Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og skólabækur

Að lokinni helgi sem hefur verið róleg í pólitíkinni er samt ýmislegt að bærast í kolli mínum. Umræðan um ríkisfjármál blundar á bakvið allt suðið í IceSave. Framundan er mjög mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum. Ástæða þess er mikil innspýting inn á bankabækur fjármagnseigenda og endurreisn bankanna. Síðan er það vaxtagreiðslur af öllum lánunum. Niðurskurðurinn verður gríðarlega mikill næstu árin tvö sökum þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) krefst hallalausra fjárlaga eftir 3 ár. Sú krafa er að sjálfsögðu glórulaus og hvaða tilgangi þjónar hún yfir höfuð?

Fréttir um foreldra sem geta ekki keypt skólagögn fyrir börnin sín og jafnvel tilkynna þau veik, því þau skammast sín svo mikið stakk mig þó mest.Hvar er þessi skjaldborg sem lofað var? Hvar er Norrænt velferðasamfélag? Á bara að stoppa í götin eftirá, sérstaklega ef þau rata á síður fjölmiðlanna. 

Ef saga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lesin þá eigum við ekki von á góðu. AGS sker niður laun og alla styrki eða bætur til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Samtímis og AGS setur okkur í gríðarlega skuld sem hefur í för með miklar vaxtargreiðslur krefst hann hallalausra fjárlaga. Niðurstaðan verður sú að nánast ekkert verður til skiptanna og alls ekki fyrir lítilmagnann. Það er ekkert sem bendir til þess enn þá að þetta gangi ekki eftir. Því má vænta þess að mikill landflótti muni bresta á og að erlendir aðilar munu eignast allar auðlindir þjóðarinnar. Spurningin er hvort maður eigi að setja hausinn undir sig og deyja með sæmd eða bara koma sér í burtu.

http://rubeneberlein.files.wordpress.com/2009/06/povertyreductiontanzania.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst síðasta sort þegar Ráðgjarastofa heimilanna, er farin að ráðast á heimilin og verja fjármagnseigendurna og bankana. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er algjörlega absúrt tilvera

þakka þér fyrir pistilinn Gunnar Skúli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.8.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hallast alltaf meira og meira að þeirri niðurstöðu að eina vonin til að deyja með sæmd sé fólgin í því að koma sér í burtu áður en það verður of seint! Því miður

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.8.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband