofia.larsen@riksdagen.se,
solveig.zander@riksdagen.se,
gunnar.andren@riksdagen.se,
eva.flyborg@riksdagen.se,
solveig.hellquist@riksdagen.se,
nina.larsson@riksdagen.se,
cecilia.wikstrom@riksdagen.se,
annelie.enochson@riksdagen.se,
lizamaria.norlin@riksdagen.se,
rosita.runegrund@riksdagen.se,
phia.andersson@riksdagen.se,
marie.granlund@riksdagen.se,
carina.hagg@riksdagen.se,
agneta.gille@riksdagen.se,
lena.asplund@riksdagen.se,
ibrahim.baylan@riksdagen.se,
ann.arleklo@riksdagen.se,
max.andersson@riksdagen.se,
cecilia.widegren@riksdagen.se,
anti.avsan@riksdagen.se,
katarina.brannstrom@riksdagen.se,
sten.bergheden@riksdagen.se,
olof.lavesson@riksdagen.se,
jorgen.hellman@riksdagen.se