Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
7.1.2010 | 00:56
Ólafur krufði líkið
Ef Ólafur hefði samþykkt lögin hefði sjálfsagt lítið gerst nema þá hér innanlands. Í staðinn er fjandinn laus. Viðbrögð landans eru mismunandi, sumir telja þetta setja okkur í mikinn og ófyrirséðan vanda- mikla óvissu. Aðrir telja þetta vera upphafið af einhverju nýju og betra. Fésbókin og bloggið logar. Margir sem reyndu að spila sig hlutlausa opinbera sig. Ísland er í sviðsljósinu. Bretar og Hollendingar eru FOXillir, hóta öllu illu og vildu helst senda her sinn hingað. Ríkisstjórnin er í fýlu og með allt niðrum sig. Þjóðin er að hugsa og pæla.
Hægt og bítandi kristallast umræðan í þá átt; hverjir standa með Íslendingum og hverjir ekki.
Upphlaup Ólafs er tækifæri til að hnika málum okkar til hagsbótar fyrir íslenska þjóð. Það er ef til vill dauðadæmt en það gefur okkur tækifæri að drepast ekki hljóðalaust. Það er mjög sérkennilegt að upplifa hvernig sumir hóta stjórnarslitum, berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þeim jákvæðu áhrifum sem ákvörðun forsetans hefur haft. Án þess að ég hafi annað en mína eigin kunnáttu, þá virðist mér sem svo að þeir sem eru mest á móti ákvörðun forsetans og þeirri krufningu sem Icesave hefur lent í, aðallega vera heittrúaðir Evrópusinnar.
Líkið hefði betur verið krufið fyrr.
28.12.2009 | 00:41
Höfnum Icesave, fátækt og barnadauða.
Bretar og Hollendingar eru vanir að rukka. Bretar eru auk þess í fjárhagsvandræðum. Af þeim sökum munu þeir ganga á eftir kröfum sínum. Að halda það að ESB muni borga fyrir okkur ef við göngum þangað inn er fjarstæða. Til þess þarf samþykki allra aðildarþjóðanna. Ætla Bretar og Hollendingar að samþykkja að greiða skuld fyrir Íslendinga sem þeir skulda þeim. Slíkur samningur mun eingöngu fela í sér að auðlindir okkar verða settar upp í skuldir. Það verður settur verðmiði á fiskinn okkar og þannig verður skuldin greidd.
Hlutverk AGS er að finna leið fyrir skuldsettar þjóðir til að standa í skilum. Ef við getum ekki framleitt nóg upp í skuldir munu þeir leggja til að við seljum auðlindir upp í skuldir. Það hafa þeir gert margoft áður. Við erum ekki neitt spes ef fólk heldur það.
Við verðum að skynja söguna og stóra samhengið. Margar þjóðir eru stórskuldugar. Í þeim löndum er barnadauði hæstur því þjóðartekjurnar fara í afborganir af skuldum. AGS stjórnar þar afborgunum skulda ríkisins. Þessar þjóðir voru eins og við, skuldlitlar, barnadauði á niðurleið og almennt heilbrigði á uppleið. Þá kom bóla sem sprakk-skuldir-AGS-og barnadauði. Bólan kom vegna óhefts flæði fjármagns sem olli skuldsetningu. Síðan lokuðust lánalínur og allt sprakk. Margendurtekin saga sem klikkar ekki.
Icesave er ekki bara eitthvert bankatæknilegt vandamál. Icesave snýst um grundvallar lífsviðhorf. Spurningin er hvort réttlætanlegt er að ógna tilveru heillar þjóðar vegna peninga. Vegna gildru sem við gengum í. Við vorum auðveld bráð, ég viðurkenni það. Sem upplýst þjóð hljótum við að skynja að allar hinar skuldsettu þjóðir bíða og vona að við höfnum Icesave. Þar með höfum við brotið ísinn, deyjandi börnum í hag.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2009 | 00:33
Tilgangurinn helgar meðalið...
Steingrímur fjármálaráðherra Íslands virðist vera uppvís að ósannindum. Lögmannsstofan breska sér ástæðu til þess að svara Steingrími. Sennilega finnst þeim vegið að heiðri sínum. Þeir segja einfaldlega að íslenskur ráðherra fari með rangt mál, þ.e. Steingrímur lýgur að þeirra mati.
Ef um væri að ræða minniháttar mál eins og vegagerð í kringum búgarðinn hans þá stæði mér kannski á sama um ósannindi hans. Icesave er mál sem skerðir fullveldi Íslands, sem leggur skuldir á börnin okkar og líka börnin þeirra. Ef Steingrímur getur sagt ósatt við þjóð sína þá hefur ekki vafist fyrir honum að fóðra samflokksmenn sína í VG með heppilegum staðreyndum, bæði sönnum og ósönnum eftir atvikum.
Það verður alltaf augljósara að Steingrímur er staðráðinn í að troða Icesave ofaní þjóðina. Þar helgar tilgangurinn meðalið. Hann svíkur öll sín kosningaloforð, hann segir ósatt og hann bannar birtingu skjala svo að þjóðin sé ekki upplýst. Það getur ekki skýrst af því að Steingrímur sé ESB sinni, það getur ekki verið vegna ást á ráherrastól. Hver er skýringin? Gaman að stjórna eða hugguleg eftirlaun??
De Reya svarar Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2009 | 20:50
Björgólfur-úlfur-Ísbjörg-spilling-samspilling....The never ending story...
Tvær kannanir hafa sýnt 70% andstöðu við Icesave. Núna kemur sama niðurstaða úr fyrstu netkosningu Íslands. Það má gagnrýna skoðanakannanir fyrir lítið úrtak og því mögulega ómarktækni. Netkosningin er mjög merkileg. Allir sem áhuga höfðu á gátu smalað. Ég var viss um að Samfylkingin myndi smala öllum netfærum einstaklingum til að kjósa og ég er viss um að þau hafa gert það. Það sem kemur mér mest á óvart að þeim skyldi ekki taksat betur upp. Þessi staðreynd gerir netkosninguna mjög trúverðuga. Samtímis gefur niðurstaðan sterka vísbendingu um að Samfylkingarmenn eru upp til hópa andsnúnir Icesave, annars hefðu þeir flykkst á kjörstað.
Iðnaðarráðherra er kominn í mikið klandur. Hún er að gera samning við einn af aðalleikurum hrunsins. Sama hvaðan gott kemur er stefna Samfylkingarinnar. Í Kastljósinu í kvöld kom fram sérkennileg tengsl. Vilhjálmur Þorsteinsson er stjórnarformaður í Verne Holding, hann er líka stjórnarformaður í CCP. Að auki er hann formaður stýrihóps um orkustefnu Íslands sem Iðnaðarráherra skipaði í ágúst s.l. Stýrihópurinn á sérstaklega að kanna orkunotkun til fyrirtækja í vistvæna geiranum, eins og CCP og Verner. Ætli Vilhjálmur óski fyrst eftir skattaafslætti fyrir Verner og síðan svarar Vilhjálmur þeirri ósk játandi hjá Iðnaðarráðuneytinu. Það er klárt að Katrín er ekki starfi sínu vaxin. Þetta er spilling og pilsfaldakapítalismi.
Það er greinilegt að Björgólfur Thor á mikið inni hjá Samfylkingunni. Þau vilja borga fyrir hann Icesave mistökin. Þau vilja gera honum mögulegt að auðgast á gagnaveri. Hluti af þeim hagnaði kemur í formi skattaafsláttar sem við borgum. Það er ekki skrítið að þessi flokkur er stundum uppnefndur "samspillingin".
70% vilja hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2009 | 23:54
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009.
Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.
Fundurinn sem stóð í tæpar tvær klukkustundir var að sumu leyti upplýsandi og þökkum við fulltrúum AGS fyrir hann.
Eftirfarandi grundvallaratriði voru tekin fyrir. Farið var kerfisbundið í gegnum neðantalin atriði á fundinum. Lögð voru fram gögn máli okkar til stuðnings. Reynt var með öllum ráðum að fá fram skýr svör byggð á staðreyndum.
1. Að vöruskiptajöfnuður Íslands verði jákvæður um það bil 160 milljarða á ári næstu tíu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum hvernig þetta gæti orðið að veruleika.
2. Að tekjur ríkisins aukist um 50 milljarða á ári næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
3. Að landsframleiðsla aukist næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
4. Hversu hátt skuldaþol Íslands af vergri landsframleiðsu getur orðið? Flanagan snéri sig út úr því og gaf ekki skýrt svar.
Fyrrnefnd grundvallaratriði eru forsendur þess að áætlun AGS gangi upp. Okkar mat er að engar forsendur séu til staðar svo viðkomandi grundvallaratrið verði að raunveruleika. Af því leiðir að áætlun AGS er brostin. Flanagan tókst ekki að hnika til sannfæringu okkar. Því miður þá sjáum við ekki neina vitglóru í áætlun AGS.
Flanagan tókst ekki að hrekja gagnrýni okkar á sannfærandi hátt óþægilegar spurningar leiddi hann hjá sér.
1. Vöruskiptajöfnuður.
Við bentum á að í sögulegu samhengi væru engin fordæmi fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði í þessu magni í svo langan tíma. Eini raunhæfi möguleikinn er að minnka innflutning verulega.
Flanagan taldi ekki gagnlegt að bera fortíðina saman við framtíðina. Flanagan telur fortíðina ekki í raun ekki marktæka vegna hinna miklu breytinga sem hrunið hefði í för með sér á tekjustoðum landsins. Við bentum honum á að fyrir bankabólu þá hefðum við verið með hagkerfi sem líktist því sem hann væri að lýsa, hann virtist ekki telja það eiga við. Hann taldi að kreppan myndi leiða til langvarandi jákvæðs viðskiptajöfnuðar, sem stenst ekki í sögulegu samhengi. Hann gat ekki bent á neinar áætlanir sem gætu skapað þennan vöruskiptajöfnuð. Hann ræddi ekki um minnkun á innflutningi. Hann taldi kvótakerfið koma í veg fyrir aukin útflutning á fiski í tonnum talið. Einhver óljós orð hafði hann um orkufrekan iðnað.
Niðurstaðan eftir að hafa hlustað á hann var sú að hann taldi þetta gerast, en gat ekki skýrt hvernig.
Síðar á fundinum hrökk upp úr Flanagan hvernig vöruskiptajöfnuðurinn er fenginn. Skuldir Íslands voru lagðar saman og síðan var vöruskiptajöfnuðurinn stilltur af þannig að Ísland gæti staðið í skilum. Þetta er vel þekkt aðgerð í Excel forritinu og kallast goalseeking"
2. Tekjur ríkisins.
Flanagan nefndi auknar skatttekjur. Við bentum honum á að árið 2008 hefði verið eitt besta skattaár Íslands sögunnar. Forsendur til að afla mikilla skatta á árinu 2008 voru einstaklega hagstæðar. Þær forsendur eru brostnar að okkar mati í dag. Bankarnir hrundu, laun hafa lækkað, atvinnustarfsemi í lágmarki o.sv.fr. Hvernig við getum gert ráð fyrir að fá jafngóðar skatttekjur árið 2010 og árið 2008? Þar að auki hvernig eiga skatttekjur að aukast um 50 milljarða á hverju ári í mörg ár. Flanagan hafði ekkert svar við því. Hann gat ekki skýrt út fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu.
3. Landsframleiðslan.
Flanagan var spurður út í áætlanir þeirra varðandi vöxt landsframleiðslu, hann taldi þær varlegar. Hann var spurður út í hvernig þessar áætlanir voru gerðar, svör virðast benda til þess að þar sé um svipaða EXCEL" aðferðafræði og í öðrum áætlunum þeirra. Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðslu þjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessu mundi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins.
4. Skuldaþol sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Var rætt nokkuð og taldi hann möguleika á að Ísland stæðist hærra skuldaþol að gefnum vissum forsendum. Sú forsenda var að eignir væru fyrir hendi, virtist í máli hans litlu skipta þó þær eignir væri ekki endilega í eigu þeirra sem skulda. Bentum við honum á að td eignir lífeyrissjóðanna væru ekki aðgengilegar, lífeyrissjóðirnir væru eignir fólksins en ekki eignir ríkis né fyrirtækja. Þessi ábending virtist skaprauna Flanagan. Hvort það er vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar fyrir honum eða þá að hann vissi að ekki væru til neinar eignir hjá lífeyrissjóðunum til ráðstöfunar upp í skuldir, var ekki ljóst. Hann taldi að erlendar eignir lífeyrissjóðanna væru gjaldeyrisskapandi, og virtist telja að sá gjaldeyrir væri til ráðstöfunar fyrir ríkið. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er óljóst.
Önnur atriði sem komu fram á fundinum:
Mjög mikil hætta á fólksflótta, Flanagan hafði áhyggjur af því. Hann telur að ekki sé hægt sé að gera mikið við því.
Flanagan sagði að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skera ekki niður norræna velferðarkerfið. Það kom fram að það væri ekki stefna AGS.
Hann taldi að gengi íslensku krónunnar myndi ekki batna næstu tíu árin. Af því leiðir að lán Íslendinga í erlendum gjaldeyri munu ekki skána neitt næstu 10 árin. Af því leiðir líka að sú kjaraskerðing sem til er kominn vegna gengisfalls er kominn til að vera. Sem gæti leitt til þess að Ísland verði láglaunaríki sem framleiði hráefni og lítt unna vöru fyrir betur stæð lönd til fullvinnslu. Svolítið svona þriðja heims dæmi...
Það er á dagskrá stjórnar AGS að koma til Íslands.
Flanagan fullyrti það að niðurstaða Icesave deilunnar væri ekki forsenda aðstoðar AGS.
Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin hafi krafist of hárra vaxta á of skömmum tíma. Flanagan hélt því fram að AGS hefði komið þar að málum og fengið þessa aðila til að stilla kröfum sínum í hóf.
Flanagan fullyrti einnig að Svíar væru í forsvari Norðulandanna þegar kemur að málefnum Íslands og að þeir hefðu sett lausn Icesave-deilunnar á oddinn sem forsendu lánafyrirgreiðslu og aðstoðar.
Flanagan fullyrti að ríkisstjórnin ákveði sjálf hvernig niðurskurði og skattahækkunum sé háttað. Einnig ákveður ríkisstjórnin sjálf hversu langan tíma hún tekur í skatta- og niðurskurðaraðgerðir.
Einnig kom fram á fundinum að ef hægt væri að hnekkja neyðarlögunum þá yrðum Íslendingar opinberlega gjaldþrota sem ríki.
Þegar Flanagan var spurður hvar áætlun AGS hefði gefist vel þá nefndi hann bara Tyrkland. Reyndar stjórnaði hann aðgerðum þar. Spurningunni er því ósvarað hvort það er Flanagan sem er svona klár eða stefna AGS.
Flananagan var spurður hvort hann myndi búa áfram á Íslandi eða ekki ef hann væri Íslendingur. Hann svarði því til að ef hann væri Íslendingur í dag og hefði kost á atvinnu erlendis myndi hann flytja.
Til skýringar er hér mynd sem sýnir áætlanir SÍ og AGS um vöruskiptajöfnuð í sögulegu samhengi síðustu tíu ára
9.5.2009 | 00:25
Ný ríkisstjórn?
24.4.2009 | 23:13
Frjálslyndir og næstu jól.
Núna eru kosningar á morgun. Það verður mjög spennandi að vita hvernig fer. Þrír flokkar hafa komið okkur í þetta klúður, Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Samfylkingin. Þrátt fyrir minniháttar lýtaaðgerð á forsíðu þessara flokka eru innviðirnir eins. Það mun valda mér miklum vonbrigðum ef öll búsáhaldarbyltingin og öll sú óánægja sem hefur kraumað hefur ekkert í för með sér. Ef þessir þrír flokkar koma sterkir inn aftur er mér brugðið. Er fólk að kjósa eftir skoðanakönnunum?
Rödd Frjálslynda flokksins er mikilvæg. Við viljum afla og vinna okkur strax út úr kreppunni. Sérkennilegt að almenningur kveikir ekk á þessu. Okkur hefur skort múturfé, til allrar hamingju, en við gjöldum þess engu að síður.
Ég vil bara benda kjósendum á að kröfur almennings í vetur, í mótmælunum eru að mestu samhljóma stefnu Frjálslynda flokksins. Því ættu margir að geta fundið atkvæði sínu gott skjól hjá Frjálslynda flokksins.
23.4.2009 | 23:02
Gullfiskaminni okkar Íslendinga.
Það eru tímamót í dagatalinu í dag. Veturinn búin og sumarið hefst. Þegar horft er um öxl setur mann hljóðan. Þrír stjórnmálaflokkar, D-B og S bera ábyrgð á því hruni sem við upplifðum í haust. Þess vegna ættu kjósendur að refsa þeim öllum en það er bara Sjálfstæðisflokkurinn sem fær smá tiltal frá kjósendum. Þessir þrír flokkar bera ábyrgð á efnahagshruni heillar þjóðar. Gaddþrot þúsunda fyrirtækja. Atvinnuleysi þúsunda einstaklinga. Orðstír okkar er einskis virði. Manni er spurn hvernig þessir flokkar hafa kjark að bjóða sig fram aftur. Mér finnst þeir bara nokkuð bíræfnir. Síðan tekst þeim með mútupeningum sínum að véla þjóðina til að kjósa sig. Ekki ótrúlegt heldur sorglegt. Til hvers mætti maður á Austurvöll vikum saman-ég bara spyr. Til hvers vann maður alla þessa vinnu við Opna Borgarafundi í vetur.
Vinstri grænir njóta þess að menn taki ábyrga afstöðu í málinu. Aftur á móti þá virðist Borgarahreyfingin og sérstaklega Frjálslyndi flokkurinn ekki njóta þess að bera ekki ábyrgð á hruninu. Mér finnst að þessir þrír flokkar ættu að skipta fylginu á milli sín. Hvers vegna svo er ekki er mér hulin ráðgáta en það er svo margt sem maður skilur ekki.
19.4.2009 | 01:11
Í hvaða liði erum við??
17.4.2009 | 23:55
Við þyggjum ekki mútur!!
Miðbæjaríhaldið, Bjarni Kjartansson, hefur verið ötull bloggari undanfarin ár. Hann hefur verið trúr Sjálfstæðisflokknum árum saman. Nú bloggar hann og upplýsir okkur um það að hann ætli ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur. Í raun merkilegt en ástæða hans fyrir því er mun merkilegri.
Hann segir frá því að á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi verið samþykkt að auðlyndir þjóðarinnar ættu að eilífu að vera eign þjóðarinnar. Hann og fleiri stóðu að þessari ályktun. Honum finnst þingflokkur Sjálfstæðismanna starfa í fullri andstöðu við samþykkt síns eigin Landsþings. Hann telur að þeir séu málaliðar Landsambands Íslenskra Útvegsmanna. Atferli þingflokksins á Alþingi síðustu daga geri lítið úr Landsþinginu, hæði og spotti æðstu valdastofnun flokksins.
Við svo sé ekki búandi og hann segir skilið við LÍÚ klíkuna á Alþingi.
Ég óska Bjarna til hamingju og bíð hann velkominn í Frjálslynda flokkinn því við þiggjum ekki mútur.