Fyrir hvern er Ráðherrann?

Þetta er hreint með ólíkindum. Umboðsmaður Alþingis fer um málið silkihönskum. Hann telur til ýmsa meinbugi á vinnuferlum. M.a. hefði mátt óska eftir frekari rökstuðningi fyrir uppröðun matsnefndar. Reyndar var það þannig að matsnefndin raðaði umsækjendum í númeraröð, þið kannist við þetta form, númer eitt, númer tvö o.sv.fr. Það virðist hafa snúist töluvert fyrir dýralækninum okkar að túlka slíka niðurstöðu.Það sem þeir virðast sammála um að það þurfi að tvísegja Árna sömu staðreyndirnar tvisvar svo hann geti farið eftir þeim.

Þetta er í raun spilling og ekkert annað. Sjálfstæðisflokknum finnst sjálfsagt að koma sínu fólki að. Þeim finnst bara ónæði af svona athugasemdum frá umboðsmanni. Þessi spilling virðist vera nokkuð almenn því ef sjálfstæðismenn væru einir um hana væri umboðsmaður mun hvassyrtari. Kurteisi hans ber vott um að hann á  mikið verk fyrir höndum að koma ráðherrum í skilning um að þeir eru starfsmenn þjóðarinnar en ekki á einhverju prívat flippi.

Í raun held ég að í mörgum öðrum löndum væri búið að brenna hálfa miðborgina til kaldra kola en við Íslendingar ypptum bara öxlum.

http://www.mchenrycountyblog.com/uploaded_images/Animal%20Farm%20graphic%20-%20BIG%20PIG%20close%20mouth-713368.jpg

 


mbl.is Telur nýmæli í niðurstöðu umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina fengið óblíðar viðtökur við athugasemdum sínum frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins en frægt var símtal þáverandi forsætisráðherra þegar hann lét óánægju sína í ljós vegna álits umboðsmanns vegna ráðningu frænda í hæstarétt.

Í gegnum tíðina hefur Árni Matt fengið fjölda álita frá umboðsmanni vegna vafasamra embættisfærsla við útfærslu á alvondu og óréttlátu kerfi í sjávarútvegi. Árni gerði ekkert með athugasemdirnar frekar en ríkisstjórnin hefur gert með álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Sigurjón Þórðarson, 30.12.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og dómsvaldið er búið að glata trúverðugleika. Þetta er ekkert annað en skrípaleikur.

Annars fékk ég furðulegt komment á bloggið mitt merkt þingmanni og flokksbróður ykkar.  Virðist stríða við einhver óþægindi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

sjálfsagt er umboðsmaðurinn orðinn þreyttur á barsmíðunum og er kurteis í dag. Þar að auki finnst honum sjálfsagt vonlítið að betrumbæta Hafnfirðinginn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.12.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína,

ég hef tekið eftir því í kvöld að Kristinn H hefur gerst víðförull og athugasemdir hans í engu samræmi við það sem hann er vanur að láta frá sér. Því er greinilega um að ræða misnotkun á blogginu á einhvern hátt. Það er mest skömm fyrir viðkomandi en allt mun sjálfsagt komast upp að lokum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.12.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Æ ekki vildi ég vera hann. Gleðilegt ár

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband