Er þetta "Nýja Ísland" Jóhanna?

Því var lofað fyrir síðustu kosningar að allt ætti að vera upp á borðum, gagnsæi o. sv.fr. Við höfum upplifað  hið gagnstæða síðan þá. En er það ekki full langt gengið þegar það varðar þjóðarhag? Að Gordon kætist yfir niðurlægingu okkar Íslendinga skil ég vel. Að hann hrósi íslenskum samstarfsmönnum sínum innan ríkisstjórnar íslenska lýðveldisins finnst mér óviðeigandi.

Það hefur verið á allra vitorði að Gordon hafi ekki svarað bréfi Jóhönnu. Við trúðum að svo væri raunin. Síðan kemur í ljós að hún fékk svar fyrir 2 vikum. Er það heiðarlegt að sitja á svarinu? Er svarið ríkisleyndarmál eða ríkisstjórnarleyndarmál? Er hugsanlegt að forsætisráðherra Íslands hafi sagt okkur ósatt? Hvar er þetta nýja Ísland Jóhanna?

Getum við haft ríkisstjórn sem vinnur gegn hagsmunum íslenskrar þjóðar, eða eigum við ekki betra skilið?


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband