Fullveldi vs vanskilamenn....

Mikið er þetta sérkennileg og fræðileg umræða. Í mínum huga er umræðan um fullveldið góðra gjalda verð en ekki greiðum við skuldir okkar með henni. Það sem skiptir öllu máli er að standa í skilum. Einstaklingur eða þjóðríki sem stendur ekki í skilum er í vanda. Þá er skuldabréfum og öðrum skuldaviðurkenningum veifað framan í okkur. Þá lendum við í því að setja allt sem við eigum upp í skuldir. Í slíkum aðstæðum erum við ekki fullvalda. Þess vegna finnst mér þessi orðræða til lítils gagns. Það sem skiptir öllu máli til að halda í fullveldið er að komast til botns í því hvort og hvernig við ætlum að standa í skilum. Sú umræða þarf að vera yfirgnæfandi. Mér finnst þeirri umræðu sinnt illa.
mbl.is Tekist á um fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér, Spurningin á að vera hvernig við ætlum að mæta greiðslubyrði okkar, og út frá hverju getum við gengið í tekjuöflun.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 14:07

2 identicon

Þetta er málið Gunnar Skúli, en Heimssýnarfólki virðist fyrirmunað að skilja þetta. Stundum velti ég fyrir mér í hvaða landi þeir búa.

Best fannst mér þegar Styrmir Gunnarsson sagði að ef Bandaríkjamenn hefðu ennþá verið með herinn hérna hefðu ÞEIR aldrei látið þetta gerast sem Bretar og Hollendingar gerðu!!

Er það þetta sem Heimssýnarmenn vilja? Að við séum "sjálfstæðir fullvalda" kjölturakkar Bandaríkjanna?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mjög undarleg athugasemd hjá þér, Theódór. Ég er enginn talsmaður Heimssýnar en sá félagsskapur snýr fyrst og fremst að ESB. Hvað Icesave varðar er ég sammála Gunnari Skúla: númer eitt hlýtur að vera að ganga úr skugga um HVORT okkur beri skylda til þess að greiða þessa fjármuni.

Ég hef verið að lúslesa Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson og hann nefnir alþekkt dæmi um hvernig stuðningur Bandaríkjamanna gafst okkur vel í skiptum við aðrar þjóðir. Eftir að Kaninn fór hefur hann kippt að sér hendinni og skipar ekki einu sinni sendiherra hér á landi. Og Styrmir bendir réttilega á þau grundvallarmistök Geirs og Sollu, og síðar Steingríms og Jóku, að líta á Icesave sem bankatæknilegt vandamál í stað þess að skilgreina það strax sem pólitískt viðfangsefni.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:14

4 Smámynd: Elle_

Mikið get ég líka tekið undir það Gunnar Skúli að við erum ekki fullvalda ef við erum of skuldug.   Og það er með ólíkindum að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir skuli ætla að koma okkur í hundruða og kannski þúsunda milljarða skuldir sem við skuldum ekki einu sinni og engin eðlileg rök eru fyrir að við skulum taka á okkur.   Icesave er bara niðurlægjandi ofbeldi gegn alþýðu landsins. 

Elle_, 9.12.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Elle_

Og ég ætlaði að segja þér Gunnar Skúli líka að ég vísaði í 2 pistla þína í siðunni minni varðandi AGS og Icesave.  Þú getur skoðað það í síðasta pistlinum mínum og ef þú vilt ekki hafa það þar skal ég taka það út.

Elle_, 9.12.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband