Biblíustiklur.

Um daginn vitnaði Auðun Gíslason í Biblíuna í athugasemd hjá mér. Þetta vakti forvitni mína og ég náði í gömlu Biblíuna mína og fór að lesa.

II Mósebók 20:4    Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrurar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnum undir jörðunni; þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær.

Það virðist sem sama bann ríki hjá okkur kristnum við myndbirtingum og er hjá múslimum. Hvernig ætli standi á því að við séum svona miklir slóðar í þessum efnum? 

II Mósebók 20:5   því að ég Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitjar misgjörðir feðranna á börnunum, já  í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata; en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Hér virðist bara vera um tvo kosti að ræða, annað hvort ertu með mér eða á móti mér. Refsingin er mikil, ekki bara á þér heldur afkomendum þínum ef þú ert á móti mér.

III Mósebók 19:26 Þér skuluð ekkert með blóði eta.

Ætli þetta ákvæði sé ekki til komið af heilsufarsástæðum á þeim tíma sem það er ritað. Það færi lítið fyrir kjötmenningu okkar ef allt væri etið mauksoðið. 

III Mósebók 19:27 né heldur skaltu þú skerða skeggrönd þína....... né heldur gera hörundsflúr á yður.

III Mósebók 19:33  Og ef útlendur maður býr í hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð. Útlendan mann sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egiptalandi.

Þetta sannar það að Frjálslyndi flokkurinn er kristilegur flokkur. Þetta er stefna hans í hnotskurn. Greinilegt er af fréttum liðinna ára að við höfum ekki farið eftir þessum orðum Biblíunnar í umgengni okkar við útlendinga. Þeir hafa verið sviknir og prettaðir. Samkvæmt Biblíunni munu þeir hinir sömu hljóta slæm örlög í marga ættliði sem frömdu þau svik.

Það sem gerir þetta vers sérstaklega merkilegt er að við eigum að elska útlendinga eins og okkur sjálf þrátt fyrir að illa hafi verið komið fram við Ísraelsmenn í Egiptalandi, þe launa illt með góðu.

V Mósebók 13:10 .. þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drotni, Guði þínum...... Varmenni nokkur eru upp komin þín á meðal og hafa þau tælt samborgara sína og sagt: Vér skulum fara og dýrka aðra guði, þá er þér þekkið ekki,-þá skalt þú rækilega rannsaka það, grenslast eftir og spyrjast fyrir, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið þín á meðal, þá skalt þú fella íbúa þeirrar borgar með sverðseggjum..... 

Svei mér þá, nú verða farandtrúboðar að fara vara sig, best að koma sér upp steinahrúgu í anddyrinu.

Það hvarflar ekki að mér að reyna í einhverri alvöru að týna þessar tilvitnanir úr samhengi sínu. Fræðimenn geta skýrt mest allt þetta með hliðsjón af tíðarandanum á viðkomandi tíma. Allt þetta á sínar skýringar eflaust. Aftur á móti geta bókstafstrúarmenn fallið í þá gryfju að fylgja þessu út í æsar. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er sú að ég var að skoða heimasíður sem túlka Kóraninn mjög þröngt. Ef kristnir og múslímar hefðu fylgt sínum reglum út í æsar þá væri mannkynið löngu útdautt. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill og mjög áhugaverðar vangaveltur. Takk fyrir mig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Jens Guð

  Góð og áhugaverð samantekt.  Eftirfarandi er í miklu uppáhaldi hjá mér:

"Meðan Ísraelsmenn voru í eyðimörkinni, stóðu þeir mann að því að bera saman við á hvíldardegi. Og þeir sem hittu hann, þar sem hann var að bera saman viðinn, færðu hann fyrir Móse og Aron og fyrir allan söfnuðinn. Og þeir settu hann í varðhald, því að enginn úrskurður var til um það, hversu með hann skyldi fara. En Drottinn sagði við Móse: ,,Manninn skal af lífi taka. Allur söfnuðurinn skal berja hann grjóti fyrir utan herbúðirnar.`` Þá færði allur söfnuðurinn hann út fyrir herbúðirnar og barði hann grjóti til bana, eins og Drottinn hafði boðið Móse." (5Mós 15.32-36)

Jens Guð, 21.3.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gunnar Skúli.

Þú ert heimspekingur af Guðs náð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.3.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband