Hverra HAGSMUNA var Geir að sinna í vinnunni?

"Við þurfum nú að verja þá einföldu hugmynd, sem ég tel að allir sjálfstæðismenn og langflestir Íslendingar, eigi sameiginlega: þá hugmynd að sköpun nýrra verðmæta, úrvinnsla nýrra hugmynda og öflun nýrra tækifæra muni ekki eiga sér stað á kontórum ráðuneytanna, í bakherbergjum stjórnmálaflokkanna eða í nefndum þingmanna," sagði Geir".

Þetta sagði Geir í dag. Sérkennilegt. Ýmislegt sem kemur upp í hugann við þessar vangaveltur hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað Íslandi s.l. 18 ár og úr bakherbergjum. Bakherbergjum Valhallar. Þannig vilja Sjálfstæðismenn hafa hlutina. Þeir vilja sterkan leiðtoga sem sér um pólitíkina úr bakherbergjum. Venjulegir Sjálfstæðismenn vilja græða á daginn og grilla á kvöldin. Því á ég bágt með að skilja Geir í dag. Þeir hafa stjórnað Íslandi úr sína fálkahreiðri. Hvað eru þeir að blanda okkur hinum Íslendingunum í málið.

Stjórnmálaflokkar, ráðuneyti né þingmenn eiga ekki upp á pallborðið hjá Geira kallinum. Hljómar eins og fyrirbæri sem þvælast fyrir. Hvar er ást Geira á lýðræðinu, yfirveguðum ákvörðunum fagmanna eða pólitískri umræðu venjulegs fólks innan flokkanna.Hann gefur ekki mikið fyrir slíka gjörninga. Það undrar mig ekki að mistökin hans séu mörg.

Ég er enn ekki að skilja hvers vegna nokkur ætlar að kjósa flokk sem ber mesta ábyrgð á þeirri kreppu sem Ísland er komið í.

 

 


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Þessi maður sá ástæðu til að biðja flokkinn afsökunar.

En ekki þjóðina sem hann var Alþingismaður og síðar Ráðherra fyrir, síðan 1987.

Landráð.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:45

2 identicon

Mér finnst ad thessir hrokafullu og sidlausu bjánar í thessum vidbjódslega spillingar og sérhagsmunaflokki ekki hafa rétt á ad draga hinn íslenska fána nidur í svadid med thví ad nota hann sem baksvid á theirra ömurlegu samkomu.  Hraesninni í spillingarflokkinum eru engin takmörk sett.

Egill (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er hætt að vera hissa.  Sjálftökuflokkurinn fær vonandi langt frí frá stjórn landsins eftir kosningarnar.  X-O  segi ég til þess að uppræta spillinguna og sjálftökuliðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2009 kl. 01:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALgjörlega sammála hverju orði hjá þér í dag Gunnar Skúli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég reyni að verða sáttur við að Sjálfstæðisflokkurinn fái 12 þingmenn í næstu kosningum. Verði þeir fleiri þá er íslenska þjóðin fallin á léttasta prófi í allri hennar sögu.

Árni Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla að reyna að vera sáttur við Árna mat, enda eiga aldnir að hafa orðið í þezzu sem mörgu.

Persónulega finnzt mér að setja ætti neyðarlög í að banna flokkinn & starfsemi hanz í 40 ár.

Steingrímur Helgason, 27.3.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband