2000 matargjafir og samningur Jesú Krists

Einhver presturinn sagði að við ættum að nota kyrrð páskahelgarinnar til að  hugsa. Þar reis guðsmaðurinn upp gegn sínum veraldlegu valdhöfum því ekki er það gæfulegt fyrir þá ef almenningur færi að hugsa. Almenningur er mjög önnum kafinn við að færa björg í bú og sest síðan örþreyttur fyrir framan heilaþvotta vél stórabróður. Ef almenningi gæfist kostur á því að hugleiða þá gæti margt farið á annan veg og sennilega hefðum við aldrei lent í bankahruninu ef við hefðum haft tækifæri til að hugsa.

Ég hef verið að hugsa núna um páskana. Um 2000 manns þurftu mataraðstoð á Íslandi um daginn. Það jafngildir um 32.000 Norðmönnum eða 60.000 Svíum eða 400.000 Bretum. Einnig þekki ég fólk sem fer ekki til hjálparstofnana heldur fær aðstoð hjá öldruðum foreldrum sínum með matarinnkaup, þetta 2-3 sinnum í mánuði. Því eru tölurnar frá hjálparstofnunum bara toppurinn á ísjakanum. Hjá fjölda fólks er allt í járnum.

Það er sérkennilegt að kreppan geti skapað þessu fólki slík örlög. Sjálfsagt áttu þau enga sök á núverandi kreppu. Við vitum nokkurn veginn hverjum er um að kenna og að þau hafa það gott og eru að koma sér vel fyrir á nýjan leik á Íslandi. Við krefjumst réttlætis, það er lágmarkskrafa að svokölluð vinstri stjórn hætti að dansa með elítunni og kannist við uppruna sinn.

Jesú vissi alla tíð að hann yrði krossfestur saklaus, hann hafði samið um það við föður sinn. Íslenskur almenningur hefur ekki samið um neitt slíkt, okkur var hrint ofaní ljónagryfjuna, það er óréttlæti og mannréttindabrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Bara að Jesú kæmi til Íslands og bryti brauð og blessaði fiska til handa  okkar fátæka fólki!!

Guðmundur Júlíusson, 4.4.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Halla Rut

Sæll Gunnar.

Nokkuð er ég viss um að langt um fleiri en 400.000 manns í Bretlandi þurfi á mataraðstoð að halda enda er fátækt þar gífurleg. Bara sem dæmi þá deyr fjöldi gamalmenna þar á ári vegna kulda þar sem það á ekki fyrir kyndingu.Sömuleiðis eru mikill fjöldi fólks sem er á götunni og treystir á svo kölluð hjálparhús og betl. Fátækt og neyð á Íslandi er ekkert á við það sama í Bretlandi.

En það er auðvitað ekki málið. Við Íslendingar viljum hugsa vel um okkar eigin sem á hallar, sama hvað veldur, enda berum við virðingu fyrir hverju lífi og vitum um leið að það er samfélega hagstætt að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda.

Ég sá stutt viðtal við konu í sjónvarpinu sem þegið hafði mat frá hjálparstofnun. Hún var þriggja barna móðir á atvinnuleysisbótum en maður hennar vann fulla vinnu. Eitthvað mikið hlýtur að vera að þegar atvinnuleysisbætur, barnabætur og full laun einstaklings á besta aldri duga ekki til að eiga fyrir mat. 

Margir héldu vinstristjórn tryggja okkur hinum réttlætið gegn þeim er komu okkur í þessa ógeðssúpu en svo er ekki og í raun gæti þetta ekki verið verra. Á hverjum degi fáum við að heyra hvernig viðskiptasnillingarnir eru að fá fyrirtæki sín til baka á silfurfati og allar skuldir afskrifaðar. 

Halla Rut , 4.4.2010 kl. 23:10

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

VIð sitjum hérna á ótrúlegri matarkistu....sú skömm sem fátækt er þjóðinni, óháð orsökunum, má ekki verða stimpill þessara tíma. Leiðir til úrlausnar eru svo einfaldar

  • tollur á landaðann fisk (líka eftir að kvótakerfið fellur...og falla mun það) [það er ekki eins og kvótagreifunum hafi dottið sú jákvæða aðgerð í hug að bjóðast til að gera þetta sjálfir...til þess er buddan full kær]
  • ríkið efli fjölskylduhjálpina...það er svo ótrúlega lítill peningur
  • hjálpræðisherinn fái fallbyssur í formi matargjafa frá ríkinu (nema að Baugsfjölskyldan ætli að taka þetta að sér... nei við skulum ekki bíða eftir því...2.000 verða þá hratt 20.000 ef lausnina á að sækja þangað)

Haraldur Baldursson, 4.4.2010 kl. 23:14

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Guðmundur,

þú ert vonandi ekki að grínast með svona alvarleg málefni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.4.2010 kl. 23:31

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Halla Rut,

hjá okkur hefur fátæktin farið úr nánast engu og upp. Það yrði örugglega brugðist við í Bretlandi ef allt í einu kæmu 400 000 manns fram sem þyrftu mataraðstoð. Annars er ég sammála þér að ástandið hefur lengi verið slæmt þar.

Kannski eru þessi hjón að borga bankanaum svona mikið af tekjum sínum að þau eiga ekki fyrir mat?

Satt segir þú um óréttlætið og greinilegt að valdið spillir fólki.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.4.2010 kl. 23:35

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir innlitið Haraldur,

það er rétt hjá þér og þetta er skömm og þó mest hjá stjórnvöldum sem kenna sig við velferð.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.4.2010 kl. 23:37

7 Smámynd: Halla Rut

Gunnar: Það er það sem ég er að segja eða að það er eitthvað meiri en lítið að þegar fólk með þessar tekjur lifir ekki af. Tekjumissir er ekki aðalmálið hjá flestum heldur stökkbreyttar ósanngjarnar afborganir.

Halla Rut , 4.4.2010 kl. 23:48

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Flott Halla Rut, við erum sammála!

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.4.2010 kl. 00:15

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hef leyft mér að setja þennan pistil hér: Þingmenn samþykkið lyklafrumvarpið! eins og fleiri pistla frá þér.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.4.2010 kl. 17:12

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Alveg sjálfsagt Ævar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.4.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband