The Godfather prúttar ekki.

Niðurstaða þessa kjarasamnings er mjög sérkennileg. Ríkið hefur hér fullnaðarsigur. Ég er núna staddur í Tyrklandi og menn stunda mikið prútt í viðskiptum. Niðurstaðan verður alltaf sú að ef viðskipti takast eru báðir sáttir, einfalt og þægilegt. Því virðast menn ekki prúttað mikið á þeim nótunum í karphúsinu.

Þeir sem sáu myndina The Godfather í den muna sjálfsagt eftir senunni þegar hann gerði einum manni svohljóðandi tilboð; annað hvort fer undirskrift þín á skjalið eða heilinn þinn- hann beindi nefnilega skammbyssu að hnakkanum á náunganum. Í þessu dæmi er ekki mikið um prútt. Aftur á móti fellur slíkur viðskiptamáti frekar undir ofbeldi. 


mbl.is Samið til loka mars 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég held að það fari ekki á milli mála, forysta BHM samdi af sér. Náði í gegn sömu krónutölu og önnur stéttarfélög en fórnaði Vísindasjóði sem félagsmenn eiga rétt á greiðslum úr. Með þeirri fórn fékkst sama krónutala.

Þessi árangur er arfaslakur og kemur vægast sagt á óvart, forystan ótrúverðug og ætti í raun að segja af sér.

Hafið það gott þarna úti á Marmaris, hér er kuldi og trekkur 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband