Jón Magnússon og Frjálslyndi Flokkurinn.

Jón Magnússon mun ekki bjóða sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn aftur. Þetta segir hann í DV og einnig í öðrum miðlum. Undanfarna mánuði hafa margir flokksmenn í FF verið að hópast í björgunarbátana. Langlundargeð Jóns vekur í raun eftirtekt því flest allir sem störfuðu í kjördæmi hans, Reykjavík, eru hættir í flokknum eða hættir að taka þátt í starfi hans. Það var blandaður hópur af fólki sem kom til starfa fyrir flokkinn hér í Reykjavík eftir síðustu kosningar. Stefnuskrá flokksins er góð og þessi hópur vildi vinna mikið starf með þingmanni sínum í Reykjavík. Grunnhugmyndin var sú að þar sem flestir kjósendur væru í Reykjavík væri mjög mikilvægt að efla flokkinn í Reykjavík. Með öflugu starfi í Reykjavík væri hægt að stækka flokkinn verulega. Því miður þá tókst yfirstjórn flokksins aldrei að tileinka sér þessa stefnu. Við sem störfuðum í Reykjavík komumst ekkert innan flokksins, tilvist okkar virtist vera ógn við ráðandi öfl í flokknum. Eftir þessa lífsreynslu þá er niðurstaða mín sú að kjarnamarkmið flokksins sé að eiga að minnsta kosti einn þingmann frá Ísafirði og þá sé markmiðinu náð.

Í raun er þessi niðurstaða mjög sorgleg. Stefna Frjálslynda flokksins er góð að mörgu leyti. Reyndar svo góð að meginstef hennar hafa verið meginkröfur mótmælenda um allan bæ eftir að kreppan hófst. Því er það með hreinum ólíkindum að stjórnmálaflokkur sem virðist eiga mikinn og góðan samhljóm meðal allra mótmælenda vetrarins minnki fylgi sitt í skoðunarkönnun eftir skoðunarkönnun. Í dag mælist flokkurinn í kringum 2% í könnunum. Flestum ætti að vera ljóst að eitthvað mikið er að þegar flokkur við slíkar aðstæður minnkar og meginstarf formannsins alla sína starfstíð hefur verið að stilla til friðar innan flokksins. Sem grasrót get ég ekki tekið ábyrgð á slíku. Hversu seint Jón Magnússon yfirgefur hið sökkvandi skip ber merki þess að hann sé séntilmaður, því konur og börn fara alltaf fyrst í björgunarbátana.

http://anunveiledface.files.wordpress.com/2008/01/sinking-ship.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Formaðurinn hefur alltaf verið að lægja öldur segir hann. Oft hef ég undrað mig á öllum þessum öldugangi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.2.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er það Kristinn H sem er að draga flokkinn niður?  Hann er í raun eins manns stjórnmálaflokkur og hefur alls staðar málað sig út í horn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún Þóra, sjálfsagt er alltaf öldugangur í samfélagi manna. Mín upplifun hefur verið sú að ekki hefur verið reynt að forðast ölduganginn nema með afskiptaleysi. Þegar allt er komið í óefni hefur formaðurinn dæst og orðið að sætta sjónarmiðin. Reyndar aldrei leyst málin til frambúðar því fljótlega er kominn nýr öldugangur. Sjálfsagt okkur að kenna í grasrótinni í Reykjavík. Öldugangurinn getur einnig verið merki um afl og orku sem var ekki beint inn á réttar brautir. Margir hafa viljað gera góða hluti í innra starfinu en sökum afskiptaleysis og mótstöðu fór öll orkan í öldugang.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.2.2009 kl. 00:44

4 Smámynd: Jens Guð

  Sem virkur félagi í FF er ég verulega hugsi og ráðvilltur.  Ég tel mig ekki vera að rjúfa neinn trúnað þó ég upplýsi að á síðasta fundi okkar í kjördæmafélagi Reykjavíkur norður hafi verið ræddur sá möguleiki eða vilji til að stofna nýjan flokk.  Ég endurtek að ég telji mig ekki vera að rjúfa trúnað vegna þess að það hefur verið mitt viðhorf til minnar þátttöku í starfi FF að allt eigi að vera uppi á borðum.  Ekkert pukur.  Bara hreinskiptar umræður.

  Á fundinum taldi ég eðlilegra að reynt yrði að koma viti fyrir forystu flokksins,  horfst í augu við raunveruleikann og tekið yrði til í flokknum á landsfundinum um miðjan mars.  Ég er að hallast á þá skoðun að flokknum verði ekki bjargað.  Þá er ég að miða við þá ósvífnu ákvörðun að landsþingið verði haldið í Stykkishólmi,  gistirými hafi verið uppbókað af forystunni og annað í þeim dúr.

  Ég tek fram að ég hef ekki verið í Nýju afli og tilheyri ekki þeim hópi.  Ég var orðinn virkur félagi í FF löngu áður en Nýtt afl gekk til liðs við okkur.  Bara svo það sé á hreinu.

Jens Guð, 7.2.2009 kl. 00:54

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður, Kristinn H Gunnarsson er fenómen í íslenskri stjórnmálasögu. Manni er sögð sú saga að þegar KHG fór úr Alþýðubandalaginu yfir í Framsókna hafi þáverandi formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, sagt; "nú er Ólafs Ragnars fullhefnt". Ég hef ekki haft neinar spurnir af því hvað Framsóknarmenn sögðu þegar KHG fór úr Framsóknarflokknum yfir í Frjálslynda flokkinn. Því miður er KHG ekki eina vandamál FF. Vandamálin voru til staðar áður. KHG var eins og chilli pipar á þau vandamál. Ef til vill er tilvist hans orsök þess að venjulegu fólki var ógjörningur að koma á frjósömu starfi hér í Reykjavík. Hver veit og hverjum er ekki sama?

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.2.2009 kl. 01:01

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta við að í helgarblaði DV er ágæt grein eftir Hrein Loftsson um "hubris" heilkennið,  geðveilu sem herjað hefur á og herjar á marga stjórnmálamenn og leikara.  Hreinn vísar ekki til þess að "hubris" heilkennið er einnig áberandi meðal poppstjarna sem þó er áberandi í þeirri deild.  Um það hafa verið skrifaðar bækur og margar tímaritsgreinar.

  "Hubris" heilkennið einkennist af því að sjálfstraust viðkomandi nærist á vaxandi undirgefni samstarfsmanna,  brengluðu raunveruleikamati og valdahroka.

Jens Guð, 7.2.2009 kl. 01:04

7 Smámynd: Jens Guð

  KHG er vissulega vandamál.  En það er einmitt afhjúpandi/dæmigert fyrir forystu FF að hafa leyft því vandamáli að verða alvöru vandamál. 

Jens Guð, 7.2.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Rannveig H

Það gat ekki farið öðruvísi,og það er leitt. Þegar fólk gengur fram í hroka og telur sig réttborin aðal,og lokar sig af í fílabeinsturni með allan félagslegan þroska undir frostmarki. En þetta er fólkið sem Guðjón Arnar vill hafa.

Ljótt fannst mér að heira eftir varaformanninum hvað það væri skelfilega gott að losna við draslið í flokknum,enda er hann heima núna að hlaða fallbyssurnar fyrir morgundaginn að eigin sögn.

Rannveig H, 7.2.2009 kl. 01:15

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll og heill Jens, það er margt í þinni athugasemd sem er lýsandi. Þú er ráðvilltur. Það á við marga sem hafa starfað fyrir FF í Reykjavík. Ég tel mig vita að mjög margir af virkum félagsmönnum FF í Reykjavík eru í sömu sporum og þú, það er ráðvilltir. Ég tel ennfremur að stór hluti sé ekki búinn að yfirgefa flokkinn enn sé vegna misskilinnar skildurækni.

Þegar kjördæmafélag er farið að velta því fyrir sér að stofna nýjan flokk er eitthvað mikið að. Þegar Landsþing þarf til að skilaboð komist á milli húsa í Reykjavík er um algjört rof á milli yfirstjórnar og kjördæmafélags að ræða. Þetta ástand sem þú lýsir er einkennandi fyrir starfshætti FF. Það var mjög erfitt samband milli toppanna og grasrótarinnar. Að minnsta kosti fannst grasrótinni ekki vera hlustað á sig, jafnvel að hún væri bara með vesen. Að ætla að klína þessum öldugangi á Nýtt afl er tóm vitleysa. Það fólk sem kom til starfa við Reykjavíkurfélögin í FF var úr mörgum áttum. Aldrei var ég í Nýju afli. Sem fyrr segi ég að mín upplifun var að forustan sá engan tilgang með starfi okkar í Reykjavík. 

Hvað áttu við með að gistirými hafi verið bókað af forystunni á Stykkilshólmi?

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.2.2009 kl. 01:22

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er sorglegt hvernig komið er því flokkurinn er með bestu stefnuskránna en það dugar greinilega skammt.

Sigurður Þórðarson, 7.2.2009 kl. 01:58

11 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Siggi, þa er ástæðulaust til að vera með góða stefnuskrá, þegar það eina sem flokkurinn talar og hugsar um er þorkur í hafi og möskvastærð, enda er formaðurinn eiginadi að kvóta.

Stefnuskráin er góð en það eru fáir sem vinna eftir henni, enda óþarfi af mati formannsins.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.2.2009 kl. 10:13

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðrún Þóra: Já það hefur verið óskemmtilegt að hlýða á formanninn tuða um álagið við að sætta flokksmenn og lægja öldur, hvern fundinn á eftir öðrum. Ég hef starfað meira og minna í flokknum frá stofnun hans og var einn af stofnendum. Og ég á lengri sögu í baráttunni gegn kvótaafsalinu en margir aðrir í flokknum því ég var starfandi í samtökunum sem urðu hvatinn að stofnun Frjálslynda flokksins.

Þær öldur sem formaðurinn vælir um eru öldur sem hann sjálfur reisti vegna þrjósku og einræðistilburða. Það urðu mörgum flokkmönnum sár vonbrigði að fylgjast með svikum hans við sómadrenginn Sigurjón Þórðarson sem bauðst til að yfirgefa öruggt þingsæti sitt í NV kjördæmi og takast á við það verkefni að vinna flokknum þingsæti í NA kjördæmi. Guðjón Arnar varð glaður við og hét Sigurjóni stöðu framkvæmdastjóra ef þetta mistækist. Nú skal æað tekið fram að ég var ekki áheyrsla þessu samtali en þeim heimildum sem ég styðst við trúi ég. Þetta mál hefur þrásinnis borið á góma á fundum flokksins og Guðjón farið undan í flæmingi. Og það duldist engum að á bak við þetta stóðu ásamt honum þingmaðurinn Kristinn H., Magnús Reynir nýráðinn í starfið til bráðabirgða og nokkrir fleiri gæslumenn Vestfjarðaklúbbsins sem vildu sitja einir að launuðum störfum. Um þetta má rita langt mál og hvergi fallegt. Hver veit nema þetta verði rifjað upp síðar og þá í fyllra máli.

Árni Gunnarsson, 7.2.2009 kl. 19:37

13 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar, kona sem er félagi í flokknum ætlaði að bóka gistingu á Hóteli Stykkishólms þá daga sem Landsþingið fer fram.  Henni var sagt að FF væri búinn að bóka allt gistirými.  Þá snéri hún sér til framkvæmdarstjóra FF og óskaði eftir herbergi.  Henni var neitað um það.  Gistirýmið væri frátekið.  Umrædd kona hefur opinberlega lýst yfir nauðsyn á nýrri forystu í flokknum

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 00:01

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona vinnubrögð hefðu ekki þótt tíðindi í Sjálfstæðisflokknum á valdatíð Davíðs. Eiginlega bjóst ég nú við að þau heyrðu til liðinni sögu og skefilegri.

En Guðjón var nú reyndar lengi dyggur stuðningsmaður Flokksins.

Árni Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 00:48

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Frá því ég tilkynnti framboð til formanns í flokknum hefi ég vægast sagt mætt andstreymi, sem er mjög skrítið því hver flokkur skyldi á hverjum tíma fagna vilja manna til þess hins sama.

Sama andstreymi mætti sá þingmaður úr mínu kjördæmi sem ég átti þátt í að koma á þing, Gunnar Örn Örlygsson, eftir að hafa boðið sig fram til varaformanns sem varð til þess að hann yfirgaf flokkinn.

Hann háði baráttu fyrir tilvist Suðvesturkjördæmis, innan flokksins álíka og verið hefur nú í vetur í Reykjavík.

því miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.2.2009 kl. 01:03

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún María, það var miður að þú náðir ekki framgangi innan þíns kjördæmis. þú ert einlæg hugsjónarmanneskja og fyrir okkur þessum venjulegum dauðlegum ert þú nákvæmlega sú manneskja sem flokkur hefur þörf fyrir. því miður var þér hafnað. Hugsaðu bara að þeim var nær. Gangi þér allt í haginn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.2.2009 kl. 01:55

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér sýnist nú að allt muni lagast þegar rotturnar hafa yfirgefið skipið.  Ætli það hætti ekki bara ölduganginum og fari á lygnan sjó.  Sýndist það á síðast miðstjórnarfundi.  Hann var mjög ánægjulegur.  Þakka ykkur annars skemmtileg viðkynni, þið eruð besta fólk öll sömul að mínu mati.  En svona er þetta, það sem hentar einum hentar ekki öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2009 kl. 14:26

18 Smámynd: Halla Rut

Kristinn fer nú örugglega í Samfó þegar hann hefur lokið sér við Frjálslynda. Enda lagði hann það til eitt sinn við Framsóknarflokkinn, er hann var þar innandyra, að þeir mundu sameinast Samfylkingunni. Jafnt þar sem annarstaðar lagðist hann endalaust gegn flokksbræðrum sínum og olli leiðundum. Sjá hér. Ef þið skoðið þessa síðu er ég benti ykkur á má sjá að þarna eru ungir Framsóknarmenn að skrifa svo mjög svipað bréf og ungi Frjálslyndir skrifuðu ekki svo alls fyrir löngu um samskipti sín við Kristinn.

Kristinn á þó langt því frá sök á hvernig komið er því sannleikurinn er sá að stjórnandinn er sá sem ber ábyrgð á gangi og velferð þess er honum var treyst fyrir að stjórna. 

Þessi flokkur er búin og er það að öllu leiti forustu hans að um að kenna. Því miður, því málefni hans voru þau, eins og Skúli segir hér réttilega, er þjóðin nú vill halla sér að. Málefnin og sanngirnisboðskapurinn voru þó aðeins orð á blaði og fylgja forustumennirnir ekki eigin boðskap. Illa er hér farið með tiltrú, vinnuframlag og góðvilja margra.  Margir eru sárir og finnast þeir vera sviknir enda fátt eitt ofboðið nýtímamanninum eins og þegar lýðræðið er brotið á honum. En ég segi það við hvern þann er nennir að lesa, að sagan segir okkur fátt annað en, að lýðræðið og réttlætið sigrar alltaf að lokum og sá er það hefur ekki að leiðarljósi mun ekki ná árangri, í stjórnmálum né annarstaðar, nema þá að í stuttan tíma sé.

Ég var aldrei í Nýju afli heldur kom ég vegna fjölskyldutengsla þeirra er stóðu að stofnun þessa flokks. Ég kom í góðri trú um að þar væri fólk að hugsjón fyrir málefnum sínum. Komst illa að öðru.

Ásthildur,að kalla fólk rottur finnst mér þér ekki samboðið. 

Halla Rut , 8.2.2009 kl. 18:27

19 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl verið þið öll , ein spurning frá mér , Jens guð, þú nefnir konu sem að framkvæmdastjóri FF á að hafa neitað um herbergi á hótel Stykkishólmi á landsþinginu í Mars . Ég hringdi í framkvæmdastjórann og hann neitar þessu alfarið , svo spurningin er hver er þessi kona og gæti ég fengið að heyra í henni til þess að fá botn í málið . Síminn hjá mér er : 8693499 . kv .

Georg Eiður Arnarson, 8.2.2009 kl. 21:14

20 Smámynd: Rannveig H

Ég frábið mér Ásthildur að láta kalla mig rottu.

Rannveig H, 8.2.2009 kl. 22:05

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rottur my God mín kæru Ég er einungis að leggja út frá hugeiðingum Jóns Magnúsar að yfirgefa sökkvandi skip, það er sagt að rotturnar yfirgefi sökkvandi skip, þetta er því líkindamál. það er svo fjarri mér að líkja þér Rannveig eða öðrum hér um að vera rottur, heldur var þetta svona líkingarmál eins og hér að framan greinir.  Mér þykir í raun og veru sárt ef þið í alvöru ætlið að fara frá flokknum, því ég segi nú bara málefnin blífa, og þau eru þau bestu sem til eru, og mín elskulegu hafið þið lesið þingsfrumvörpin sem mínir menn hafa lagt fram nú undanfarið.  Nei ætli það nokkuð, ykkur hefur ef til vill verið meira í mun að rakka forystuna niður.  Hver hér hefur virkilega kynnt sér þau frumvörp sem lögð hafa verið fram? Og áður en þið dæmið Guðjón Arnar og forystuna, hvaðan hafið þið að þeir hafi reynt að hygla sjálfum sér? ég vil fá svar við því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2009 kl. 23:41

22 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Vantaði ekki mikinn hluta miðstjórnar á síðasta fund ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.2.2009 kl. 00:08

23 Smámynd: Halla Rut

Gæði forustunnar hlýtur að sjást af fylginu.

Halla Rut , 9.2.2009 kl. 00:17

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég segi eins og Ásthildur að mér þykir leitt að þið séuð öll að fara úr flokknum. Ég starfa í Frjálslynda flokknum vegna málefnanna en ekki vegna formannsins enda styð ég Guðrúnu Maríu.

Sigurður Þórðarson, 9.2.2009 kl. 02:39

25 Smámynd: Rannveig H

Siggi það er þó nokkuð síðan við Halla fórum úr flokknum. Formaðurinn hefur ekki verið að flækjast fyrir mér hvorki í orði eða borði, enda er hann ekki flokkurinn hér hefur verið talað um flokksforystu. Að einhverjir séu á leið út úr flokknum er mér sagt að það sé góð hreinsun. Hef ekki heyrt annað en forystan taki því fagnandi.

Ég fagna því að Guðrún María bauð sig fram til formanns hún er síðust manneskja til að vera í einhverju plotti kemur smá hreyfingu í þetta batterí sem ekki hefur mátt anda á, en ég harma það hvernig ritari flokksins kom fram við hana að flestra áliti er Guðrún María sú manneskja sem átti það ekki skilið. En í þessu tilfelli er þetta sem betur fer á opnum vef sem allir geta lesið og séð og undir hennar eigin nafni.

Rannveig H, 9.2.2009 kl. 07:03

26 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Heil og sæl kæru félagar ég ætla ekki að fara að munnhöggvast við ykkur hér á blogginu það er nóg af fólki í þeirri deild.Mér finnst Gunnar ná að skýra nokkuð vel ástandið í flokknum í sínum pistli ég er honum algjörlega sammála.

Mitt mat á stöðu flokksins í dag er sú að stjórn og starfsmenn flokksins hafa ekki náð að æxla þá ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu hans,þeim hefur ekki tekist að sætta ólík sjónarmið manna í flokknum heldur tekið afstöðu með beinum hætti.Það hefur komið niður á flokksstarfinu sem er ekkert í dag

Þannig hefur myndast trúnaðarbrestur milli þeirra sem sem sitja í stjórn flokksins og þeirra sem gegna þingmennsku þar að leiðandi hefur starf flokksins verið lamað.Fólk hefur verið  flokkað eftir því hvort það sé í liði með einstaka þingmönnum flokksins og þá á móti öðrum þingmönnum hans.

Ég gekk í flokkinn vegna málefnanna ekki hvort Jón Magnússon eða Kristinn Gunnarsson væru sammála um einstök mál og hvort ég væri þá í liði með Jóni eða Kristni.En það verður ekki horft fram hjá því að Kristinn hefur ekki þrifist í almennu flokksstarfi sagan sýnir það.Það fór fyrst að halla undan fæti þegar hann komst á þing. 

Fólk kallar á endunýun í öllum flokkum Frjálslyndi flokkurinn er ekki undanskilin því kalli tölur sýna það. Ætlar forysta flokksins að leita eftir áframhaldi umboði á næsta landsfundi með 2% fylgi á bak við sig   

Grétar Pétur Geirsson, 9.2.2009 kl. 13:41

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Grétar Pétur það er langt síðan við höfum sést. Ég er sammála þér að það er harla undarlegt að forystan skuli leita eftir áframhaldandi umboði. Þess vegna flýr hún til Stykkishólms með flokksþingið í von um að sem fæstir mæti. En hvernig ætlar forysta sem þorir ekki að halda stóran landsfund af ótta við að ná ekki endurkjöri lagt í alþingiskosningar?  Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður Þórðarson, 9.2.2009 kl. 14:14

28 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

sú fljótfærni þín að kalla okkur rottur, það er alltaf um líkindamál að ræða þegar maður kallar manneskjur td rottur, var afar óheppileg.  Þá er maður að kasta bensíni á bál og það virðist vera ómælt magn af eldsmat í Frjálslynda Flokknum. Það er augljóst að mun rólegra verður í FF þegar eingöngu já menn eru eftir. 

Ég hef ekki gagnrýnt forustuna fyrir að hygla sér. Mín gagnrýni beinist að algjörum skorti á að leiða flokkinn og stækka hann. Guðjón hefur kvartað yfir því fund eftir fund, sem ég hef setið á, að allan sinn feril sem formaður hefur hann þurft að vera að sætta menn innan flokksins. Þau orð hans hef ég ætíð túlkað á þann veg að hann sé ófær um að stjórna flokknum. Það er ósköp eðlilegt að innan flokks séu ólík sjónarmið.Túlkun forustunnar hefur ætíð verið á hinn veginn, að það sé óeðlilegt ástand í flokki að menn séu gæddir gagnrýnni hugsun og séu að þvælast fyrir óskeikulli forustu.

Þegar 20 til 30 manneskjur koma að flokki og vilja starfa fyrir hann hlýtur það að merkjast á einhvern hátt. Það koma inn nýjar hugmyndir, áheyrslur og fleira. Við sem komum inn í flokkinn í Reykjavík eftir síðustu kosningar vildum vinna innan flokksins Mörg af okkur tókum það meira að segja strax fram að við höfðum engan áhuga á bjóða okkur fram. Við vildum bara vinna grasrótarvinnu. Okkur tókst að koma yfir okkur þaki, við sömdum aðgerðaráætlanir hvernig við kæmum stefnunni til skila til almennings. Við réðum okkur starfsmann og fleira.

Hvers vegna kom ekki forustan blaðskellandi og faðmaði okkur með tárin í augunum, full þakklætis yfir hóp af fólki sem var svo vitlaust að vilja vinna fyrir FF kauplaust. Eingöngu með það að leiðarljósi að afla hinni góðu stefnu flokksins fylgis í Reykjavík. Ég minni á enn einu sinni enn að öllum mætti vera ljóst að möguleikinn fyrir flokkinn til að stækka flokkinn eru hér fyrir sunnan.

Hvers vegna var okkur hafnað?

Hvers vegna gerist ekkert innan flokksins þegar hópur sjálfskipaðra þræla flokksins segja sig úr vistinni. Bóndi sem sæi á eftir hópi af þrælum myndi sjálfsagt reyna að endurheimta þá. Hann yrði sjálfsagt uggandi um uppskeru sína að hún næðist ekki í hús í tíma.

Var aldrei ætlun ykkar að auka uppskeruna?

Var ég hafður að fífli?

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.2.2009 kl. 18:48

29 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Gunnar, þú hittir naglann á höfuðið. Þessum flokki hefur aldrei verið ætlað neitt annað en að vera huggulegur klúbbur fáeinna útvalinna Vestfirðinga.

Klúbbur sem getur reddað sínum vildarvinum þægilegri innivinnu.

Frá fyrsta degi, og þó ekki alveg þeim fyrsta því ómælt vinnuframlag okkar í kosningabaráttunni var vel þegið. Allavega eftir kosningar var farið að líta á okkur sem óæskileg aðskotadýr. Því fór sem fór. Forystan aðhafðist nákvæmlega ekkert til að "lægja öldur" sem af einhverjum ástæðum risu á milli hinna nýju félaga og flokkseigendanna.

Þóra Guðmundsdóttir, 9.2.2009 kl. 21:51

30 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún Þóra,

sammála þér. Reyndar hefur hagur FF vænkast mikið í dag. Jón Magnússon hefur sagt sig úr honum en við kyndlinum hér fyrir sunnan tekur enginn annar við honum en Sturla trukkur. Nú er bara að vonast til að einhver sé vakandi á skrifstofunni til að skrá mig úr flokknum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.2.2009 kl. 22:17

31 Smámynd: Rannveig H

Það er mikil gleði hjá FF(fokking fokk) í dag. Maður kemur í manns stað ég er að spá hvort fyrrverandi flokksfélagar mínir hafa tekið upp MANNAUÐSSTJÓRNUN.

Ég er nokkuð sátt að hafa yfirgefið þennan flokk,ég er meira seigja búin að sætta mig við aðhafa verið höfð að fífli. En ég á erfitt með að sætta mig við að vera kölluð drasl og eitthvað lið og þaðan af verra.

Eitt er nokkuð víst að flokkurinn hlýtur að fara úr pilsnerfylgi og rjúka upp í Elifantstuðul.

Rannveig H, 9.2.2009 kl. 22:49

32 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

ÚFFFFF Rannveig, Elefantinn er 9 %.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.2.2009 kl. 23:17

33 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ekki veit ég hvað ég eða mínir félagar hafa gert til þess að verðskulda það að vera kölluð öllum illum nöfnum, nú síðast rottur. Það mætti halda að við hefðum gert þeim eitthvað hroðalega illt.

Þóra Guðmundsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:21

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Þóra, ég get svarað þér enda er ég hokinn af reynslu, búinn að vera með frá upphafi.  Stór hluti af þessu pakki sem er að hrekjast úr flokknum hefur af trúmennsku verið, hvorki meira né minna en hryggstykkið í öllu sjálfboðaliða- og kosningastarfi flokksins frá upphafi um allt land nema við Ísafjarðardjúp. Forystumenn í flokkum koma og fara. Eftir stendur að það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afnema kvótakerfið.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2009 kl. 08:00

35 identicon

Þetta er nú svei mér ótrúleg lesning.

Eina sem ég les út úr þessu öllu er þetta.....NEIKVÆÐNI NEIKVÆÐNI NEIKVÆÐNI

Svona eruð þið...algjörlega Neikvæðin og það eina sem þið talið um er afskiptaleysi formanns eða forystunar við að lægja öldur, ég veit manna vel að formaðurinn hefur verið að REYNA að lægja öldur, en það er ekki hægt þegar einn fer í fýlu og smitar út frá sér til annara og þá er farið í að róa hann það gengur og þá fer einhver annar í fýlu...

Haldið þið að það sé skemmtilegt að standa í þessu, jafnvel dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuði.

Hvernig væri að(afsakið orðbragið) að DRULLA sér að tala um málefni og stefnu flokksins heldur en að vera í endalausri fýlu alltaf.

Allir flokkar þurfa breytingar, hvort flokkurinn þurfi breytingar núna get ég ekki svarað, kannski þarf hann þess kannski ekki.

Jón Magnússon er ekki heilagur eins og hann vill láta í veðri vaka, ýmislegt hef ég heyrt að bruggað sé að tjaldabaki og einnig orðið vitni að því.

Og öll þessi miklu læti hófust með tilkomu ýmsa misjafnara manna. Margrét Sverris varaði við því...hún hafði rétt fyrir sér...inn á milli var gott fólk....enn fleiri voru ekki eins góðir frekar skemmdu fyrir hinum.

Sturla tekur örugglega ekki efsta sæti listans...það kæmi mér á óvart og ekki Viðar heldur.

Varðandi það að Ásthildur segir Rottur þá finnst mér það óheppilega orðað og örugglega ekki meint þannig eins og sumir virðast halda, sumir einfaldlega sjá allt það versta út úr orðum eða setningum....

hættum svo þessari andskotans bévítans neikvæðni alltaf hreint og verum frekar jákvæð og bendið frekar á málefni flokksins ef þið hafið áhuga á þeim eða flokknum yfir höfuð.

Arnar B. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:04

36 Smámynd: Rannveig H

Arnar svona ein spurning til þín ertu Guðjónsson og adidas á Malefnunum.com

Rannveig H, 10.2.2009 kl. 20:40

37 identicon

Sæl Rannveig.

ég er Guðjónsson já... og er það vandamál?

fæ ég ekki að hafa mína skoðun á hlutum þó ég sé Guðjónsson?

ég er ekki alltaf sammála föður mínum og því sem þeir hafa verið að gera, hann veit vel af því.

hann veit einnig að það er ekkert víst að ég muni styðja hann í formannsvali þó það séu kannski meiri líkur á að ég geri það en ella því það eru nokkrar breytingar sem ég vill fá í flokknum.

Þetta með adidas á málefnum ætla ég bara að leyfa fólki að velta fyrir sér áfram. sumir halda því framm að ég sé hann. en það kemur fólki bara ekkert við. ég hvorki neita né játa.

en hins vegar er ég með nick á málefnum og heiti þar ABG79

Arnar B. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:24

38 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hef margoft heyrt formanninn segjast hafa verið að "lægja öldur." Jafnoft hef ég spurt hvernig hann hafi gert það. Engin svör. Enginn sem ég þekki til hefur orðið vitni að þessum öldulægingum. Svo talið þið um að Margrét hafi varað við þessu og hinu, en eru þið búnir að gleyma því að Margrét bauð sig gegn Magnúsi Þór og hefði haft betur í þeim slag ef ekki hefði komið til aðstoð. Lengi vel gaf hún í skyn að hún ætlaði gegn Guðjóni, núna er talað um hana eins og einhvern engil.

Þóra Guðmundsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:57

39 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Arnar hitt og þetta:

Í starfi mínu fyrir Frjálslynda flokkinn hef ég ekki orðið var við svo mikinn málefnaágreining. Við sem gengum til liðs við flokkinn í síðustu Alþingiskosningum gerðum það vegna þess að okkur fannst stefnan góð. Við vissum í raun miklu meira um stefnuna en fólkið í flokknum þegar við gáfum kost á okkur til starfa. Sá hópur sem myndaðist hér í Reykjavík var heltekinn af þeirri hugsun hvernig allir kjósendur á suðvestur horni landsins yrðu sannfærðir, snarlega, fyrir næstu kosningar að kjósa Frjálslynda flokkinn. Okkur var heitt í hamsi, töluðum um að allt minna en 25% fylgi næst væri ósigur. Við vorum komin til að vinna og vinna og vinna fyrir flokkinn. Arnar, það er mér hulin ráðgáta hvernig þið gátuð ekki fattað þetta og nýtt ykkur áhuga okkar. Sorry, missir ekki sá sem fyrstur fær.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.2.2009 kl. 22:23

40 Smámynd: Rannveig H

Arnar það er ekkert vandamál fyrir mig að þú sért Guðjónsson og vonandi ekki fyrir þig heldur. Þú mátt hafa allar þínar skoðanir mín vegna líka. Ég hef lesið adidas á málefnunum frétti að það væri þú spurði Kolbein bróðir þinn og hann staðfesti það.

Það hafa ekki verið vandaðar kveðjurnar frá þér þar þú kallar það kannski "skoðanir"

Þú segist vilja nokkrar breytingar í flokknum,þér verður vonandi betur ágengt en Gunnari Skúla og okkur hinum sem vildu aðeins vinna grasrótavinnu stækka flokkinn.

Eintóm neikvæðni! Arnar eftir veru mína í FF hef ég neikvæðar skoðanir á flokknum og hef fullt leifi til að tjá þær.

Rannveig H, 10.2.2009 kl. 22:25

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla að biðjast afsökunar á þessu rottutali mínu, sé að það hefur farið fyrir brjóstið á fólki.  Ég var að kvóta í að "rottur yfirgefi sökkvandi skip"  önnur meining var ekki þar að baki. 

Ég veit að ég missti mig aðeins, en ég er orðin svo þreytt á þessu sífellda nöldri og baknagi allstaðar.  Ég hef ekki orðið vör við annað en heilindi hjá forystunni, en sennilega hafa aðrir aðra sögu að segja.  Hef svo sem heyrt þar frá fleiri en einum, og af fólki sem mér þykir vænt um og treysti. 

En eitt er ljóst þessi flokkur getur aldrei látið að sér kveða  í stjórnmálum ef það er endalaust einhver leiðindi og nagg um persónur.  Sem er synd því stefnuskráin mjög góð.

Það má vel vera að það sé eitthvað að hjá forystunni, en mér finnst það ekki vera ástæða til að gefast upp ef fólk vill vinna að málefnum flokksins.  Það er erfitt að stofna nýja flokka, þeir eiga því miður erfitt uppdráttar eins og sýndi sig með Íslandshreyfinguna.  Þess vegna er betra að reyna að breyta innanfrá.  Meira að segja sjálfstæðismenn eins og Kristinn Pétursson bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þó allt sem hann berst fyrir sé andstætt því sem þeir vinna að, og taldi sig geta breytt innan frá.  Það gekk auðvitað ekki upp þar, því hann var eins og maurinn Emil á fílshálsinum með álíka mikið á bak við sig og sá ágæti maur. 

Þess vegna er von mín að fólk taki sig saman og sjái að einmitt með því að standa saman og vinna saman að hlutum gerist eitthvað gott.  En ekki með sífelldri óánægju, þar sem hver étur upp eftir öðrum, jafnvel bara af því að hann heyrði eitthvað.

En sem sagt, ég biðst afsökunar á þessu orðalagi.  Það var aldrei meining mín að þið ágæta fólk væru rottur, heldur var þetta afar óheppileg orðlíking í málshátt, sem ég notaði í augnabliks pirringi.  Þá er ekki hægt að segja neitt annað en FYRIRGEFIÐ MÉR ÉG FÓR YFIR STRIKIÐ OG BIÐST VELVIRÐINGAR Á ÞVÍ.   með kveðju Ásthildur Cesil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 12:17

42 identicon

Sæl Rannveig.

gæti vel verið sé Adidas á málefnum, ég ætla ekkert að játa það eða neita, held þér komi það bara ekki baun við hvort ég sé hann eða ekki, hvort sem bróðir minn hafi staðfest það eða ekki kemur mér ekkert við og gæti ekki verið meira sama um það.

En ætli þú sért ekki sjálf þarna með nafn hvort sem það sé nafnlaust eða ekki og sért að væla þar....mér er alveg sama Rannveig.

Ég veit ekki hvort þú hafir reynt að lægja einhverjar öldur, þú hefur kannski verið blind á þær, veit bara ekkert um það enda er ég ekki þú.

Það tala allir um þessa grasrótarvinnu, hvernig grasrótarvinnu vilduð þið vinna eiginlega?

Mig langar að vita það.

varðandi þessa neikvæðni þá er það alveg ykkar val að hafa það, en séuð þið ennþá í flokknum til hvers að hafa þessa neikvæðni gagnvart flokknum en ekki beina kröftum ykkar frekar í þágu flokksins en á móti honum?

Séuð þið gengin úr honum og eruð að tala með neikvæðnum tón um hann eða þá sem eru í flokknum þá er það bara þannig.

En neikvæðni skilar engu nema biturleika og hann er augljós mikill hér, vona að þú finnir innri frið :)

Peace out! og hafðu það sem allra best :)

Gunnar....missir ekki sá sem fyrstur fær??? Varstu að búa þennan málshátt til?

Hann er Ekki missir sá sem fyrstur fær.....

Arnar B. (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:03

43 Smámynd: Rannveig H

Takk Arnar! Ég hef það bara nokkuð gott og óska þér þess sama.

Rannveig H, 11.2.2009 kl. 19:20

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir fínt bréf Ásthildur við við sem höfum bundið túss okkar við þennan flokk höfum til hans sterka taug og jafnvel þeirra sem eru mest ósamála manni. Það væri nánast ómannlegt að ætlast til þess að uppgjör og hugsanlega skilnaður fari fram án einhvers hnútukasts.  Eitt er víst að þegar rykið sest og upp verður staðið munum við sættast.

Sigurður Þórðarson, 11.2.2009 kl. 21:51

45 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þóra G.

"Ég hef margoft heyrt formanninn segjast hafa verið að "lægja öldur." "Þessum flokki hefur aldrei verið ætlað að vera neitt annað en að vera huggulegur klúbbur fáeinna útvalinna Vestfirðinga"

 Sæl Þóra. Ég tel þessa skilgreiningu vera nokkuð raun sanna. Og í ljósi öldurótsins sem alltaf er í kringum flokkinn... er réttnefni þessa smáflokks kannski "Rótarý-klúbburinn"

Án gríns; þá er ákvörðunin að hafa landsfundinn fjarri mannabyggðum svo sorgleg að eingu tali tekur.

Atli Hermannsson., 13.2.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband