9.12.2008 | 21:21
Er þér rótt?-Ekki mér.
Borgarfundurinn í gær í Háskólabíói var upplifun á vissan hátt. Ríkissjónvarpið kom við og pikkaði upp eina línu, verðtrygging já eða nei, og svo var fundurinn afgreiddur. Þvílík yfirborðsmennska, allt gert til að halda feisinu svo að maður styggi engan sem getur bitið mann. Heiglar. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir og vagga gagnrýnnar hugsunar. Þess í stað reyna þeir að rata einhvern meðalveg sem heldur öllum góðum, svo þeir missi ekki vinnuna. Hvers vegna tóku þeir ekki öll svör sem fengust á fundinum og krufðu þau til mergjar, véfengdu eða staðfestu þau. Hvar er alvöru rannsóknarblaðamennska, ég bara spyr?
Hrafn formaður allra lífeyrissjóðanna fullyrti að tap lífeyrissjóðanna á bankabólunni væri um það bil 14% og að öllum sjóðfélögum væri tryggð full réttindi til frambúðar. Var maðurinn í löngu sumarfríi eða heldur hann að við séum bjánar. Öll bólan er komin í núll eða neðar. Lífeyrissjóðirnir fjárfestu að töluverðu leiti í þessari bólu og því hlýtur rýrnunin að vera meiri en 14%. Ég bendi ykkur á mjög athyglisverða samantekt Risaeðlunnar um þessi mál.
Ég rakst á tilvísun á netfærslu. Þar stendur "Talaði við mann um helgina sem sagðist hafa það frá fyrstu hendi að ríkisstjórnin væri búin að gera samning við fjölmiðlafyrirtækin þrjú sem stjórna nánast allri umræðu í þjóðfélaginu um það að kæla og róa fólk niður." Það er sem sagt búið að segja fjölmiðlum hvernig þeir eigi að haga sér svo að valdhafar geti haldið gleðileg jól.
Lífeyrissjóðirnir segja okkur ekki allan sannleikann svo við séum róleg. Fjölmiðlum eru gefin fyrirmæli um að róa okkur. Skilanefndirnar segja okkur ekki neitt, svo við séum róleg. Ríkisstjórnin og verkalýðsforystan keppast við að róa okkur með innihaldlausu bulli. Á meðan heldur spillingin og sukkið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fyrirgefið, en mér er ekki rótt, þannig er það bara. Ég skil vel fólk sem hyggur a landvinninga á erlendri grund þar sem lýðræðið virkar betur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ljóð, Spaugilegt, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón félagi,
ef Gylfi er eina huggun okkar er ég farinn til útlanda og kem aldrei aftur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 9.12.2008 kl. 23:11
Þakka þér kveðjuna á mínu bloggi, Gunnar Skúli.
Ég bíst við að þeir séu að ganga logandi ljósi um ganga spítalans þíns og okkar í leið að útgjöldum að skera niður upp í kreppuna. Finna leiðir til að lengja biðlistana og leyfa sem flestum að kveljast og deyja. Það sparar!
Þeir geta kannski fundið leið til að losa sig loksins við Sögu-kerfið?
Friðrik Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:38
Mér er svo langt frá því að vera rótt. Mér líst reyndar svo illa á það sem ég hef á tilfinningunni að sé verið að reyna að fela að ég finn til líkamlegra óþæginda þess vegna. Vidli miklu fremur vilja fá að horfast í augu við staðreyndirnar, þó mig gruni að þær séu afar ófrýnilegar, heldur en hlusta á dylgjur og vífillengjur dag eftir dag. Þær ala aðeins á enn frekari óvissu ...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:36
Sæll Friðrik, Niðurskurðurinn mun birtast okkur á morgun. Ég er sammála þér um Sögu kerfið og önnur viðlíka kerfi á spítalanum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.12.2008 kl. 19:24
Sæl Rakel, sammála þér um kvíðann. Stórfurðulegt að okkur sé ekki treyst fyrir staðreyndum málsins. Þetta minnir á þá daga þegar sjúklingum var ekki sagt frá þegar þeir greindust með krabbamein.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.12.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.