Skúbb-Norska lánið ekki háð Icesave!

 Utanríkisráðherra Noregs segir Íslendinga ekki þurfa að samþykkja Icesave til að fá lán frá Noregi.

Í fyrirspurnartíma í Stortinget í Noregi í dag segir utanríkisráðherra Noregs að lán Noregs í AGS pakkanum séu Íslendingum til reiðu núna, þar sem endurskoðun AGS sé lokið. Því sé það á valdi Íslendinga að nýta sér lánið, og þá strax ef það hentar. Mikilvægast af öllu, án nokkurrar tengingar eða hótunar um hvort Icesave sé samþykkt eða ekki.

Hér fylgir með orðaskiptin í norska þingin í dag:

 

In the Stortinget today, following ble said from Peter N. Myhre, member of Fremskrittspartiet:

 

”Island er rammet av en bankkrise som ikke helt og fullt har sammenheng med den internasjonale, verdensomspennende finanskrisen. Islands sammenbrudd ville nok ha kommet uansett. Det er stor oppmerksomhet rundt de nordiske landenes hjelp til Island. Utenriksministeren sa i sin redegjørelse tirsdag, at de nordiske landene i år har underskrevet – og jeg gjentar underskrevet – låneavtaler med Island for et samlet lånebeløp på ca. 1,8 milliarder euro, hvorav den norske andelen er 480 mill. euro.

Men det hersker uklarhet om hvordan denne låneavtalen er blitt håndtert fra norsk side. Gjennom media har vi forstått det slik at lånene ikke blir utbetalt før det er gitt et slags klarsignal fra Det internasjonale valutafondet (IMF). Forutsetningen for utbetalingen skulle være at den islandske staten skulle påta seg ansvaret for britiske og nederlandske kunders tap på kundeforhold i islandske banker. Først da skulle den såkalte Icesave-avtalen tre i kraft. Og mandag denne uken kom det ifølge ABC Nyheter meldinger om at den islandske sentralbanken derfor fremdeles ikke har mottatt pengene fra Norge.

Men samtidig kom det klar beskjed fra direktøren i IMF, Dominique Strauss-Kahn, om at det ikke var nødvendig med en slik ansvarsovertakelse. Han opplyste at IMF allerede har utbetalt sin del av kriselånspakken, som skal bestå av de nordiske landenes bidrag og IMFs bidrag.

Dette skaper uklarhet. Når statssekretæren i finansdepartementet, Roger Schjerva, i går antydet at Strauss-Kahn tar feil, gjør ikke det situasjonen noe enklere. Det vil derfor være betryggende om utenriksministeren kunne benytte den anledningen han har her i dag til å klargjøre følgende: Har Norge utbetalt sin del av kriselånet til Island? I tilfelle dette ikke er gjort, hvorfor ikke? Og hvilken rolle har IMF spilt i denne forbindelse?”

Foreign minister Jonas Gahr Støre (Arbeiderpartiet) answered:

”Når det gjelder Island og nordiske lån, kan jeg si til representanten Myhre at det er nå tilgjengelig for Island å trekke på norske lån. Det har vært slik for de nordiske landene at vi har stilt en vesentlig ressurs til disposisjon, med lengre nedbetalingstid enn det som er IMF-reglene. Men det hele var skrudd sammen slik at dette ble gjort tilgjengelig når IMF kunne ta sitt vedtak. Brevet fra IMFs leder, Strauss-Kahn, kan man tolke begge veier: Er det slik at den ene har holdt igjen den andre? Men realiteten er at denne pakken til Island var klar da IMF hadde behandlet den på sitt styremøte. Det skjedde 28. oktober, og da ligger det til rette for det.”

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Gunnar fyrir að koma þessum merkilegu upplýsingum á framfæri.  Því hefur verið haldið fram af talsmanni ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að samþykkja Icesave einmitt til að fá þessi lán.

Ég vil þó ekki síst þakka þér fyrir að hafa tekið þátt í að koma þessu máli í umræðuna með því að skrifa framkvæmdastjóra AGS sem varð til þess að Norð'menn fréttu að verið væri að beita Íslendinga órétti.

Sigurður Þórðarson, 19.11.2009 kl. 23:57

2 identicon

Gott að sjá þetta, Gunnar. Enn og aftur er ástæða til að spyrja: Er einhver / einhverjir stjórnmálamenn sem vilja Icesave og AGS umfram allt?

Er ekki örugugglega búið að senda þetta til allra þingmanna?

Helga (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helga, því miður er svarið já. Það eru margir þingmenn, nánar tiltekið allir þingmenn Samfylkingarinnar, sem vilja Icesave umfram allt af því að þá langar í Evrópusambandið.  Auðvitað gátu þeir kynnt málið fyrir Norðmönnum ef þeir hefðu viljað það.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 00:18

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurður, takk fyrir hlý orð í minn garð.

Þegar umræðan í Noregi er lesin er greinilegt að norskur almenningur stendur með okkur Íslendingum.

Það er rétt hjá þér Sigurður að því hefur verið haldið fram að Icesave sé tappinn. Það virðist ekki vera svo að mati norska utanríkisráðherrans. Hann segir að lánið sé okkur til reiðu nú þegar.

Norðmenn eru greinilega mjög ósáttir við orð Strauss-Khan og vilja ekki gangast við því að hafa verið Þrándur í götu. Illar tungur segja að svarbréf Strauss-Khan hafi verið samið á Hverfisgötunni í Reykjavík....

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Helga,

ég er búinn að senda þetta á þá þingmenn og konur sem ég taldi líklega til að hafa áhuga á þessu.

Auk þess hefur Mogginn og Rúv verið í sambandi við mig. Ekki veit ég enn hvað þeir miðlar gera úr þessu.

Eins og Sigurður segir þá eru til stjórnmálamenn sem vilja samþykkja Icesave fyrir alla muni. Ef sú verður raunin er líkkistunaglinn kominn og bara að elta hina til Noregs.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hið besta mál

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2009 kl. 00:50

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

takk fyrir innlitið,

ég get ekki varist því að undrast hversu fámál þú ert vegna þessarar færslu minnar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 01:07

8 Smámynd: Benedikta E

Takk - Takk - Gunnar Skúli - Þið eruð - STÓRMENNI - Sumarhúsafjölskyldan !

Ég vil nú bara biðja þig að senda þetta til - ALLRA - þingmanna það er aldrei að vita fyrirfram hverjir eru þeir réttu.

Reyndar þú getur sleppt Samspillingunni - en öllum hinum líka Vg. þeir hafa gott af því að fá þetta til sín.

Alla fjölmiðlana - ekki  síst  Útvarpi Sögu þau myndu bjóða Bjarti í viðtal.

Það þurfa allir að fá að heyra um svona stórfrétt.

Með baráttukveðju.

Það er fundur á Austurvelli á laugardaginn.

Benedikta E, 20.11.2009 kl. 01:24

9 identicon

Sæll, Gunnar Skúli.  Auðvitað er þetta stórfrétt.   Samfyllkingin er hinsvegar þrándur götunnar, sá hópur vill inn í ESB, skríðandi skiptir engu.  Vonin í icesave er vinstri hreyfingin grænt framboð.  Á hana er möguleiki að herja og þó það kosti líf ríkisstjórnarinnar verður svo að vera.  Hafa menn annars eitthvað verið að pæla í nýrri hreyfingu?

lydur arnason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 03:03

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Benedikta,

takk fyrir innlitið. Ég er búin að senda þetta á flest alla þingmenn og konur landsins.

Á laugardaginn verð ég á Akureyri á borgarfundi að "lof"syngja AGS, því verður þú að mæta á Austurvöll fyrir mig.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 07:51

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Lýður,

takk fyrir innlitið, ég 100% sammála þér.

Bjarni Ben hét ríkisstjórninni fullum griðum úr ræðustól í gær, bara ef menn gætu sameinast um að fella Icesave. Ég tel að menn verði að taka mark á slíkum yfirlýsingum. Hún er í raun merkileg því menn hafa verið að hóta hinu gagnstæða hingað til.

Ný hreyfing? nei ekki svo ég viti, en hver veit.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 07:57

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Samtök Fullveldissinna er ný hreyfing.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.11.2009 kl. 08:43

13 identicon

Sæll Gunnar og TAKK

 hvet alla til að setja link á facebook eða bloggið sitt með þessari færslu.............

Við verðum að koma þessu áleiðis.......

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 08:47

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Axel

takk fyrir innlitið, rétt hjá þér. Á ekki fullveldið að vera í hjarta okkar allra...

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 08:54

15 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Karen,

takk fyrir innlitið, og takk fyrir hvatninguna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 08:55

16 Smámynd: Jón Lárusson

Ekki veit ég fyrir hverja ríkisstjórnin er að vinna, en hún er ekki að vinna fyrir almenning í landinu, þá sem hún á að vernda umfram aðra. Það eru engar tilviljanir í þessu máli öllu og því hvernig við erum trakteruð. Bendi fólki á að lesa www.umbot.org, en þar eru upplýsingar sem skýra eðli þessa kerfis sem við þurfum að berjast gegn og hugmyndir að þeim lausnum sem við eigum að taka upp.

Jón Lárusson, 20.11.2009 kl. 09:36

17 Smámynd: Halla Rut

Merkilegt að sjá viðtöl við "fólkið á götunni" þegar spurt var hvað þeim fyndist um skattahækkanirnar en þar var mest algjör uppgjöf og svör eins og "verður ekki bara að gera þetta" og "þurfum við ekki bara að sætta okkur við þetta". Allur baráttuvilji er farin úr fólki.

Mitt motto "þegar á móti blæs þá skal hver gefa í en ekki fjúka til baka með vindinum".

Halla Rut , 20.11.2009 kl. 09:40

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón,

takk fyrir innlitið, ætli ríkisstjórnin sé ekki í liði með alþjóðlegu fjármagni og Steingrímur fattar það ekki!

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 09:52

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnar ég þakka þér og hópnum sem stóð að bréfinu til Strauss-Khan, fyrir að vekja athygli á vanda íslensku þjóðarinnar.

Ég tek undir með Höllu 17.  það er eins og fólk hafi gefist upp þegar það segir; "verður ekki bara að gera þetta" og "þurfum við ekki bara að sætta okkur við þetta".  Þegar það er verið að neyða almenning til að borga erlendar skuldir einkabanka.

Magnús Sigurðsson, 20.11.2009 kl. 11:18

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta.  Já ég heyri að það eru fleiri en ég sem vantreysta Samfylkingunni, telja hana gera allt til að komast í Evrópusambandið m.a. svíkja almenning í landinu okkar.  Svei þeim bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2009 kl. 11:50

21 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Halla,

takk fyrir innlitið og til hamingju með búðina.

Sammála þér það er mikil uppgjöf og vonleysi í gangi. En að minnsta kosti vill maður ekki gefast alveg strax upp.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 12:40

22 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Magnús,

takk fyrir innlitið, eitthvað urðum við að gera, ekki gátum við látið þetta ganga alveg frá okkur án þess að dauðahryglan heyrðist sem víðast.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 12:43

23 Smámynd: Benedikta E

Við erum ekki þjóð sem hrekst undan vindi þó á móti blási.

Við erum í raun ein Sumarhúsafjölskylda - við höfum bara mis mikið af Bjarti í okkur.

Benedikta E, 20.11.2009 kl. 12:58

24 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

takk fyrir innlitið,

ég held að mörgum ofbjóði málflutningur Samfylkingarinnar, það er allta sama þriggja stafa orðið sem á að leysa öll okkar vandamál.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.11.2009 kl. 14:50

25 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir góða og upplýsandi færslu.

Langar að flétta aðeins við það sem Heiða segir hér að ofan. Þetta var einmitt planið. Koma fyrst með hrikalegar fréttir um niðurskurð og hækkanir. Draga síðan í land og dempa boðað kjaftshögg um 20 milljarða. Þá verður fólk sátt við að þetta varð ekki enn verra og segir "þurfum við ekki bara að sætta okkur við þetta".

Viðbrögðin eru sönnun á vel heppnuðum pólitískum spuna.

Haraldur Hansson, 20.11.2009 kl. 17:34

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við erum svo sem ekki óvön því að pólitíkusar lagfæri sannleikann og líklega við því búin. En að sukka svona endalaust með lygina er voðalega andskoti þreytandi. En mestur hluti þjóðarinnar þjáist nú reyndar af minnisglöpum þegar dregur til kosninga.

Árni Gunnarsson, 20.11.2009 kl. 22:12

27 Smámynd: Njáll Harðarson

Þetta eru afar mikilvægar og merkilegar upplýsingar sem hér koma fram.

Það er af þeim ljóst að Icesave samningurinn bindst ekki endurreisn íslensks hagkerfis nema að litlu leiti

Nú er bara spurningin.

Eigum við sem þjóð að taka á okkur sök vegna sjálftöku fárra manna? Réttast væri að reistur yrði minnisvarði um icesave með nöfnum þeirra manna sem áttu þátt í að koma íslensku þjóðinni á kaldari klaka en ella, helst í andyri alþingis, sem yrði væntalega túristagildra, við gætum framleitt icesave lyklakyppur og svo framvegis.

Njáll Harðarson, 22.11.2009 kl. 09:40

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Við  að taka á okkur sök" eða "við að gangast við ábyrgð okkar".  Hvorug þessar klisja er rétt, því það sem um ræðir er að stjórnmálamenn sem sumir hverjir liggja undir grun um landráð af gáleysi ætla að koma klyfjunum á börnin okkar.

Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband