Gúttó-Þjóðin og Palestína.

Ekki er laust við að maður verði hugsi vegna atburða dagsins og viðbrögðum við þeim. Það er greinilegt að mótmælin eru að stigmagnast. Ofbeldi var beitt. Að það takist að fá 250 manns til að stöðva útsendingu Stöðvar2 og leggja á sig slagsmál og piparúða er til marks um algjört virðingaleysi á valdhöfum. Þar sem margir landsmenn hafa misst traust á valdhöfum þessa lands eftir atburði liðinna mánaða hafa margir skilning á mótælunum. Kryddsíldin er tákn fyrir vald fjölmiðla, þingmanna og ráðherra. Einnig er síldin tákngerfingur flokkanna. Kryddsíldin hefur verið eintal þessara valdastofnana til þjóðarinnar. Hugmynd Steingríms að bjóða mótmælendunum inn í Kryddsíldina og taka þátt í umræðunni var góðra gjalda verð. Það hefði verið í anda lýðræðis að fólkið og valdhafarnir hefðu rætt málin milliliðalaust. Því miður voru liðlega 60 lögreglumenn á milli svo hugmynd Steingríms komst ekki á koppinn.

Gúttóslagurinn 1932 afsannar að atburðurinn í dag sé nýung á Íslandi. Aftur á móti er um tímamót að ræða í seinni tíma sögu landsins. Allir erlendir fjölmiðlamenn sem komið hafa til Íslands hafa lýst undrun sinni á að enginn hafi sagt af sér. Auk þess hafa þeir bent á að í öðrum löndum væru mótmælin mun harðari en hér og sum staðar væri búið að brenna borgir af minna tilefni.

Ekki tel ég að mótmælendur séu að svara kalli umheimsins um aukin mótmæli. Hitt er líklegra að algjört sinnu- og stefnuleysi stjórnvalda sé orsök harðnandi mótmæla. Ef Ingibjörg hefur samúð með Palestínumönnum ætti hún ef til vill að geta skilið bröltið í þjóðinni sem er enn jafn ósamþykkt sem þjóð og Palestínumenn.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Frábær greining á atburðum dagsins.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 18:23

2 identicon

Loksins les ég eitthvað af viti á þessu moggabloggi.

Alexander (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þökk fyrir jákvæð viðbrögð báðir tveir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.12.2008 kl. 21:37

4 identicon

Ég ætla að bæta um betur.

Þetta er athugasemd dagsins.

Í raun ein fárra sem hittir naglann á höfuðið.

Þröstur Þráinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Bleik er ekki eins brugðið og ætla má :)

Árið félagi!!

Ásgeir Rúnar Helgason, 31.12.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband