Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvenær byrjar að gjósa?

Sérkennileg vika. Á mánudaginn rannsóknarskýrslan og fjöldi einstaklinga afhjúpaðir sem vanhæfir og sviptir ærunni. Ætli menn fari bara ekki í meiðyrðamál? Á þriðjudaginn kemur Seðlabanki Íslands með skýrslu um stöðu landsmanna, fátækt, og að mjög mörg heimili séu í miklum erfiðleikum við að ná endum saman. Falleinkunn fyrir núverandi stjórnvöld. Elskum við vanhæfa stjórnendur, hvað er þetta með okkur. Síðan ætlar enginn að axla ábyrgð og segja af sér.

Fyrirgefið, gerðist nokkuð í þessari viku annað en það fór að gjósa undir jökli, að minnsta kosti gýs ekkert hjá þjóðinni.


Rotþrær, flatskjár og skýrslur

Þvílík veröld sem við lifum í! Núna er stólpípan hjá rannsóknarnefndinni farin að virka og saurinn rennur yfir okkur almenning. Hægðir eru í raun spegill fortíðarinnar því fæðan var mun lystugri á sínum tíma. Eins og öllum má vera ljóst er til lítils að velta sér upp úr saurnum eins og svín, mun mikilvægara er að kanna hvað er á matseðli dagsins.

Seðlabank Íslands birti skýrslu í gær sem gefur til kynna hvað almenningi er boðið upp á í dag. Sú skýrsla er mun mikilvægari fyrir núið en hrunskýrslan. Þessi skýrsla hverfur vegna umfjöllunar um hrunskýrsluna og er það miður, báðir eiga fullan rétt á að fá að njóta sín.

Í skýrslu SÍ kemur fram að 35-60% heimila ná varla endum saman um hver mánaðarmót. 40% heimila eru tæknilega gjaldþrota, þ.e. fasteignin dugar ekki fyrir lánunum. Staðan er enn verri hjá ungu barnafólki en þar eru 60% heimila tæknilega gjaldþrota.

Með öðrum fréttum um biðraðir eftir mataraðstoð er greinilegt að fátækt er að aukast hröðum skrefum á Íslandi. Millistéttin minnkar og stétt fátækra eykst. Börnin eru mjög útsett og sérstaklega þau ungu því mjög stórt hlutfall barnafjölskyldna á í verulegum vanda.

Hrunskýrslan segir okkur að valdstéttin á Íslandi skapaði þetta ástand með glæpsamlegri hegðun í bönkunum. Hinn hluti valdstéttarinnar sem átti að fylgjast með fyrir okkar hönd var með kjaftinn fullann af seðlum, hroka eða greindarskorti og gat því ekki veitt þjóð sinni neina björg. Nú sitjum við í skítnum, full af sektarkennd því við keyptum okkur flatskjá.

Í skýrslu SÍ kemur fram að valdstéttin á Íslandi í dag hefur af miklu örlæti sínu brugðist við ástandinu með aðgerðum fyrir illa stadda samlanda sína. Árangurinn er ein heil 4-5% minnkun á hópum í vanda. Það gerir um 15% árangur af meðferðinni. Sem læknir hrekk ég í kút. Ég myndi aldrei bjóða sjúklingi upp á meðferð sem hefði 15% árangur í för með sér. Sjúklingurinn teldi mig sjálfsagt galinn að bjóða sér upp á lyf sem væri 85% gagnslaust.

Valdstéttin á Íslandi í dag hrósar sér af þessum árangri. Ég er loksins að skilja hvað Steingrímur á við þegar hann talar um að moka flórinn. Hann er að moka honum á okkur. Þvílík þjóð sem þegjandi tekur við úrgangi yfir sig úr gömlu og líka nýju rotþrónni.


Og hvað svo, kæra þjóð?

Þeir sem hafa velt sér upp úr hruninu s.l. 18 mánuði fengu staðfestingu í dag á því sem þeir vissu. Hinir sem vilja ekki fylgjast með fréttum en kjósa frekar sápuóperur eru undrandi. Ef allir hefðu verið eins og fyrrnefndi hópurinn árin fyrir hrun, hefði ekki orðið neitt hrun.

Því er það nærtækast að þjóðin ákveði að gefa valdstéttinni aldrei aftur möguleika á því að fara með allt þjóðfélagið til fjandans meðan við grillum.


mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heildsalinn Steingrímur...

Það er þó nokkur áhugi á næstu viljayfirlýsingu sem íslensk stjórnvöld munu senda til AGS. Ekki að undra. Rannsóknarskýrslan sem verður birt á mánudaginn er reyndar mjög mikilvæg en hún fjallar þó um liðna atburði. Mesti fengurinn í henni verður vonandi sá að við vitum þá hvaða leið við eigum ekki að fara. Jafnframt gæti komið fram hverjum við eigum ekki að treysta fyrir framtíð okkar.

Viljayfirlýsingin segir okkur hvernig AGS ætlar að stjórna litla Íslandi. Með viljayfirlýsingunum sem koma fram fyrir hverja endurskoðun kemur fram stefna AGS. Þar sem AGS er mekka nýfrjálshyggjunnar er ekki nema von að Kristján Þór vilji fræðast.

Aðrir Íslendingar hafa þó enn meiri áhyggjur af því að Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi róttæklingur sé orðinn heildsali nýfrjálshyggjunnar hér á landi fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Whasington.

Þannig hefur farið fyrir mörgum.


mbl.is Fjárlaganefnd fundi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverra þágu er samið ?

Núna er að hefjast mjög spennandi áratugur. Tímabil þar sem lántakendur og lánveitendur takast á. Icesave er dæmi, fasteignaeigendur eru dæmi og þjóðir eru dæmi. Allir aðilar skulda mjög mikið, í raun það mikið að ekki er nokkur möguleiki að standa í skilum. AGS er innheimtustofnun lánveitenda, stærri útgáfa af Intrum. Reyndar lána þeir líka til að tryggja starfsemi sína til framtíðar.

Gylfi ráðherra telur að lánshæfismat Íslands sé vandamál, að lánveitendur séu óttaslegnir vegna þess. Lánveitendur stjórna matsfyrirtækjunum og beita þeim í sína þágu. Lækka matið til að fá hærri vexti af fjárfestingum sínum eða hræða líftóruna úr íslenskum ráðamönnum. Fundurinn í New York bar þess augljóslega merki að á vogaskálunum voru auðlindir okkar annars vegar gegn tregðu fjárfesta til að lána okkur, allt með blessun og stjórn AGS. 

Sú viljayfirlýsing sem nú virðist tilbúin verður kvíðvænleg lesning. Mun verri en rannsóknarskýrslan því viljayfirlýsingin segir til um framtíðina en hin er bara liðin tíð.

Ég reikna með að í viljayfirlýsingunni verði hæfileg blanda af eftirfarandi: niðurskurður á þjónustu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, einkavæðingu þar sem almenningur þarf að greiða fyrir allt eins og vegatollarnir bera vitni um. Þjónustan sem við áður fengum fyrir skattinn okkar, þá þjónustu munum við þurfa að greiða fyrir í hvert sinn. Skatturinn fer til lánadrottna til að borga skuldir.

Niðurstaðan er verri lífskjör, styttra og verra líf.

Er þetta það sem við viljum?

 


mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta embættismenn samið sig fram hjá þjóðarvilja?

Hið sanna andlit alþjóðasamfélagsins sínir sig þessa dagana. Það er þetta samfélag sem margir á Íslandi vilja tilheyra sem fullgildir meðlimir. Gott að vera í klúbb sem kúgar minnimáttar.

AGS ætlar að þjóna eigendum sínum vel. Þeir ætla að verja lánadrottna okkar og skuldsetja okkur til helvítis. Því fyrr sem landsmenn gera sér grein fyrir því, því betra.

Núna er Gylfi í Washington, varla er hann að versla sér nýja skó. Mun frekar að semja við AGS. Það felst yfirleitt í að skrifa undir viljayfirlýsingu sem AGS hefur samið. Ætli Gylfi og Steingrímur semji um Icesave málið í þeirri viljayfirlýsingu? Geta embættismenn samið sig fram hjá þjóðarvilja?


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2000 matargjafir og samningur Jesú Krists

Einhver presturinn sagði að við ættum að nota kyrrð páskahelgarinnar til að  hugsa. Þar reis guðsmaðurinn upp gegn sínum veraldlegu valdhöfum því ekki er það gæfulegt fyrir þá ef almenningur færi að hugsa. Almenningur er mjög önnum kafinn við að færa björg í bú og sest síðan örþreyttur fyrir framan heilaþvotta vél stórabróður. Ef almenningi gæfist kostur á því að hugleiða þá gæti margt farið á annan veg og sennilega hefðum við aldrei lent í bankahruninu ef við hefðum haft tækifæri til að hugsa.

Ég hef verið að hugsa núna um páskana. Um 2000 manns þurftu mataraðstoð á Íslandi um daginn. Það jafngildir um 32.000 Norðmönnum eða 60.000 Svíum eða 400.000 Bretum. Einnig þekki ég fólk sem fer ekki til hjálparstofnana heldur fær aðstoð hjá öldruðum foreldrum sínum með matarinnkaup, þetta 2-3 sinnum í mánuði. Því eru tölurnar frá hjálparstofnunum bara toppurinn á ísjakanum. Hjá fjölda fólks er allt í járnum.

Það er sérkennilegt að kreppan geti skapað þessu fólki slík örlög. Sjálfsagt áttu þau enga sök á núverandi kreppu. Við vitum nokkurn veginn hverjum er um að kenna og að þau hafa það gott og eru að koma sér vel fyrir á nýjan leik á Íslandi. Við krefjumst réttlætis, það er lágmarkskrafa að svokölluð vinstri stjórn hætti að dansa með elítunni og kannist við uppruna sinn.

Jesú vissi alla tíð að hann yrði krossfestur saklaus, hann hafði samið um það við föður sinn. Íslenskur almenningur hefur ekki samið um neitt slíkt, okkur var hrint ofaní ljónagryfjuna, það er óréttlæti og mannréttindabrot.


Fáþingi-aLÞINGi gÖTUNNAr-bylting

Það var hefðbundinn laugardagur hjá okkur hjónum í dag. aLÞINGi gÖTUNNAr var á dagskrá. Konan var reyndar fundarstjóri í fyrst sinn og tókst það með ágætum. Ekki er hægt að segja að það hafi verið margmenni en kjarninn mætti. Ég var nokkra stund í Kolaportinu fyrir fundinn og útbýtti dreifimiðum og hvatti fólk til að mæta á Austurvöll. Lang flestir vissu ekki af fundunum. Þar kom berlega í ljós skortur okkar á fjármagni því ekki getum við auglýst okkur eins og bankarnir með heilsíðuauglýsingum.

Þrjár góðar ræður voru á fundinum. Sjá má hluta þeirra hér, á althingigotunnar.is.

Ræða Evu Hauks var mjög beitt. Hún benti á að alþingi götunnar er valdalaust í samanburði við hið hefðbundna Alþingi, sem hún reyndar kallaði "Fáþingi". Hennar lausn var bylting. Bylting sem felst í því að við hættum að næra núverandi valdhafa, þ.e. bankana og stórverslanirnar. Hún spurði líka þeirrar áleitnu spurningar, hvað er fólk að gera, það er að versla í búðum valdhafanna svaraði hún sjálfri sér. A.m.k. var ekki fólk að mótmæla á Austurvelli þó flestir séu ósáttir við framþróun mála í þjóðfélaginu í dag.

Þjóðin siglir áfram og reynir eftir fremsta megni að halda upp hefðbundinni iðju eins og fyrir hrun. Þjóðin er ekki sátt. Þjóðin reynir samt ekkert til að takast á við ástandið sem það er ekki sátt við nema að hverfa til gömlu taktanna, að fylgjast ekki með og láta teyma sig áfram. Það er eins og enginn vilji breytingar, manni er jafnvel spurn, hvar eru allir róttæklingarnir, geta þeir ekki sameinast um nokkrar réttlætiskröfur.

Það er sérkennilegt að hugsa til þess að ef allt verður vitlaust í kjölfar skýrslunnar þá er það meira fýlukast þjóðarinnar vegna vanhæfni sem er löngu liðin en þess óréttlætis sem viðgenst í dag. Er okkur viðbjargandi?


Blaðamannafundur AGS 1. apríl

 Hér er fjallað um Ísland:

 So with that, let’s move to the questions, and could I please ask that you identify yourselves and your affiliation.

QUESTIONER: Do you have any update on Iceland, please? I believe that there is a Letter of Intent that’s been sent to the IMF, and a portion of it includes what the government plans on IceSave. Can you give us any details, please?

MR. RICE: Yes, there was a request from the Iceland authorities to the Managing Director to take forward the second review for consideration by the Board. And I can tell you that the Managing Director has instructed staff to work with the authorities towards this end. And, you know, we’re expecting that to be forthcoming in the coming days.

 Hvernig getur maður skilið þetta, ætlar íslenska ríkisstjórnin að setja Icesave inn í næstu viljayfirlýsingu(letter og intent). Hvað er í gangi?

 

Síðan læt ég meira fylgja til fróðleiks.

QUESTIONER: So are you talking about the review that is going to take place in the next coming days?

MR. RICE: Yes, the Managing Director has instructed staff to work with the authorities to bring forward the review for consideration.

QUESTIONER: So does that mean that there’s a mission going to Iceland?

MR. RICE: I have nothing for you on the mission in particular, but we do expect that this issue will be taken up by the Board for the second review.

QUESTIONER: There’s been some conflicting views between the way that the Managing Director talks and the action of the government. Is there a majority in the Board for this review? So will it be on the agenda soon?

MR. RICE: In terms of how we work with Iceland--and with any other member country for that matter -it’s ultimately up to the Board to approve a review and for that the Board needs to determine that the program is on track and can be fully financed. And what I can tell you is that the staff’s preliminary judgment is that these conditions are met and, of course, our Executive Board will have to share that judgment, and I think that’s exactly what the Managing Director has been saying.

QUESTIONER: So you do think that the Board will share that judgment?

MR. RICE: Well, as I said, the staff’s preliminary judgment is that these conditions are met, and, of course, our Executive Board will have to share that judgment.

QUESTIONER: Have the Dutch and the British been in some way delaying this process?

MR. RICE: I don’t have anything further for you on the views of the Dutch and the British, but, you know, as I said, we expect this to be under consideration by the Board.

QUESTIONER: Do you have a date for the Board meeting?

MR. RICE: I don’t have a date for you.

QUESTIONER: You said that the conditions, including that the program is fully financed, which means that the Nordic countries that have given money towards that have obviously agreed that they ought to provide the financing for this?

MR. RICE: Again, I can only repeat that the staff’s preliminary judgment is that the conditions are met, and our Board will have to share that judgment for it to go forward.

 

Sjá í heild


AGS virðist kunna að smala....

Meira að segja Jesús sjálfur efaðist fyrir krossfestinguna en Íslendingar efast ekki. Við réttum út alla skanka til að neglingin gangi vel fyrir sig. Meðan nöglunum er hagrætt rífumst við um allt annað en hvað böðullinn hefur fyrir stafni. Það er eins og hann sé ekki til, fyrr en að naglarnir rjúfa holdið og þá er allt um seinan.

Við rífumst um ríkisstjórn, stjórnarandstöðu, kvóta o. fl. Allt mjög mikilvægt en það er stór leikari kominn inn á svið íslenskrar tilveru. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Starfsmenn hans segja núna að við uppfyllum öll skilyrði sjóðsins en stjórn sjóðsins þarf að samþykkja niðurstöðu starfsmanna sinna. Að við stöndumst prófið svona vel segir mér að við látum negla okkur við krossinn möglunarlaust.

Stefna sjóðsins hefur sýnt sig skaða almenning í þeim löndum sem hann hefur ráðskast með. Sami lánlausi lyfseðillinn er okkur réttur og við fylgjum fyrirmælunum af kostgæfni. Oft var þörf en nú er nauðsyn að við förum að haga okkur eins og sjálfstæðir kettir í samskiptum okkar við AGS í stað þess að láta leiða okkur til slátrunar eins og hverja aðra sauði.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband