Það má reka RÚV 10 sinnum á ári fyrir vextina

Þrátt fyrir þetta vopnahlé milli stjórnar og stjórnarandstöðu þá segja talsmenn stjórnarinnar að Icesave málinu ljúki fyrir jól. Það er sérkennilegt að mönnum liggi svona mikið á. Ef við höfum í huga að bara vaxtagreiðslurnar á ári eru meira en rekstrarkostnaður Landspítalans. Einnig mætti reka RÚV 10 sinnum á ári fyrir vextina. Síðan á eftir að greiða sjálft lánið.

Einhvernvegin skil ég Samfylkingarmenn. Þau vilja bara fara inn í ESB hvað sem það kostar. Þeim hefur tekist að heltaka huga þjóðarinnar. Það eru tækifæri í kreppunni. Tækifæri Samfylkingarinnar var að komast í stjórn með VG. Ekki bara það, heldur féllst Steingrímur á það að sækja um ESB aðild. Allt kreppunni að þakka. Sökum yfirvofandi niðurskurðar kemur mjög hófleg gagnrýni frá RÚV á stjórnvöld. Hver vill missa vinnuna sína? Baugsveldið er í andarslitrunum og á allt sitt undir stjórnvöldum, ekki fer maður að gagnrýna lífgjafa sína. Í slíkum samanburði dansar Davíð sóló og kemur vel út.

VG dansar með því þau eru svo hrædd um að Samfó leggist með Sjálfstæðisflokknum. Krumla Samfylkingarinnar hefur læst þjóðina í fangelsi óttans. Kreppan var tækifæri þeirra til að koma Evrópusambandsaðild á koppinn. Það sérkennilega er að sennilega hefði verið betra að ganga inn þar fyrir nokkrum árum eða þá eftir einhver ár. Það hefði gagnast íslenskri þjóð betur. Er von að maður velti því fyrir sér hvað þeim gengur eiginlega til með þessu brölti sínu.

Þar að auki hefur ekkert verið gert í því að hreinsa til í spillingarbælinu. Vill Samfó lifa í spillingunni og deila henni með Evrópubúum. Er það það sem við viljum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll og bestu þakkir fyrir að upplýsa um framgang þessa fundar en þetta er nákvæmlega í takt við það sem mig grunaði. Ég tel að AGS verði banabiti okkar þjóðar ef fer sem horfir og finnst mér í rauninni alveg undrandi hvað lítið er fjallað um AGS í fjölmiðlum, inná þingi og í bloggheimi. Takk fyrir mig

Hulda Haraldsdóttir, 17.12.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband