GESTIR OG "TÚRISTANIÐURGANGUR".

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera gestkomandi á framandi slóðum. Í mínu tilfelli virðist meltingarvegurinn hafa fengið óvelkomna gesti. Síðan í morgun hef ég einbeitt mér að losa mig við þá, endurtekið. Í sjálfu sér get ég lítið gert til að hindra að þetta gerist. Þegar slík padda kemst í gegnum allar varnir mínar og kemst alla leið í meltingarveginn minn þá fer í gang sjálfvirkt ferli sem sér um að tæma görnina og paddan fer burt þannig. Í sjálfu sér eru þessir gestir ekki sérstaklega hættulegir í sjálfu sér. Veikindi mín stafa mun frekar af ofsafengnum viðbrögðum líkama míns sem byggja á þeirri hugmyndafræði að allir framandi gestir séu mér hættulegir. Meltingarvegur mannsins er talinn frekar vanþróaður því hann er þróunarlega gamalt fyrirbæri.

Því er það ákaflega sorglegt þegar Útlendingastofnun Íslands og Dómsmálaráðherra haga sér eins og frumstæð görn og fá bullandi niðurgang þegar gestir eru ekki alveg þeim að skapi.

Ferlega "primitíft" enda er öll æðri hugsun ekki í þörmunum okkar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Skúli. Afar skemmtileg færsla hjá þér. En er ekki líkami okkar eitt alsherjar kraftaverk og eitt mesta undratæki sem til er. kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband