Tíkin og hundurinn.

Það kom tík inn á heimilið í dag. Til allra hamingju er hún á förum fyrir nóttina. Hundurinn okkar hefur ekki verið mönnum sinnandi síðan tíkin kom. Það eina sem hann hefur hugsað um er þessi tík. Hann hefur gert allt sem honum dettur til hugar til að ganga í augun á henni. Hann er búinn að missa þvag um allt hús og þar að auki hefur hann skitið einu sinni á borðstofugólfið. Þetta er hann vanur að iðka utanhúss á venjulegum degi. Þrátt fyrir allar þessar hundakúnstir hefur tíkin ekki litið við honum, eina sem hún hugsar um er matur og aftur matur.

Er þetta ekki dæmigert, við gefum konunum okkar allt, við skítum kannski ekki á gólfið en þær fá hjá okkur allt annað, líf, heilsu, tímann okkar og VISA kortið. Öllu þessu fórnum við bara í þeirri von að þeim þóknist að lyfta bossanum örlítið frá gólfi, svona stöku sinnum. Gvöð hvað ég vorkenndi hundinum mínum.

Þessir eiginleikar eru mjög ríkjandi í mannlegum samskiptum, svona almennt. 

Sem dæmi þá situr Sjálfstæðisflokkurinn sem fastast á bossanum en Samfylkingin hugsar bara um Evrópusambandið.  Samfylkingin telur að margt muni leysast úr læðingi við inngöngu í Evrópusambandið, sama heldur hundurinn minn. En í raun vitum við ekki hvernig króinn spjarar sig fyrr en hann er fæddur. Sjálfstæðisflokkurinn er svo hræddur um hið óþekkta að hann þorir ekki og hugsar bara um um mat, eða að fullnægja augnabliks þörfum sínum. Því situr hann á bossanum.

Sumir myndu segja að sjálfsagt fari Sjálfstæðisflokkurinn á lóðarí fyrr eða síðar. Ég er hræddur um að svo sé ekki. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo aldraður að hann sé hættur að hafa á klæðum. Hægt er að ásaka Samfylkinguna fyrir að vera með maddömu en þegar ég upplifði hegðun hundsins míns þá skildi ég í raun að allt er hey í harðindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha margt þarna sem er örugglega ekki fjarri sannleikanum.  Þú ættir samt að blokkera sumt sem þarna stendur um konuna, svo feministarnir lesi það ekki.  þeir eru hætturlegir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Á mínu heimili er fullkomið jafnrétti, ég set ekkert á netið án samþykkis eiginkonunnar, reyndar dreg ég ekki andann án leyfis hennar. Þannig hefur það virkað lang best.

Gunnar Skúli Ármannsson, 17.3.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband