Umskorinn Ísbjörn.

Það er merkileg þessi umræða um Björk og Bubba. Bubbi er að gagnrýna Björk fyrir ást hennar á náttúru Íslands. Stuðningsmenn Bjarkar ráðast síðan á Bubba. Það sem er að brjótast um í mér er að venjulegt fólk, sem les blöðin og hlustar á fréttir veit af því að mörg manneskjan lýður skort. Hvernig geta sömu aðilar verið að setja náttúruna fram yfir manneskjur. Hvernig er hægt að réttlæta það að allt verður vitlaust vegna Ísbjarnar sem skotinn er, talað er um villimannslegt dráp og sv. framv. Það eru þúsundir barnungra kvenna umskornar með rakvélablöðum án deyfingar á ári hverju. Meðan umskurður kvenna er framkvæmdur í sátt við stjórnvöld má mín vegna aflífa alla Ísbirni veraldarinnar. Sá sem myndi voga sér að umskera Ísbjörn án deyfingar fengi sjálfsagt alla upp á móti sér. Hvers eiga konur að gjalda, ég bara spyr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Meira að segja gömlum rakvélablöðum Gunnar Skúli.

Þetta er ótrúleg umræða sem segir að "þetta" fólk veit ekki hvað er að vera fátækur og notar krafta sína í svona óþarfa, umræðu, lyktar örlítið af afbrýðisemi. er það ekki ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.7.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli... Fín hugleiðing hjá þér. Ég tek undir þetta allt hjá þér. Þú ert eins og Björk með svona alþjóðlega sýn nema hennar virðist mér vera í gegnum rör sem snýr niður í grasið... Þitt rör víðara og lengra og snýr að mannheimum. Hvers eiga konur að gjalda segir þú. Mín persónulega skoðun er sú að það eigi rætur að rekja til trúarbragða svo og yfirburða kvenna á öllum sviðum sem er auðvitað ógnun við karlana. Fáfræði og fordómar ráða ríkjum þar sem umskurður er enn stundaður. Þegar ég hugsa um þá hluti óska ég þess að helvíti sé til í alvörunni og að þeir muni þá stikna þar þessir fantar... en bæ ðu veij... hver tekur mark á Bubba? kveðja í  bæinn Kolla.    

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað sem sköpunarsögunni líður þá eru menn bara spendýr. Ill meðferð á spendýrum þ.m.t. fólki er óásættanleg.

Án náttúrunnar er ekkert mannlíf mögulegt því við erum öll órjúfanlegur hluti af henni.að er ekki hægt að fórna náttúrunni til að bjarga fólki.  Ekki frekar en hægt er að fórna lífinu til  að bjarga heilsunni. Hitt er annað að margir náttúruverndarsinnar sjá ekki skóginn fyrir einstökum trjám og geta aldrei skoðað málin heildstætt.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband