20.10.2009 | 17:01
Ekki segir Seðlabankinn ósatt?
Það vill enginn í stjórnsýslunni kannast við að skuldastaða þjóðarbúsins sé slæm. Ráðherra viðskipta kemur fram og segir að áhyggjur séu ekki á rökum reistar. Ef farið er á vef Seðlabankans og inn á hagtölur eru þar athyglisverða upplýsingar. Þar finnst tafla sem heitir Greiðslujöfnuður við útlönd. Þar er fram kominn nýr dálkur, hann birtist núna nýlega og kallast vanskil. Vanskil á vöxtum og afborgunum hefur verið að aukast allt þetta ár. Um mitt þetta ár eru vanskil 386 milljarðar. Í hagtölum Seðlabankans er önnur tafla sem heitir erlend staða þjóðarbúsins . Þar er einnig kominn fram nýr dálkur frá síðustu áramótum. Sá heitir fjármögnun vanskila og eru bara vanskil. Þar er talan 1000 milljarðar og hefur hækkað hratt frá áramótum.
Ef Seðlabankinn er farinn að gera grein fyrir vanskilum þjóðarinnar og það er ný starfsemi hjá Seðlabankanum þá er ekki nema að fólk bregði.
Gunnar Tómasson ræðir þessi mál af mikilli yfirvegun og þekkingu. Greinilegt er af viðbrögðunum að ummæli hans eru hættuleg og því að öllum líkindum rétt. Hann bendir á að ekki sé til nein greiðsluáætlun hjá hinu opinbera hvernig eigi að nýta þann litla gjaldeyri sem þjóðin aflar til greiðslu á erlendum skuldum okkar. Því er ekki hægt að horfast í augu við raunverulegan vanda. Við óttumst að þjóðin geti lent í vanskilum. Að mótmæla því án gagna er áróður og því illa til þess fallinn að draga úr kvíða okkar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Spyrjum okkur hver græðir á því að neita að viðurkenna staðreyndir? Hverjum koma upplýsingar Gunnars illa?
Helga (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:53
Fróðlegt. Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.10.2009 kl. 18:11
Sæl Helga,
góðar spurningar. Ef grunur okkar reynist réttur að við stefnum í vanskil þá verða stjórnvöld að taka niður grímuna. Þá er sennilega hætt við umhverfisspjöllum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.10.2009 kl. 19:29
Sæll Arinbjörn,
kíktu vel á þetta og reyndu að fatta. Vanskil hljóta að vera vanskil, ekki satt?
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.10.2009 kl. 19:30
Sæll, Gunnar, hafirðu misst af viðtali við starfsmann Seðlabankans í Speglinum í kvöld, þá endilega hlustaðu á það á ruv.is Man ekki hvað margar spurningar vöknuðu í kollinum á mér meðan ég hlustaði... en margar voru þær? Væri sniðugt að senda bankanum spurningar sem formlegt erindi byggðu á þessu viðtali.
Helga (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:37
Ég hlustaði Helga,
ég þarf að hlusta aftur en mér fannst hann vera að leiða okkur í villu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.10.2009 kl. 20:01
Sammála.
Helga (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:19
Jú Gunnar, vanskil eru vanskil. Spurning hvort þetta séu vanskil ríkins eða einkaaðila til dæmis hinna föllnu banka eða annara aðila? Þetta er í það minnsta æði forvitnilegt.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.