Færsluflokkur: Evrópumál

Árið 2008, ESB og holræsin.

Uppgjör virðist mörgum hugleikið þessa dagana. Um er að ræða uppgjör við árið 2008. Ég mæli með pistli Rakelar Sigurgeirs bloggvinkonu minnar. Í þeim pistli er drepið á marga nytsama hluti og uppbyggilegar vangaveltur.

Í vefritinu AMX er deilt á nýjan ritstjóra Morgunblaðsins. Hann er ekki einarður andstæðingur ESB eins og Styrmir er. Hann vogar sér að taka undir hótanir Ingibjargar um aframhaldandi stjórnarsamstarf eða ESB. 

Ég verð nú að segja að þetta er nokkuð einfölduð mynd. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ESB eftir landsfundinn og Samfylkingin fer í fýlu þá geta Sjálfstæðismenn myndað nýja stjórn með Framsókn eða Vinstri grænum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun öll völd í hendi sér. Hann getur frestað kosningum út kjörtímabilið ef hann vill. Það skiptir engu máli hvað Samfylkingin vill eða vill ekki. Samfylkingin virðist bara vilja það heitast af öllu að liggja með Sjálfstæðisflokknum í bælinui. Síðan dreymir hana um að teyma okkur öll inn í ESB.

Þjóðin vill spillinguna burt og það stefnir í að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur skolist einnig niður í það holræsi.   


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband