Tyrkland-2.

Hér í Tyrklandi er fyrst og fremst gaman. Afslöppun, sól, hiti og góður matur-það er að minnsta kosti ekta. Tyrkir selja með bros á vör falsaða vöru til hægri og vinstri. Við prúttum pínulítið og kaupum síðan vöruna, vitandi að hún er fölsuð en ánægð samt. Hér get ég keypt heilt Rolex úr á verði einnar leðurólar á úrið mitt í Reykjavík.

Ég er að velta því fyrir mér hvort okkur heima á Fróni er ekki eins farið. Sjálfsagt rennur samskonar blóð í æðum tyrkneskra kaupmanna og íslenskra kaupahéðna. Á Íslandi kaupum við sí og æ falsaða verðlagningu með bros á vör. Að minnsta kosti kannast maður við röksemdir sölumannanna" only for you my frind....."

Skítt að Rússar töpuðu en Spánverjarnir voru miklu betri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Örugglega nokkuð mikið rétt.

kær kveðja til ykkar, ytra.

gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband