4.4.2009 | 21:50
Eru þeir í vinnu hjá okkur?
Sjálfsagt finnst Sjálfstæðismönnum nýmæli í því að vera með málþóf. Þeir hafa yfirleitt verið í stjórn og þurft að sitja undir málþófi hinna flokkanna. Nú vill svo illa til fyrir Sjálfstæðismenn að sitjandi ríkisstjórn hefur klofið stjórnarandstöðuna í viðkomandi máli. Bæði Framsókn og Frjálslyndir styðja stjórnarflokkana í þessu máli. Venjulega er stjórnarandstaðan heil og óskipt í sínu málþófi. Þetta er í sjálfu sér aukaatriði þó það sýni hroka Sjálfstæðismanna í hnotskurn. Aðalástæðan fyrir því að hallmæla Sjálfstæðismönnum er að hingað til hafa menn stundað málþóf í góðæri. Núna er kreppa og þjóðin er á barmi gjaldþrots. Það er ekki bara að þeir séu að tefja fyrir nauðsynlegum málum sem bíða afgreiðslu heldur eru þeir greinilega á móti þeim breytingum til lýðræðisáttar sem unnið er að. Samantekið þá er Sjálfstæðismönnum meinilla við að vera ekki með völdin og vilja alls ekki deila þeim með þjóðinni á nokkurn hátt.
![]() |
Enn langt í land eftir 36 tíma umræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Gunnar Skúli Ármannsson

Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 116537
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
helgatho
-
sigurjonth
-
haddi9001
-
kreppan
-
thjodarsalin
-
marinogn
-
jonl
-
egill
-
jari
-
gretarmar
-
hedinnb
-
vilhjalmurarnason
-
reykur
-
larahanna
-
kreppuvaktin
-
georg
-
andrigeir
-
gretar-petur
-
gullvagninn
-
astromix
-
andres
-
thorsaari
-
baldvinj
-
lillo
-
berglist
-
hehau
-
ragnar73
-
siggith
-
axelthor
-
xfakureyri
-
arikuld
-
gmaria
-
fiski
-
alla
-
framtid
-
jakobk
-
lillagud
-
skessa
-
birgitta
-
neddi
-
aevark
-
jon-o-vilhjalmsson
-
benediktae
-
jensgud
-
thorolfursfinnsson
-
svanurg
-
brell
-
manisvans
-
jax
-
saemi7
-
sigurbjorns
-
inhauth
-
smali
-
olinathorv
-
heidistrand
-
doddyjones
-
esk
-
gunnaraxel
-
valli57
-
lydurarnason
-
kolbrunerin
-
rannveigh
-
gammon
-
tolliagustar
-
hist
-
zoa
-
photo
-
jhe
-
gudni-is
-
jonvalurjensson
-
arh
-
martasmarta
-
hallarut
-
gusg
-
zeriaph
-
kokkurinn
-
luf
-
hallgrimurg
-
sifjar
-
harpabraga
-
ffreykjavik
-
fuf
-
arabina
-
steinibriem
-
lucas
-
liljabolla
-
solir
-
glamor
-
vesteinngauti
-
duna54
-
gunnsithor
-
vestskafttenor
-
bingi
-
jogamagg
-
jenfo
-
jennystefania
-
lehamzdr
-
andresm
-
kreppukallinn
-
maeglika
-
gattin
-
isspiss
-
valgeirskagfjord
-
gus
-
minos
-
gudbjorng
-
jaj
-
agbjarn
-
thorgunnl
-
fullvalda
-
zumann
-
theodorn
-
thoragud
-
skarfur
-
omarragnarsson
-
ludvikludviksson
-
vest1
-
dramb
-
reynir
-
bjarnimax
-
raudurvettvangur
-
hvirfilbylur
-
creel
-
tilveran-i-esb
-
gudruntora
-
eyglohardar
-
snorrima
-
ingagm
-
baldher
-
einarbb
-
thjodarheidur
-
tryggvigunnarhansen
-
jonarni
-
eirikurgudmundsson
-
postdoc
-
halldorjonsson
-
ludvikjuliusson
-
eeelle
-
altice
-
bergthorg
-
au
-
jp
-
andres08
-
bofs
-
ding
-
stebbifr
-
huxa
-
elkris
-
daliaa
-
salvor
-
krist
-
bjarnihardar
-
eldlinan
-
socialcredit
-
epeturs
-
drsaxi
-
falconer
-
samstada-thjodar
Athugasemdir
Já einmitt það er þá ekki vanhæf ríkisstjórn að setja málin fram í þessari röð ?
Það væri nær að klára efnahagsmálin og karpa síðan fram að kosningum um stjórnarskrána.
Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 21:53
Já Gunnar! Það er nokkuð til í því:)
Ásgeir Rúnar Helgason, 4.4.2009 kl. 21:59
Takk Ásgeir,
Carl, nú vill meirihlutinn fara þessa leið og þar að auki á að ræða efnahagsmálin líka. Þetta virkar ekki að láta svona í kreppu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 4.4.2009 kl. 22:24
Nákvæmlega, kreppa í gangi. Á maður þá ekki einmitt að gagnrýna forgangsröðunina hjá ríkisstjórninni, væri ekki annað hræsni eftir gagnrýnina á fyrri ríkisstjórn ?
Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 23:13
Það er ótrúlegt að horfa upp á Sjálfstæðismenn á alþingi. 'Eg heyri allstaðar að fólk er gáttað á þeim algjörlega. Þeir ríða ekki feitum hesti frá þessari viðureign svo mikið er víst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:59
Tillaga var lögð fyrir Alþingi í morgun um að taka brýnni mál framyfir, samanber Helguvík. Tillagan var felld.
Segir þetta ekki manni að ríkisstjórnin er ekki að standa sig gagnvart heimilum og fyrirtækjum landsins ?
Það er nefnilega nægur tími til að láta Sjálfstæðismenn líta illa út í málþófi ef fólki finnst það, aðalatriðið er að klára strax þau mál sem virkilega skipta heimilin máli.
Carl Jóhann Granz, 6.4.2009 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.